Skírnir - 01.01.1936, Síða 238
236
Ritfregnir.
[Skírnir
nýja og fegurri framtíð fyrir stórbóndaættina, sem heldur velli
að lokum, þar sem Valborg horfir fram á veginn með Gunnar,
sonarson sinn, í fanginu. Og ferill hennar bendir okkur á, að þrá-
in, vonin, hugsjónin á mikið verk að vinna í lífinu og getur rutt
björgum úr vegi.
Inn í þennan ramma er svo ofið ástum og ógnum, sem gera
söguna e. t. v. dálítið ótrúlega, en einnig skemmtilega og „spenn-
andi“. Kaflarnir um mót Sigmundar og stúlkunnar við lækinn og
um ástir hans og Kolbrúnar eru meðal fegurstu ástalýsinga í ís-
lenzkum nútíðarbókmenntum. Og reik Þóru vitstola kringum ba;-
inn í Holtakoti er svo óhugnanlegt, að manni hrýs hugur við að
hugsa um þau dimmu og óþekktu öfl, sem þar eru að verki.
Jakob Jóh. Smári.
íslenzkar þjóðsögur. Safnað hefir Ólafur Davíðsson. I. bindi.
Akureyri. Útgefandi Þorsteinn M. Jónsson. MCMXXXV.
Geysilegur fjöldi hefir nú á síðustu árum komið út af alls-
konar þjóðsögum, og er í sjálfu sér ekki nema gott um það að
segja. Þjóðsagnasöfn verða jafnan merkilegar heimildir um lífs-
skoðun og trú alþýðu og sitthvað fleira, og auk þess geta þjóð-
sögur haft bókmenntalegt gildi. Meðal beztu þjóðsagnasafnenda
var Ólafur heitinn Daviðsson, og er ástæða til að fagna því, að hið
mikla þjóðsagnasafn hans skuli nú vera byrjað að koma út i heild.
Aður hafa komið út nokkrar sögur úr safninu, „íslenzkar þjóðsög-
ur“ (Rvík 1895 og 2. útg. Rvík 1899), auk þeirra, sem prentaðar
voru í ,,Huld“. Þetta bindi er stórt (384 bls.) og frágangur allur
hinn prýðilegasti, en búizt er við, að bindin verði fjögur alls, um
það er lýkur. — Það er veruleguf fengur í þessari útgáfu.
Jónas yfirlæknir Rafnar hefir yfirfarið handritið til prent-
unar og samið nafnatal og önnur registur.
Jakob Jóh. Smári.
Stockholms-Rella av Hannes Finnsson. Utgiven av Al’VÍd Hj-
Uggla. Biografisk skiss av Jón Helgason. Pa svenska 1935 av Sam-
fundet Sverige—Island. Lars Hökerbergs förlag.
Árið 1772 fór Hannes Finnsson (síðar biskup) til Stokk-
hólms, ásamt dönskum manni, til rannsókna i skjalasöfnum Svia-
Dagbók hans (frá 6. júlí til 13. sept.) eða ferðasaga nefnist Stokk-
hólms-rella og var gefin út (íslenzki textinn) eftir frumriti höf-
undar í Andvara 1934 af dr. Páli Eggert Ólasyni. Hér birtist hún
á sænsku ásamt athugasemdum og skýringum eftir útgefanda og
æfiágripi Hannesar eftir dr. Jón biskup Helgason. Bókinni fylgía
nokkrar myndir og tvær ljósprentaðar blaðsíður af eiginhandar-
riti höfundarins.