Skírnir - 01.01.1936, Qupperneq 237
Skírnir]
Ritfregnir.
235
nákvæmar athugasemdir og upplýsingar um kvæðin og geymd
þeirra. Fyrra bindinu fylgir mynd af Bjarna, en hinu síðara mynd
af Möðruvöllum í Hörgárdal 1836, þegar hann bjó þar. Allur frá-
gangur bókarinnar er prýðilegur.
Bjarni Thorarensen skipar svo veglegan sess í bókmenntum
Islendinga, að hin mesta nauðsyn var á því, að fá áreiðanlega og
vandaða útgáfu kvæða hans, slíka sem þessi er. Hefi eg ekki orð-
ið neins var í útgáfunni, sem eg vildi verulega óska að væri á aðra
leið, nema ef nefna skyldi réttritun og greinarmerkjasetningu á
stöku stað. En ekki nenni eg að fara í neinn sparðatíning hér,
enda finnst mér það ekki eiga við, heldur vil eg þakka útgefanda
hans mikla og sjálfsagt oft tafsama og erfiða starf við útgáfu
tessa, sem hann hefir leyst af hendi með mestu prýði, enda á hún
vafalaust eftir að verða höfuðuppspretta fróðleiks um Bjarna
Thorarensen og kvæði hans um langan aldur.
Jakob Jóh. Smári.
Kristmann Guðmundsson: Börn jarðar. Skáldsaga. Ólafur
Erlingsson. Reykjavik MCMXXXV.
Kristmann Guðmundsson skáld er nú fluttur heim til íslands
°g ætlar framvegis að gefa bækur sínar út samtímis á norsku og
íslenzku. Er það gleðilegt, að vér landar hans fáum að njóta skáld-
skapar hans jafnskjótt og aðrar þjóðir. En Kristmann er nú orð-
mn þekktur um öll Norðurlönd og enda miklu víðar. Er það og að
maklegleikum, því að í verkum hans búa skáldskapartöfrar, sem
Wjóta að hrífa hvern listelskan mann. Hann lýsir aðallega ástinni
I hennar ýmsu myndum, og tekst.það oftast vel, en í næstsíðustu
bók sinni, Björtum nóttum, beindi hann sjón sinni enn lengra, inn
á svið eilífðarþrárinnar, sem dylst á bak við alla jarðneska ást og
löngun, og uppgötvaði þar nýja heima. í síðustu bókinni, sem heit-
ir Börn jarðar, snýr hann aftur á fyrri slóðir og einskorðar sig við
lýsa sveitalífinu og mannlegum örlögum þar, en þau eru oft
Örðug 0g dapurleg. Hann sýnir okkur, að þrátt fyrir alla okkar há-
fleygu drauma erum við þó, þegar allt kemur til alls, „börn jarð-
ar“. þótt við séum ekki aðeins börn jarðar, heldur og börn „him-
msins“, svo að notað sé fornheilagt orðatiltæki, en hins síðarnefnda
Sætir lítt í þessari bók. Þar er lýst baráttu einyrkjahjóna við fá-
tækt og vandræði og því, hversu ólíkt þau talca örlögunum, en það
stendur sennilega í sambandi við ólíkt ætterni þeirra, — hún djörf
°g stolt stórbóndadóttir, heimtufrek við tilveruna og vill ekki lúta
að smámunum, — en hann kotungurinn, vinnusamur og nægju-
samur, seigur og sterkur, sem vill taka við því af gæðum lífsins,
Sem fæst, en kann þó að þola allt, jafnvel skort á brýnustu nauð-
synjum. Og þrátt fyrir seiglu og þrek Þorgils er það þó vonin um