Skírnir - 01.01.1936, Síða 234
232
Ritfregnir.
[Skírnir
þar á ofan verið hægt og hægt að vinna að því verkinu, sem tví-
mælalaust mun halda nafni hans lengst í minnum, en það er áður-
greind orðabók.
I formála orðabókarinnar greinir höf. frá tildrögum verksins
og sögu þess. Hann hafði í fyrstu hugsað sér, að verkið myndi auð-
sóttara en það reyndist, og sótti því aðeins um lítinn opinberan
styrk, sem hrökk til þess eins að komast úr hlaði. Samt gafst hann
ekki upp, en gerði sér vonir um að geta unnið verkið endurgjalds-
laust. Og þannig liðu árin, að enginn gerðist til að hreyfa þvi máli,
að rikið legði eitthvað af mörkum til þess að orðabókinni yrði sem
fyrst lokið, enda þótt skortur slíkrar bókar væri bagalegur. Gerð-
ist höf. nú samstarfsmaður dr. Sigfúsar Blöndal við hina stóru
íslenzk-dönsku orðabók og vann’ að því í 7 ár. Tafði það samningu
þýzku orðabókarinnar, en þó mun höf. telja, að starf þeirra ára
hafi fært sér kunnáttu og tækni, er þýzka orðabókin naut góðs af.
Sótti hann að nokkrum árum liðnum um styrk til þess að ljúka við
bókina, — en var synjað!
Loks flytur Jón í Stóradal ótilkvaddur þá tillögu á Alþingi,
að Jóni Ófeigssyni yrði veittur styrkur í tvö ár til orðabókargerð-
ar, og fékk sú tillaga byr. Mega allir, sem orðabókina kunna að
meta, taka undir þakkir höfundar til hins ötula þingmanns og þeirra,
er tillögunni fylgdu, því fyrir þeirra atbeina tókst að ljúka þessu
nauðsynjaverki.
Síðasta sprettinn unnu þeir dr. Max Keil og Einar Jónsson
mag. art. með Jóni Ófeigssyni við orðabókina, en þeir eru báðir
margfróðir menn um þýzka tungu og reyndir þýzkukennarar. Loks
hefir útgefandinn, Pétur Halldórsson bóksali, ekki látið sinn hlut
eftir liggja, að vanda allan hinn ytra frágang bókarinnar.
Það er ekki tilgangurinn með þessum línum að leggja nokkurn
dóm á orðabókina frá fræðilegu sjónarmiði, enda ekki á valdi þess,
er þær ritar En öllum, sem notið hafa kennslu Jóns Ófeigssonar og
kynnzt hafa vandvirkni hans, lærdómi og dugnaði, er hann sjálfui
næg trygging fyrir því, að verkið sé vel af hendi leyst.
Orðabókin er fyrst og fremst miðuð við þarfir íslenzks náms-
fólks og íslenzkra verzlunarmanna. Þjóðverjar telja tungu sína eig'a
yfir að minnsta kosti 300.000 orðum að ráða (sbr. t. d. Dr. M. Stoll-
Neue Sprachlehre, Munchen 1933, bls. 196). Það getur því alltaf
leikið nokkur vafi á því, hvaða orð skuli tekin með og hver ekki 1
bók, er rúmar um 60 þús. orð. Hið daglega talmál alls almennings í
þýzkumælandi löndum er einhver mállýzkan, sem allar eru fi'a"
brugðnar bók- og menntamannamálinu, háþýzkunni. En ýmsum rit-
höfundum hættir þó til vísvitandi eða óafvitandi að villast til mál-
lýzkunnar öðru hvoi’u eftir orðum eða orðatiltækjum. Mun oft ui
vöndu að ráða fyrir höfunda smærri orðabókar um það, hvað taka.