Skírnir - 01.01.1936, Side 240
238
Ritfregnir.
[Skírnir
uppi og horfir út í himinblámann og dreymir heim. Síðan koma
sögurnar, sjö að tölu. Þar er leikið á lipra strengi, með alvöru og
glettni, en ekki verður efni þeirra rakið hér Stíllinn er látlaus og
léttur, hugsunin hrein og tær, og allur blærinn yfir sögunum seiðir
hugann með blíðum töfrum. Hér er skáld á ferðinni.
Jakob Jóh. Smári.
Halldór ICiljan Laxness: Sjálfstætt fólk. Hetjusaga. I—II-
Rvík 1934—35.
Það er auðvelt að hneykslast á skáldinu Halldóri K. Laxness.
Það má finna að andanum í bókum hans, t. d. þeirri, sem hér um
ræðir, — það er auðvelt að geðjast illa að kuldanum, nepjunni, kald-
hæðninni, sem oft og‘ einatt andar úr þeim á móti lesandanum. Það
má finna að stílnum, þessum fáránlegu, efninu óviðkomandi útúr-
dúrum og athugasemdum, sem hann leyfir sér stundum, og hinum
liðamótalausu setningum, sem oft og einatt hrjóta úr penna hans.
Það má jafnvel finna að málfarinu, t. d. ýmsum kringilyrðum og
mállýzkuorðum, sem tínd eru upp héðan og þaðan og hrært saman
í, eina bendu. En þrátt fyrir alla bessa ágalla, — sem hafa einnig
aðra hlið og eru að sumu leyti kostir, — gnæfir H. K. L. yfir alla
yngri skáldsagnahöfunda islenzka, gnæfir yfir þá að víðfeðmi
skilningsins og samúðarinnar, að töfrum stilsins, þegar honum
tekst upp, og að krafti og auðlegð málfarsins. Og maður finnur,
að þessi haga list er samkvæm lífinu, „true to life“, eins og einn
enskur bókmenntamaður komst að orði um Sölku-Völku.
„Sjálfstætt fólk“ er sannkölluð hetjusaga, -— hetjusaga ÍS'
lenzka einyrkjans á heiðarbýlinu, sem berst gegn harðýðgi náttúr-
unnar og aðstæðnanna, eins og forfeður hans hafa gert öld fram
af öld. Bjartur í Sumarhúsum er harður og ruddalegur, að minnsta
kosti hið ytra, — hann er algerlega ómenntaður ó Evrópu-vísu og
yrkir sér til afþreyingar edduborið hnoð, en hann er lieimspekingur
í aðra röndina, og þó að sauðkindar-heimspeki hans hreyki sér ekki
hátt, þá hefir hún orðið islenzkum einyrkjum notadrjúg um aldirn-
ar, i baráttunni við hverskyns hörmungar. Bjartur stendur i sög-
unni eins og blágrýtisklettur, eins og minnismerki aldar, sem er að
hverfa, — eins og tákn kynslóðar, sem er að fai-a veg allrar ver-
aldar, tákn heiðabóndans íslenzka og lífsstríðs hans um aldirnar.
Hann skagar upp i loftið, tröllslegur, „tæplega mennskur“ (eins og
Walt Whitmann segir um svertingjakerlinguna), eins og steinvarði.
Og þó er hann þrátt fyrir allt svo undra-mannlegur.
En þetta er ekki eingöngu saga um fortíð, sem er að hverfa,
heldur einnig saga um nútíðina, ekki aðeins um nútíðar-atburði og
aðstæður á vissu tímabili, heldur og um hin eilífu viðhorf kveneðl-
isins, æskunnar og barnshugarins gagnvart lífinu og fyrirbærum