Skírnir - 01.01.1936, Blaðsíða 241
Skírnir]
Ritfregnir.
239
bess. Og í lýsingunni á Ástu Sóllilju sem ungri mey og drengjunum
sem börnum, hefir höf. tekizt verulega upp. Þær lýsingar eru ógleym-
anlegar. Ásta Sóllilja í Jónsmessunætur-dögginni eða á leiðinni í
kaupstaðinn og drengurinn á morgnana, meðan fólkið sefur, eða á
tali við móður sína, — bað eru sígildar myndir. Annars er mesti
fjöldi annarra persóna i sögunni, og hver um sig er auðkennd á
s>nn sérstaka hátt fyrir næmum sjónum skáldsins. Presturinn, upp-
Sefinn á fásinninu og andleysi og sauðarhyggju sóknarbarnanna, —
hreppstjórafrúin, skáldkonan með köldu augun og „ást“ sína á
sinábændalífinu, — Ingólfur Arnarson Jónsson, sonur hennar, í
uPphefð sinni og mikilleik, — bændurnir, með sitt stöðuga tal um
fénaðarhöld og veðráttufar, o. m. fl., — er ekki sem maður sjái
gjörvalla „sveitamenninguna“ ljóslifandi fyrir augum sér? Og þeg-
ar Bjartur, sjálfstæði maðurinn, skilur son sinn eftir á eyrinni til
t>ess að berjast með verkfallsmönnunum, — er þá ekki sem roði fyr-
ú' nýrri öld, þótt í rosa sé, — öld samtaka og samstarfs í stað útúr-
boruháttar og misskilins sjálfstæðis?
Það er ekki unnt, að gera slíkri bók hæfileg skil í stuttum rit-
dómi. Hún er víða snilldarleg. Og enginn skyldi láta „kulda“ höf.
fæla sig frá bókinni. „Framkoma" hans er kuldaleg, ef svo má að
°rði kveða, en hugur hans er heitur: af næmum skilningi og samúð.
f’essi bók mun lengi lifa. Hún er „epos“ heiðarbýlanna, — hetjusaga
íslenzks sveitalífs. Jakob Jóh. Smári.
Jakob Jóh. Smári: Handan storms og strauma. Kvæði. Reykja-
v>k 1936.
Það má vel vera að ýmsum þyki vanta bardagagný í þessa
bók, einkum þeim sem ætla nú að frelsa heiminn með því að draga
fjöður yfir manngildið og guðseðli mannsins og heimta það af
Bstamönnum, að þeir blási í pólitíska herlúðra og lcyndi haturseld
>»illi stjetta og þjóða. Jakob Jóh. Smári hefir smokkað fram af sér
Þessari skyldu. Ljóð hans eru öll mótuð af alvöru, vitsmunum og
skyggni göfugs manns, og þó að þau láti lítið yfir sér, þá er í þeim
a»narlegur og dulrænn seiður, sem hrífur lesandann, þung undir-
alda og tregahljómur,, jafnframt frábærri málaralist, sem einkenn-
u' bókina alla frá upphafi til enda. Hvar sem gripið er niður eru
jýsingar eins og þessar:
„Kóparnir móka á sólskinsheitum söndum“. — ,,Af lognsins
föfrum reykirnir hvarfla vegavillir“. — „Rótt þýtur kvöldsins kul
> háu grasi | og kliður blárra vatna um loftið fer“. — „Hátt uppi
fljúga svanir með annarlegu kvaki | i oddfylkingu fram eftir
heiðavatna til, | og það er eins og með sér þeir hálfan hugann
taki | í huldulöndin bak við hin gullnu sólskins-þil“.
Þessi sýnishorn eru sitt úr hverri átt, eins og þau bera með