Skírnir - 01.01.1936, Page 230
228
Ritfregnir.
[Skírnir
hvoru láta þeir eitthvað nýtt frá sér fara. Jietta rit Prinz er með
því siðasta, en reyndar er það samið á árunum 1928—1929, þótt
það kæmi eigi út fyrr en 1935. Prinz hefir eigi kastað höndum til
þessa verks, og hann hefir ekki látið sér nægja að rannsaka sög-
una sjálfa, heldur einnig farveg þann, sem hún og aðrar íslenzkar
fornbókmenntir eru sprottnar upp úr. Honum hefir skilizt, að sá
farvegur er enn til með mörgum hinum fornu ummerkjum, þótt
lindirnar hafi þorrið. Prinz var hér á íslandi á árunum 1923—
1926 og enn siðar, og tileinkar hinum íslenzku vinum sínum ritið.
I stuttum inngangi skýrir hann frá úrlausnarefni sínu og
undirstöðu rannsóknanna, hinum tveim mismunandi gerðum sög-
unnar. Ætlar hann að hvorug gerðin sé alveg upphafleg, en um
fyrstu kapítulana, þar sem munurinn er mestur, fellst hann á
skoðun Finns Jónssonar, að þessa kap. hafi vantað í S (lengri
gerðina), og ritari bætt þeim við eftir munnmælum, en hann
hugsar sér þau munnmæli á nokkuð öðru stigi en Finnur. Prinz
slær því föstu, að Gísla saga sé listaverk, verk einstaklings, er með
ýmsum hætti hafi leitazt við að setja fram lifandi og áhrifarika
frásögn. Siðan velur hann sér það verkefni, að ráða af sérkenn-
um sögunnar, hvernig þessum höfundi hefir verið farið, með því
að skýrgreina hugsjónir þær og skoðanir, er í henni birtast, efnis-
meðferð og starfshætti höf. og uppruna efnisins. Er rit þetta þvi
á nokkuð öðru sviði en flest önnur, er um fornsögurnar fjalla,
þar sem þær hafa verið teknar frá sannsögulegu sjónarmiði, eða
hvort yfirleitt væri um höf. að ræða eða eigi.
Samkvæmt fyrr greindu efni skiptist rit Prinz í þrjá aðal-
þætti. I fyrsta þætti rekur hann hugsjónir þær og hugmyndir, el'
þræða söguna enda milli, um hetjuskap, forlög, hefndarskyldu og
ættarbönd.
í öðrum þætti lýsir hann af miklum skilningi skapferli Per"
sónanna, eins og það birtist i sögunni. Þó gætir dálítils misskiln-
ings á einum stað um Þorkel, án þess að heildarlýsing hans rask-
ist þó verulega. Það er tæplega rétt, að telja það stafa af rag-
mennsku og framtaksleysi, að Þorkell vegur ekki Véstein sjálfur.
Hin sanna ástæða mun sú, að þeir voru fóstbræður. Prinz hyg£ur
reyndar, að stofnun fóstbræðralagsins á Valseyrarþingi hafi a^"
veg farið út um þúfur, en það þarf ekki að vera, þótt Þorgrímui
og Gísli skærust að nokkru leyti úr leik, enda er Þorkell beinlinis
kallaður svarabróðir Vésteins í sögunni (M-gerðinni. S-gerðm
sleppir því, en þann texta mun sjaldan að marka, þar sem hann
víkur frá M). Þess vegna fær Þorkell jþorgrím til vígsins fyr11
sig, eins og Gunnar fékk Guttorm, bróður sinn, til að drepa Sig"
urð Fáfnisbana af sömu ástæðum.
Næst tekur höf. til meðferðar efnisskipun, samsetning, ira"