Skírnir - 01.01.1936, Blaðsíða 242
240
Ritfregnir.
[Skírnir
sér. En þó að' höfundurinn sé elskur að náttúrunni og hafi glöggt
auga fyrir tign hennar og fjölbreytni, þá verður hún sjaldan aðal-
atriði í kvæðum hans, oftast nær líking eða smækkuð mynd af
þeirri fegurð, sem skáldið þráir og hefir hugboð um, að íelist
„handan hafs og fjalla“. En þar sem auðnin hefir grafið um sig
— sbr. „Eytt er nú þinna skóga skrúða-band“ — þá er það ekki
einungis dauðinn í náttúrunni, sem skáldið hefir fyrir augum,
heldur jafnframt hrakföll og ófarir mannsins. Öll ljóð Jakobs Jóh.
Smára eru andlegs eðlis, þótt flest þeirra séu um veraldleg efni.
Hið glæsilega kvæði um Bjöm Breiðvíkingakappa segir ekki frá
víkingnum, sem flæmdur er úr landi frá ást sinnil og óðali. Það er
saga æfintýramannsins, leitandans, sem leggur allt í sölur til þess
að öðlast vitneskju um það, sem er í fjarskanum hulið, en þó er
eilíflega bundinn uppruna sínum og átthögum.
„Björn kom ei aftur. — Farmenn sögðu frjett,
er fundu hann sem kóng í nýrri álfu;
og heim til Fróðár hetjan kveðju sendi,
því ástin gleymist ekki þótt menn lendi
við ókunnugra heima vararklett:
Hún vinnur bug á hafi og heli sjálfu“.
í fallegri sonnettu, Afturelding, er fólgin glögg skýring a
nafni bókarinnar. Morgunbrúnin verður í vitund skáldsins eins og
dyr inn í æðri veröld, en þaðan flæðir dagsbirtan yfir jörðina fra
hinni miklu uppsprettu ljós og lífs. í þessari líkingu kemur fram
hin fagra lífsskoðun höfundarins og bjargfasta trú á hið guðlega
vald, sem stendur á bak við tilveruna. Við lestur þessa ljóðs og
fleiri annara í bókinni, detta manni í hug orð Krists: „Mitt i'íki
er ekki af þessum heimi“. Það kemur að vísu fyrir, að höf. bresti
þolinmæðina og jafnvel trúna á hina guðlegu handleiðslu. Eldui
tregans, sem venjulega birtist lesandanum í formi og raddblæ Ijóð-
anna, blossar upp á stöku stað eins og í kvæðinu „Geymir þú, sól?
— Þar er eins og rigni yfir skáldið öllum hinum blóðugu voniausu
tárum mannkynsins og myrkur sársaukans loki fyrir því himm
og jörðu.
„Er eini veruleikinn synd og sorgir?
Er sólbraut ástar nýrra kvala hlið, —
guðsriki draumujr barns og skýjaborgir,
sem blika dauðakuldans tekur við?“
Svo er um þessa bók, seni flestar aðrar ljóðabækur, að ekki ei
allt jafn vel kveðið. En ekki er það tilgangur minn með þessum
línum að tína það saman, sem sízt mætti telja. En meðal hinna góðu
kvæða, sem ekki er áður getið, vil eg einkum nefna „Minning'al ’