Skírnir - 01.01.1936, Blaðsíða 232
230
Ritfregnir.
[Skírnir
X>á minnist Prinz á samband Gísla sögu við hetjukvæðin
og sýnir fram á, hvernig líking sú, er upphaflega hefir verið með
örlögum aðalpersóna Gísla sögu og örlögum Niflunga, og sem per-
sónurnar hafa jafnvel sjálfar fundið (sbr. vísu Gísla), hefir dreg-
ið að ný líkingaratriði. M. a. hyggur hann, að samtal Auðar og Ás-
gerðar sé sniðið eftir samtali Guðrúnar og Brynhildar. Það er at-
hyglisvert, að i Landnámu segir, að Þorkell hafi átt Sigríði Sléttu-
Bjarnardóttur. Skyldi það benda til þess, að kona hans hafi verið
gleymd, þegar sagan var rituð, og skoðun Prinz sé rétt. A. m. k.
hefði nafn hennar síður átt að gleymast eða afbakast, hefði hún
átt þátt í orsök svo örlagaríkra atburða. En hér er komið inn á
efni, sem Prinz hefir látið ónotað. (Hvað skyldi t. d. viðurnefnið
hinn grái, þ. e. grályndi, hafa átt mikinn þátt í lýsingu Eyjólfs?)
Frásögnina um eiðana ætlar Prinz einnig tilorðna fyrir áhrif frá
hetjukvæðunum, og verður það enn ljósara, þegar það er athugað,
sem bent hefir verið á áður, hvernig rétt mun að skilja það atriði.
Þá fer á eftir langur kafli um stíl þann og efni, er hefir á sér
þjóðsögulegan blæ, og dregur Prinz af því ýmsar ályktanir um
hvað sé arfsögn í sögunni og hvað ekki. Þetta er að ýmsu leyti
veikasti kafli bókarinnar, bæði af því að rannsókn þeirra efna er
enn skammt á veg komin, og svo liggur það í eðli málsins, að oft
er ókleift að komast að fastri niðurstöðu. Það er alls ekki óhugs-
andi, að ýmislegt það, sem hefir þjóðsögublæ, sé runnið frá sögu-
höf., svo að það eina, sem hann hafi fengið frá arfsögninni se
blærinn eða búningurinn. Á hinn bóginn geta kaflar, sem alveg eru
lausir við hann, verið hrein arfsögn. Þetta er Prinz einig vel ljóst,
og hann slær allskonar varnagla við því. Síðan gerir hann tilraun
til þess, að skapa sér heildarmynd af efninu, eins og það lá fynl'
höfundinum, og kemst að þeirri niðurstöðu, að það hafi verið meira
eða minna sundurlausar frásagnir, t. d. á borð við Reykdæla sögu,
og munu flestir geta fallizt á það. Hingað til hefir Prinz allt af
talað um höfund, en í lokakapítula tekur hann það til athugunar,
hvort sá hinn sami hafi einnig fært söguna fyrstur á bókfellið, og
virðist honum svo vera. Ýmsar fleiri hugleiðingar eru í sambandi
við höf., og yrði oflangt að telja þær allar hér. Bók Prinz er írem-
ur þurr aflestrar víðast hvar, en þar hefir hann verið bundinn ýms-
um stíl og framsetningarvenjum, er tíðkast víða í doktorsritgerð-
um. Ýmsir kaflar eru þó læsilegir og skemmtilegir, t. d. margt 1
fyrsta þætti, um mannlýsingar o. fl., en allt ber ritið vitni um
vandvirkni og hófstillingu. Jón Jóhannesson.
Jón Ófeigsson: Þýzk-íslenzk orðabók — Deutsch-islándisches
Wörterbuch, Rvík, Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar 1935.
Tungumálanám hlýtur nú á dögum að verða ríkur þáttur 1