Skírnir - 01.01.1936, Blaðsíða 229
Skírnir]
Ritfregnir.
227
John Masefield, núverandi lárviðarskáld Breta. Einnig var ástæða
til að geta þess, að Masefield sótti í Gunnlaugs sögu ormstungu
uPpistöðuna í hina frægu ljóðsögu sína The Daffodil Fields, þó
eigi beint í söguna sjálfa, heldur í útdrátt úr henni i fyrr nefndri
ferðasögu Mackenzies, og er bað glöggt dæmi bókmenntalegra
ahrifa frá slíkum ferðabókum.
Um sjálft viðfangsefni höfundar fjallar síðan meginhluti
Utsins (bls. 42—106), i fjórum þáttum, og er það jafnframt :?róð-
legasti hluti þess, því að hér er um að ræða fyrstu heildarlýsingu
a enskum og amerískum skáldsögum um norræn og íslenzk efni.
Itarlegastur og lang matarmestur er þátturinn um Maurice Hew-
lett og skáldsögur þær, er hann sneið upp úr íslenzlcum fornsög-
um, enda eru þær um margt merkilegastar slíkra skáldsagna á
enska tungu. En alls tekur dr. Allen til athugunar 57 skáldsögur,
sem eru að einhverju leyti um efni úr islenzkum fornsögum eða
Utaðar i anda þeirra; en þar sem rannsókn hans nær aðeins fram
«1 ársins 1923, hafa nokkrar bætzt í hópinn síðan, t. d. The Men
°f Ness (Nesverjar) eftir Eric Linklater (1932), og eru slíkar
skáldsögur nú eitthvað 60 talsins. Eins og nærri má geta, kennir
Þar margra grasa og misjafnra, því að fjarri fer, að þeir hafi allir
verið ritsnillingar, skáldsagnasmiðirnir ensku og amerísku, sem
seildust inn á landareign islenzkra fornbókmennta eftir söguefnum.
Loks er stuttu'r viðauki um hina fyrstu ensku fornfræðinga
°S lærdómsmenn, sem fóru að gefa sig við norrænum fræðum, og
Utaskrár. Ná þær til 1932, en allmörg merkisrit og þýðingar hafa
týnzt úr lestinni, meðal þeirra bækur Dame Bertha Phillpotts
Uni íslenzk fornrit og hin ágæta Víkingasaga T. D. Kendricks:
4 History of the Vikings, svo að fáar einar séu tilgreindar.
Nákvæmni og gjörhyggli höfundar er því bersýnilega ábóta-
vant, og kemur það einnig fram í öðrum atriðum og sumum álykt-
Unum hans, sem hér hafa ekki verið gerð að umtalsefni. Hitt er
tó höfuðgalli á slíku riti, sem virðulegur háskóli á hlut að, hve
ttJálfar þess er óvandað og efnisskipun að sumu leyti ruglings-
leS; margt er óþarfra endurtekninga og ekkert samræmi í staf-
setningu mannanafna. En auðvelt hefði verið að sigla fyrir þau
sl?er. Richard Beck.
Reinhard Prinz: Die Schöpfung der Gísla Saga Súrssonar.
®*n Beitrag zur Entstehungsgesehichte der islándischen Saga.
Bl'eslau 1935. VIII -|- 176 bls. (Veröffentlichungen der Schlesw,-
Holst. Universitáts-Gesellschaft. Nr. 45).
Það, sem erlendir vísindamenn hafa skrifað um íslenzkar
ornbókmenntir, er orðið býsna mikið að vöxtum, og eigi verður
Se®> að áhugi þeirra fari minnkandi í þeim efnum, því að öðru
15*