Skírnir - 01.01.1936, Qupperneq 248
246
Skjaldkirtillinn í íslendingum.
[Skírnir
ÆtSnkölkuii. Eftirtektarvert er það, að viö finnum hér minna
um æðakölkun við krufningar okkar, en dæmi eru til annarsstaðar.
Eg hefi fært rök að því, að þetta standi í nánu orsakasambandi við
stærð skjaldkirtilsins, nefnilega þannig-, að nægilegt joð í fæði okk-
ar sé undirstaðan undir góðri heilbrigði okkar hvað skjaldkirtil og
æðar snertir. Joð virðist nefnilega verka á móti æðakölkun, þannig,
að unt er að koma í veg fyrir hana í dýratilraunum, með því að gefa
nægilegt joð. Mér þykir því sennilegt, að orsökin til þess, hve æða-
kölkun er miklu sjaldséðari hér en annarsstaðar, sé sú, að enginn
joðskortur er í fæðu okkar.
Önnur álirif sk.jaldkirtilsins. Eg hefi þegar minnzt á það, hve
mikið er um hálfvita, ,,cretins“, í struma-löndunum. En svo er að sjá,
sem truflanir á skjaldkirtilsstarfseminni hafi áhrif á gáfnafarið, þótt
ekki séu eins mikil brögð að þeim eins og hjá þeim, sem fæðast
,,cretins“. Ýmsir lialda því nú fram, að rekja megi sljóvgun á gáfna-
farinu eftir ástandi skjaldkirtilsins, þannig, að almenningur sé yfir-
leitt treggáfaðri í struma-löndunum heldur en í hinum, sem ekkert
eða lítið hafa af sjúkdómnum að segja.
Englendingar hafa lengi sagt, að menn yrðu gáfaðri af að eta
fisk, og gæti það þá komið heim við þessa kenningu.
Síðastliðið vor dvaldi ég í miklu struma-landi (Baden), og varð
starsýnt á það, hve hörundið er óvenjulega gróft og dökkleitt hjá
konunum, og þær þessvegna miklu ófríðari en annarsstaðar í Þýzka-
landi. Kunnugt er, að skjaldkirtillinn hefir áhrif á hörundið, og þó
að ekki hafi enn fundizt sönnun þess, að nægilega joðrík næring
sé skilyrði fyrir litfríðri húð, enda erfitt að fá slíka sönnun, vegna
þess, að ekki er hægt að gera slíkar tilraunir á fólki, þá er ég per-
sónulega sannfærður um, að svo sé, og að það sé ein höfuðorsök
þess, hve íslenzkar konur eru óvenjulega litfríðar, svo að útlending-
ar, sem hingað koma, reka augun í það.
Fiskmarkaður okkar er og hefir verið undanfarið að mestu
leyti í Miðjarðarhafslöndunum, þar sem fátækasta fólkið kaupir
saltfisk vegna þess, hve ódýr hann er. í>að má segja, að eins og er
seljum við aðalframleiðslu okkar fátækasta fólkinu í fátækustu
löndunum. Hinsvegar er vitanlegt, að sumar beztu viðskiftaþjóðirnai*
í Evrópu, Sviss, Frakkland og Þýzkaland, líða af joðskorti og mundu
vera miklu betur farnar, ef fólkið neytti meira fiskmetis en það ger-
ir nú. í Sviss er joði blandað í saltið, til að bæta úr joðskortinum, og
liefir gefizt vel, en eðlilegast væri, ef fólkið fengi joðþörf sinni full-
nægt með fiskneyzlu og er ýmislegt, sem bendir til, að joðið notist
betur með því móti, og ekki hætt við, að menn fái þá of mikið joð.
Þetta er mál, sem skiftir þá, sem með fisksölu okkar fara,
nefnilega að gera allt, sem unt er, til að koma fiski okkar þar inn,
sem hans er virkilega þörf frá heilbrigðislegu sjónarmiði. Ganian
hefði verið, ef hægt hefði verið að gera tilraun í struma-landi, þann-
ig, að gefa fólkinu fisk í nokkur ár og sýna því, hvernig allir hálsa-
gúlar hyrfu, og hvernig stúlkurnar yrðu miklu fríðari en hinar, eeni
engan hefðu fengið. Stórkostlegri meðmæli gæti fiskurinn okkar ekki
fengið.
Á Spáni er eitt hérað afskaplega illa útleikið af strunia, íbú-
arnir bláfátækir, sljóir og niðursokknir í aumingjaskap. Á slíkuni
stað hefði verið tilvalið að gera slíka tilraun með því að láta nokk-
urn hluta íbúanna fá ókeypis fisk og atliuga svo muninn.
Eg stakk upp á því við einhvern mesta struma-fræðing, sein
nú er uppi, sem er prófessor í sjúkdómafræði í Bern, að gera slíku
tilraun í Sviss, því að þetta hefir aldrei verið gert. Hann ráðfserði
sig við stéttarbræður sína um þessa uppástungu, en þeir töldu hana
óframkvæmanlega, þótt hún myndi vafalaust verða mjög lærdóms-
rík. Hann sagði nefnilega, að það væri lítt mögulegt, ef ekki ómögu-
legt, að fá bændur til að eta fisk.
En þegar kvenþjóðin sannfærist um, að liún fríkki af fiskáti,
þá trúi ég, að ekki fiskist of mikið við ísland.