Skírnir - 01.01.1936, Side 250
II
Skýrslur og reikningar.
[Skírnir
Jóhann Sigurðsson, bóndi á Núpum í Ölfusi,
John Gray, prestur, Edinborg,
Kristján Finnsson, bóndi á Núpi í Berunesshreppi,
Rasmus Björn Anderson, prófessor, Madison,
Richard Torfason, bankabókari, Reykjavík,
Sigfús Sigfússon, þjóðsagnafræðingur, Reykjavík,
Tryggvi Þórhallsson, bankastjóri, Reykjavík,
Þorleifur H. Bjarnason, yfirkennari, Reykjavik,
Þorsteinn Sigurgeirsson, verzlunarstjóri, Reykjavik.
Af þessum félagsmönnum voru 3 heiðursfélagar, Rasmus B.
Anderson, Axel Kock og Sigfús Sigfússon.
Fundarmenn stóðu upp í virðingarskyni við hina látnu 'lé-
lagsmenn.
Síðan á síðasta aðalfundi höfðu verið skráðir 42 nýir fé-
lagsmenn.
2. Því næst las varaforseti upp ársreikning félagsins og
efnahagsreikning, með nokkrum skýringum. Höfðu þeir verið end-
urskoðaðir, án þess að við þá væru gerðar athugasemdir. Eftir að
Bjarni Jónsson, fv. bankastjóri, hafði gert fyrirspurn viðvíkjandi
útistandandi skuldum, og varaforseti svarað henni, voru reikning-
arnir samþykktir af fundarmönnum.
Þá las varaforseti upp reikning sjóðs Margr. Lehmann-Filhés
og reikning afmælissjóðs félagsins. Höfðu þeir báðir verið endur-
skoðaðir, án athugasemda.
3. Því næst skýrði varaforseti frá úrslitum kosninga í stjórn
félagsins og las upp gjörðabók kjörnefndar frá 16. s. m. Kosningar
höfðu farið þannig, að forseti og varaforseti höfðu verið endur-
kosnir, og í fulltrúaráð höfðu verið kosnir til 6 ára þeir Matthías
Þórðarson, endurkosinn, og Þorsteinn hagstofustjóri Þorsteinsson,
í stað Magnúsar Helgasonar pi'ófessors, og til 4 áx-a Ólafur prófess-
or Lárusson, í stað drs. Hannesar Þorsteinssonar.
4. Varaforseti skýrði frá þvi, að Þoi'kell Þorkelsson beiddist
undan endurkosningu sem endurskoðandi; stakk varaforseti upp a>
að í hans stað yrði kosinn Bjarni Jónsson, fv. bankastjói’i. Voru
endurskoðendur kosnir með lófaklappi, þeir Brynjólfur Stefánsson,
endui'kosinn, og Bjai'ni Jónsson.
5. Þá skýrði vai'aforseti frá bókaútgáfu félagsins þetta ar.
Kemur út hefti af Skírni, Annálum og Fornbréfasafni. En auk
þess kemur út rit um Hannes biskup Finnsson eftir dr. Jón Helga-
son biskup.
Bjarni Jónsson, fv. bankastjóri, beindi því til stjórnar félags-
ins, hvort hún myndi ekki geta stutt að þvi, að útgáfa Annáls 19-
aldar eftir séi'a Pétur Guðmundsson þyi'fti ekki að hætta. Vara-
forseti kvað fjárhág félagsins svo þröngan, að það myndi ekki geta