Skírnir - 01.01.1936, Page 236
234
Ritfregnir.
[Skírnir
sumstaðar að minnsta kosti, umburðarlyndari gagnvart erlendu
orðunum en ríkisþjóðirnar (sbr. t. d. Radio Wien, en aftur á móti
Reichssender Köln eða der deutsche Rundfunlc). Þess vegna má
það verða þakksamlega þegið af okkur, að talsvert erlendra orða
hefir verið tekið með í orðabókina. En um leið gefst okkur færi á
að kynnast þeim alþýzku orðum, sem málhreinsunarmenn vilja að
komi í þeirra stað, því þau orð eru sýnd í svigum aftan við erlendu
orðin. Verður því ekki annað sagt, en orðabókin leysi vandamál er-
lendu orðanna á hentugan og æskilegan hátt.
Jón Ófeigsson hefir gert sér mikið far um að þýða þýzk
orðasambönd og talshætti með tilsvarandi orðasamböndum íslenzk-
um. Hefir bókin mikinn fróðleik að geyma um þau efni. Þeim, sem
eitthvað fást við þýðingar úr þýzku, er þar mikill greiði gerður,
því oft eru það einmitt orðasamböndin og talshættirnir, sem reyn-
ast mönnum örðugastir viðfangs. Einnig munu verða mjög vinsælar
þær upplýsingar um beygingu orða, sem gefnar eru í bókinni með
merkjum og skammstöfunum, t. d. nafnorðabeygingar, fast- og laust-
samsettar sagnir o. fl.
Við samningu þessarar orðabókar að viðbættu sjö ára starfi
við orðabók dr. Sigfúsar Blöndal hefir Jón Ófeigsson aflað sér meiri
reynslu í orðabókargerð en nokkur annar maður hér á landi. Þessi
reynsla er dýrmætari en svo, að þjóðin megi láta hana ónotaða, þav
sem enn bíða óunnin orðabókarstörf á ýmsum sviðum, þar sem
þekking og reynsla Jóns Ófeigssonar gæti komið í góðar þarfh'-
íslenzk-þýzk orðabók þyrfti sem fyrst að verða til, svo eitt dæmi se
nefnt. Og ekki getur það til lengdar talizt vansalaust, að engin
stór, vísindaleg orðabók skuli vera til yfir íslenzkt mál. Á það hefn'
verið bent, að nú væri réttast að fela Jóni Ófeigssyni stjórn slíks
verks, og veita honum aðstöðu til að geta unnið að því óskiptui', og
nægilega aðstoð (dr. Alexander Jóhannesson, Eimreiðin 1935). Væri
vel, ef sú uppástunga yrði sem fyrst tekin til greina.
Knútur Arngrímsson.
Bjarni Thorarensen: Ljóímæli. Jón Helgason bjó til prent-
unar. I—II. Ilið íslenzka fræðafélag. Kaupmannahöfn MCMXXXV.
Ljóðmæli Bjarna Thorarensens hafa tvisvar verið gefin út
áður, árið 1847 og árið 1884 með mynd og æfiágripi. En þessi út-
gáfa, sem hér um ræðir, tekur hinum fram, að miklum mun, að
vísindalegri nákvæmni og fyllingu. Annazt hana hefir Jón prófess-
or Helgason í Kaupmannahöfn, af sinni alkunnu vandvirkni og
lærdómi, samið ítarlegt æfiágrip Bjarna framan við fyrra bindið,
sem hefir að öðru leyti inni að halda kvæði Bjarna (nema stök-
ur og kviðlinga, mest háð eða skammir, sem sett er aftan til í síð'
ara bindið). Meginhluti síðara bindis (fyrir utan kviðlingana) eru