Skírnir - 01.01.1936, Síða 247
Skírnir]
Skjaldkirtillinn í íslendingum.
245
Þegar skjaldkirtlinum berst ekki nóg: joð, lítur út fyrir að hann
leitist við að vinna sem bezt úr því, sem honum berst, og að það verði
til þess, að kirtillinn stækkar.
í sumum löndum, sem liggja langt frá sjó, verða svo mikil
brögð að þessari stækkun á kirtlinum, að meiri hluti fólksins geng-
ur með áberandi gúla (struma) framan á hálsinum. Einkum ber á
bessu hjá konunum, sem hafa meiri joðþörf en karlmenn, því að á
meðgöngutímanum þarf konan að leggja fóstrinu til joð, og þarf
sennilega þar að auki meira joð en karlmaðurinn. Skjaldkirtillinn
yerður því til verulegra líkamslýta, þegar hann skagar fram á háls-
inum, því að hann getur orðið allt að barnshöfuðstór, og* stundum
kemur fyrir, að hann þrýstir svo að barkanum, að sjúklingurinn
kafnar.
1 Evrópu ber mest á skjaldkirtilsofvexti (struma) í Sviss, Suð-
Ur-E>ýzkalandi, Steiermark og Tyrol 1 Austurríki, Norður-Ítalíu og
Austur-Frakklandi. t»ar sem mest brögð eru að sjúkdómnum, eins
°S í Alpafjöllunum, ber meira og minna á svokölluðum ,,cretins“, en
svo eru kallaðir dvergvaxnir hálfvitar, sérkennilegir útlits, sem sjást
hvergj nema í struma-löndum og eru andlega og líkamlega vanskap-
a^ir, vegna algerlega ófullnægjandi starfsemi skjaldkirtilsins.
Saiiiaiiburður á skjsildkirtli ísleiidinga við aðrar Jijóðir.
Nákvæmar upplýsingar um skjaldkirtilinn er ekki hægt að fá,
uema með því að rannsaka hann í líkum. Lítið hefir verið gert að
krufningum hér á landi, fyr en nú á síðutsu árum, einkum eftir að
Landspítalinn tók til starfa. í sambandi við rannsóknir á banamein-
um tók ég eftir því, að skjaldkirtillinn var óvenjulítill hér, og til að
áreiðanlegar upplýsingar um það, hefi ég látið vega alla skjald-
kirtla síðastliðið ár.
Til samanburðar set ég hér meðalþunga skjaldkirtilsins í nokkr-
Urn löndum og niðurstöður okkar:
Land Höfundur
þýzkaland
ítalia
Sviss
Belgía
Frakkland
U. S. A.
Bngland
Japan
Island
(Vierordt, 1893)
(Crtli. Berlín, 1887)
(Weibgen, Bayern, 1891)
(Húck, Kiel & Rostock)
(Castaldi, Florenz)
(Rössle, Bern)
(Rössle, Basel)
(Thomas, Ghen
(Guiart, Letulle)
(Jaffé, Chicago)
karlar
(Turnbull, London) 20,5
(Horisawa) 17,5
14,9
Meðalþungi
skjaldkirtils
grömm
33,8
30-60
37.2
20-25
20-25
37-55
25-30
20-27
24-25
28
konur
19,4
15.3
11.3
meðalþungi
20,1
16,4
12,8
Eins og af samanburðinum sést, er skjaldkirtillinn minni hér
ey hjá nokkurri annari þjóð. Hingað til hefir hann hvergi fundist
eins lítill og í Japönum, og var talið, að kirtillinn væri svo lítill
vsgna þess, live smávaxin þjóðin væri, en sú röksemd getur ekki gilt
ler> því að íslendingar eru, samkv. mælingum Guðm. Hannessonar,
lneðal hávöxnustu Evrópuþjóða.
Hinsvegar gæti manni dottið í hug, að skjaldkirtillinn væri liér
of Utill, en ekki virðist bera á neinum einkennum, sem benda til þess.
f Erfitt er að segja, hvað sé „normal“ stærð á skjaldkirtlinum í
a Ior5num manni. Almennt hefir verið talið, að 20—25 gr. sé „nor-
/^‘‘“hyngd. Verið gæti þó, að þeir, sem svo stóran kirtil hafa, fái
^_íki fyniiega nægilegt joð. Hjá okkur aftur á móti, sem höfum
joðríka fæðu, vegna mikillar fiskneyzlu, gæti verið, að
hfOi]1-Ínn væri eðlilega stór og nær því, sem hann ætti að vera hjá
enn ')ri&ðri manneskju. Svo mikið er víst, að minna er um það hér
u . ^kbursstaðar á meginlandi Evrópu, að staðbundnar vaxtartrufl-
lr (blöðrur, hnútar o. s. frv.) sé í skjaldkirtlinum.