Skírnir - 01.01.1936, Qupperneq 244
242
Ritfregnir.
[Skírnir
gerist nánar tiltekið fyrstu tvö eða þrjú árin eftir að Karl II
kom til ríkis — líkist nokkuð sögu Hélo'ise, þó að meiri áherzla sé
hér lögð á sálarlífið. Átján ára gömul fellir Ragnheiður eldheita
ást til Daða kennara síns, sem var uppáhald biskupsins meðal
ungra manna á biskupssetrinu, er allir stunduðu nám. Ást Ragn-
heiðar til Daða kemur stórlátlega í ljós, er hún verður bess vísr
að Daði hefir fallið með vinnukonu. Meðan biskup er á yfirreið
sinni, fá bau að kenna á orðasveiminum, og er biskup kemur heim
aftur, verða tveir prestar til að bera honum sögurnar. Hann neyðir
elskendurna til að sverja sakleysi sitt opinberlega: þau neita ekki
aðeins sekt sinni, heldur ást. Mærin bætir stórmannlega fyrir það,
sem hún hefir gert, með því að gefa sig tafarlaust og í fyrsta t;inn
á vald Daða. Ástarunaður þeirra á sér skamman aldur. Daði er í
ástarvímu og kvelst jafnframt af samvizkubiti, vegna þeirra svika,
er hann verður að gerast sekur um, og býr sig undir vígslu skömmu
áður en Ragnheiður elur barn. Síðari helmingur sögunnar lýsir
því, hvernig hún býður jafnt siðum sem kirkjuvaldi byrgin, er
hún reynir að halda unnusta sínum og barni.
Saga viðburðanna eftir að Helgu frændkonu hennar — sem
er lýst af mikilli list og næmleik — tekst að skjóta skjólshúsi yfir
hana, þangað til barnið er fætt, ber vitni um óskeikult skyn-
bragð á þeim atriðum sjónleiks, er síður liggja í augum uppi-
Samtal þeirra Helgu og biskups, sem er hrjáður af alls konar and-
stæðum geðshræringum, er aðeins eitt af mörgum, gerðum af
merkilega skarpri hugarsýn. Elskendumir eru neydd til að taka
hátíðlega aflausn i dómkirkjunni, og eftir það eru þau aðskilin og
Ragnheiður, sem er svipt barni sínu, sættist að nafninu til við
foreldra sína. Lífsgleði hennar kemur óskiljanlega aftui' sem
snöggvast áður en hún veikist og á skammt eftir ólifað. Það er
fögur saga, sögð af fágætri list. Hin sögulegá baksýn er dregm
fimlega og af fjölhliða þekkingu, svo að vér að lokum höfum
fengið allmikla fræðslu um kirkjuagann, réttarfarið, vald Alþing-
is, verzlunarviðskiptin við Hollendinga, Þjóðverja og Englendinga,
og jafnframt um hið bezta í íslenzkum skáldskap.
Þýtt úr The Times Literary Supplement,
25. janúar 1936, af G. F.).