Skírnir - 01.01.1936, Side 249
Skýrslur og reikningar
Bókmenntafélagsins árið 1935.
Bókaútgáfa.
Árið 1935 gaf félagið út þessi rit, og fengu þau þeir félags-
menn, sem greiddu lögákveðið árstillag til félagsins, 10 kr.:
Skírnir, 109. árgangur ................ kr. 12,00
Safn til sögu íslands, VI., 4.......... — 2,20
Annálar 1400—1800, III., 3............. — 6,00
Samtals ...... kr. 20,20
Enn fremur gaf félagið út:
íslenzkt .fornbréfasafn, XIII., 3....... kr. 6,00
Var það sent áskriföndum, er greiddu fyrir það kr. 3. Sbr.
«nn fremur bókaskrá félagsins.
A'Salfundur 1936.
Árið 1936, miðvikudaginn 17. Júní, ld. 9 að kvöldi, var aðal-
fundur Bókmenntafélagsins haldinn í lestrarsal Landsbókasafns-
lns. Hafði fundurinn verið boðaður á venjulegan hátt. — í for-
föllum forseta félagsins, vegna afmælishátíðar háskólans, setti
Matthías Þórðarson, varaforseti félagsins, fundinn og stakk upp á
fundarstjóra, præp. hon. Kristni Danielssyni; var það samþykkt.
1. Þá tók varaforseti til máls og skýrði fyrst frá því, hverir
hefðu verið skráðir dánir af félagsmönnum síðan á síðasta aðal-
fundi, en þeir voru þessir 16:
Ásgeir Sigurðsson, stórkaupmaður, Reykjavik,
Axel Kock, prófessor, Lundi,
Davíð Sigtryggsson, Vökuvöllum hjá Akureyri,
Einar Helgason, garðyrkjufræðingur í Reykjavík,
Eyvindur Albertsson, Teigi í Fljótshlíð,
Grímur Sk. Thorarensen, Sigtúnum við Ölfussá,
Högni Þorsteinsson, Bessastöðum í Torfastaðahreppi,