Skírnir - 01.01.1936, Side 228
226
Ritfregnir.
[Skírnir
ar bókmenntir tímabilsins. Þau voru að vísu eigi djúpstæð, en
víðtækari heldur en margan hefir grunað. Mest verður strauma
úr norrænum fræðum og sögum vart í ritum þeirra Robert Burtons
og Thomas Heywoods; en ekki verður lengra út í þá sálma farið,
enda þýðingarlítið að þylja nöfnin tóm. Það eitt er víst, eins og
höfundur leggur áherzlu á, að þekkingu enskra manna á Norður-
landabúum, umhverfi þeirra, sögu og menningu, fleygði stórum
fram á 17. öld, og urðu ávextir þeirra kynna enn auðsærri í ensk-
um bókmenntum áður langt leið.
Fróðlegir viðaukar, mjög ítarleg ritaskrá og registur auka
á gagnsemd þessa stórvandaða rits. Margar myndir prýða það, og
frágangur þess er í alla staði sem bezt verður á kosið.
Loks er skylt að geta þess, að bæði áður umrædd bók dr.
Kelchners og þetta rit Miss Seatons eru til orðin fyrir áhrif frá
fræðikonunni Dame Bertha Phillpotts. Tileinkar dr. Kelchner bók
sína minningu hennar og föður síns; en Miss Seaton getur þess í
formála, að Miss Phillpotts hafi fyrst laðað hug sinn að norræn-
um fræðum; en auk hennar kveðst hún standa í sérstakri þakkar-
skuld við þá prófessorana W. P. Ker og J. G. Robertsson. Hafa
norræn fræði í Englandi sannarlega misst mikils í fráfalli þessara
þriggja áhrifamiklu formælenda þeirra á fáum árum; mun það
skarð ekki auðfyllt. Richard Beck.
Ralph B. Allen: Old Icelandic Sources in the English Novel-
Philadelphia (University of Pennsylvania), 1933. 121 bls.
Þetta er doktorsritgerð höfundar, og hefir allmikinn fróðleik
að flytja um verðugt rannsóknarefni: islenzk fornrit og skáldsög-
ur á ensku máli. Þó er hún hvergi nærri eins vandvirknislega af
hendi leyst og slíku riti sæmir.
Fyrsti kaflinn er yfirlit yfir enskar þýðingar af íslenzkum
fornbókmenntum og rit um þau fram til ársins 1923. Næsta fljótt-
er þó yfir sögu farið. Frumsamdra eða þýddra ferðabóka á ensku
um Norðurlönd frá fyrri öldum er t. d. ekki getið að neinu ráði-
Urðu þó sumar þeirra víðkunnar og útbreiddu drjúgum á England*
þekkingu á fornum fræðum íslenzkum, svo sem bók Uno von Troil-
Brev om Island, sem út kom í enskri þýðingu 1780 og oftar vai
prentuð, að ógleymdum ferðasögum þeirra Mackenzies og Hook-
ers, en rit hins síðar nefnda var beinn ávöxtur Bréfa von Troils-
Ennfremur mætti telja ýms önnur slík rit, er til greina koma 1
sambandi við rannsóknarefni umræddrar ritgerðar. Fleiri glopPul
eru einnig í þessum kafla hennar. Þar, sem vikið er að nútíðai
skáldritum enskum um efni úr íslenzkum fornsögum (bls. 41) r
ætti sannarlega að nefna leikritin Gísli Súrsson eftir Beatrice
Barmby, er séra Matthías íslenzkaði, og The Locked Chest eftm