Skírnir - 01.01.1936, Síða 233
Skírnir]
Ritfregnir.
231
TOenntun smáþjóðar, sem er háð fjölþættum viðskiptum við aðrar
bjóðir, og tungumálanám er oss íslendingum vörn gegn einangrun
°g þýðingarmikið skilyrði til að komast í snertingu við umheim-
inn. Enda verður ekki annað sagt en áhuginn fyrir sliku námi sé
rikur meðal uppvaxandi kynslóðar í landinu. Drjúgum hluta náms-
timans í flestum framhaldsskólum er varið til þess. Fjöldi manna
stundar það .í einkatímum, og útvarpið helgar því talsverðan tíma.
En við tungumálanám, eins og fleira þarft og gott, höfum vér orð-
ið að gjalda fámennis vors og fátæktar, meðal annars hefir háð
°ss á mörgum sviðum skortur þess bókakosts, sem nauðsynlegur er
við námið. Og þótt telja megi, að vér höfum oft á tíðum baslazt
furðanlega fram úr slíkum örðugleikum, þá ætti engum að geta
•dulizt, hver feiknaávinningur það er, þegar bætt er úr þeim skorti
°g það ekki sízt, ef unnið er innlent, fræðimannlegt og bókmennta-
iegt afrek um leið.
Slíkt afrek hefir verið unnið við samningu þýzk-íslenzkrar
°rðabókar Jóns Ófeigssonar, sem út kom á siðastliðnu ári. Eigin-
iega má það furðu gegna, hve lengi menn hafa brotizt gegnum
Þýzkunám og lestur þýzkra rita á landi hér án slikrar orðabókar.
Hugsi menn sér allt skólafólkið og aðra áhugamenn, sem pælt
bafa gegnum þræltyrfið þýzkt lesmál með ,,litla“ eða „stóra
Kaper“ þýzk-danskan i annari hendinni og Jónas eða Freystein
•dansk-islenzkan í hinni, ef dönskukunnáttuna þraut við að hafa
full not af Kaper. En þótt margur kunni að hafa fróðlega sögu að
segja af seinvirkum vinnubrögðum sínum við orðaleitir, þá er nú
gott, að slikar sögur þurfa ekki að endurtakast lengur við lestur
týzkrar tungu. Nú flettum við upp í orðabók Jóns Ófeigssonar
°g finnum þar íslenzka merkingu um 60 þús. þýzkra orða, og hef-
ir Verið vel til þess vandað, að þar yrðu einkum þau orðin, sem
menn þurfa undir öllum venjulegum kringumstæðum helzt á að halda.
Jón Ófeigsson er orðinn fyrir löngu þjóðkunnur maður sem
margfróður málfræðingur og frábær kennari. Þegar á námsárum
s!num samdi hann þýzkunámsbók þá, sem notuð hefir verið undan-
fekningarlítið af byrjendum í þýzku hér á landi síðasta aldafjórð-
Unginn. Og um langan tíma hefir naumast nokkur maður byrjað á
dönskunámi í landinu, án þess að taka sér dönskunámsbækur hans í
hönd. Og heilan aldarfjórðung hefir hann starfað sem kennari í
^enntaskólanum við þann orðstír, að miklum þorra menntamanna
víðsvegar um land kemur hann í hug í hvert sinn, er þeir heyra
góðs kennara getið. Enginn núlifandi íslendingur mun hafa kennt
íafn-mörgum þýzku og Jón Ófeigsson, og hefir hann því með
kennslustarfinu einu unnið öðrum meir að því að greiða hingað
götu straumum frá menningu þýzkumælandi þjóða. En í tómstund-
Ut)um frá kennslunni og öðrum fræðistörfum hefir Jón Ófeigsson