Skírnir - 01.01.1936, Page 231
Skírnir]
Ritfregnir.
229
sagnarhátt, mál o. fl. í því sambandi ræðir hann lausavisurnar all-
vandlega og hyggur helzt, að þær séu allar eða geti verið eftir
Gísla. Metur hann rök öll með og móti mjög lofsamlega, en þó
munu varla allir verða honum sammála um þær vísurnar, þar sem
kristni gætir mest. Líklegast er þó, að þær hafi orðið fyrr til en
sagan var rituð, og hafi uppruni þeirra verið gleymdur. Næsta
stigið var svo að eigna þær Gísla.
í sambandi við frásagnarháttinn hefði mátt minnast nánar
a eitt atriði, er stuðlar að því, að gera frásögnina áhrifameiri og
ber greinileg höfundareinkenni. Það eru kröfur bær, sem gerðar
eru til lesandans. Prinz drepur lauslega á þær síðast í bókinni, en
tilfærir engin sérstök dæmi. Hér verða tvö að nægja. Hvergi
er berum orðum sagt, hver vegið hafi Véstein, og eigi er þess
heldur getið, hver átti þá ungs manns hönd, er kom á þriðja Ijós-
'ð og kæfði það, þegar Gísli vó Þorgrím (S-gerðin kemur með
skýringu á þessu hvorutveggja!).
í þriðja þætti rekur Prinz hvaðan efnið sé tekið. Kemst
hann að þeirri niðurstöðu, að söguhöf. hafi eigi stuðzt við neinar
skráðar heimildir, þær er enn eru til. Smáatriði hyggur hann þó
tekin úr Bjarnar sögu, en eigi er ljóst, hvort heldur skráðri eða
'uunnlegri. Aftur á móti ætlar Prinz, að frásögnin um víg Þorgrims
hafi orðið fyrir áhrifum frá Droplaugarsona sögu munnlegri (?),
kaflanum um víg Helga Ásbjarnarsonar. Flestir munu sammála
Ul1'1 eitthvert samband þar á milli sakir berlegrar líkingar, en þeir,
er um það hafa fjallað, hafa ætlað Gísla sögu veitandann. Skoðun
Prinz er sennilega réttari og má styðja hana nokkru betur en hann
hefir gert. Hann hyggur, að samknýting kýrhalanna sé eitt af
hví, sem upphaflega sé í Droplaugarsona sögu, en þó með því
óvissara. Það mun þó vissara en hann telur. Hann bendir á, að
frásögnin um þetta sé óeðlilegri í Gísla sögu, en hann hefir ekki
Veitt athygli öllu bví, er gerir hana það. Samkvæmt Droplaugar-
s°na sögu knýtir Glúmur saman hala kúnna um kveldið, en Grím-
Ur fer inn um aðaldyrnar og út aftur, og loka þeir dyrunum að
utun, svo að allir eru byrgðir inni. Á sama hátt knýtir Gísli sam-
an halana „ok lýkr aftr fjósinu og býr svá um, at ekki má upp
lúk«<, þó at innan sé til komit". Fer inn um bæjardyrnar og lokar
heim aS innan, en út um fjósið, „sem hann hafði xtlat ok lýkr aftr
eftir sér rammlega". Kringum það verður ekki farið, að söguhöf.
er hér missaga, og þótt menn vilji skilja fyrra staðinn svo, að
Glsli hafi aðeins haft viðbúnað til að loka fjósinu, þá hlutu sam-
anbundnir halar kúnna jafnt að tefja för hans sem þeirra, er eft-
lr fóru. Bendir þetta ótvírætt á samskeyti, er hafa mistekizt, vegna
hess að hið aðfengna efni hefir ekki getað fallið við arfsögn þá,
er fyrir hendi hefir verið.