1. maí - Reykjavík - 01.05.1937, Blaðsíða 9

1. maí - Reykjavík - 01.05.1937, Blaðsíða 9
5 1. MAÍ verklýðsfélög risu upp annars staðar í landinu. íslenzk alþýða stendur því í mikilli þakklætisskuld við brautryðjendurna, sem fyrir 40 árum hófu merki hennar með djörfung á loft. Margir þeirra eru nú fallnir í valinn, en nokkrir þeirra lifa ennþá, og fá nú litið yfir farinn veg, sjáandi með eigin augum hinn glæsilega ávöxt af starfsemi sinni. í dag fellir alþýðuhreyfingin fána sína við grafir hinna föllnu brautryðj- enda, vottandi þeim sitt dýpsta þakk- læti, og um leið og hún strengir þess heit, að halda merki þeirra hátt á lofti. Heill sé þeim brautryðjendum, sem ennþá eru á lífi; megi þeir finna það mikla þakklæti, sem öll alþýða Islands sendir þeim nú á þessum tímamótum verklýðshreyfingarinnar Alþýðan fann fljótt máttinn, sem bjó í samtökum hennar, þó hún í fyrst- unni hyggði eingöngu á bætt launa- kjör, var ekki langt að bíða, að hún var sér þess meðvitandi, að samtök hennar voru megnug til að hafa áhrif í fleiri efnum, sem snertu hag hennar, en því einu. Jafnaðarstefnan verður takmark verk- lýðshreyfingarinnar og stjórnmálabar- átta hennar hefst. Þorsteinn Erlingsson mun hafa fyrstur manna hér á landi kynnt verka- mönnum þá stjórnmálalegu umbóta- starfsemi, sem verklýðsfélögin erlend- is rækju samhliða launabaráttu sinni, eins og sjá má á fyrirlestri þeim, sem hann flutti í Dagsbrún og skrifum hans í Alþýðublaðinu gamla. En það er ekki við að búast, að verkalýðsfélögin hafi fyrstu árin tek- ið sem heild þátt í stjórnmálunum. Stéttarvitund verkalýðsins var rétt að vakna. Hann var að hætta að líta á fátæktina og eymdina sem „náðar- gjöf“ guðs, sem í eilífðinni breyttist í óendanlega sælu og fögnuð. Hann eygði í fjarslta framtíðarland sitt hér á jörðu, þar sem jöfnuður og friður ríkti. Skáldið og jafnaðarmaðurinn Þorst. Erlingsson gladdist líka yfir þessu: Hann kvað: ,,Þú manst að fátækt var af náð oss veitt af vorum drottni. Það er gömul saga. En guð og menn og allt er orðið breytt og öðruvísi, en var í gamla daga“. Það sem ennfremur dróg það á lang- inn, að verklýðshreyfingin gæfi sig sem heild að stjórnmálum, var það, að stjórnmálabaráttan í landinu snérist eingöngu um sjálfstæðismálið, en þeg- ar það var leist, hóf líka verkalýður- inn fyrir alvöru stjórnmálabaráttu sína fyrir alhliða umbótum á hag al- þýðunnar samhliða launabaráttunni. Hvað hefir þá áunnizt þessi 40 ár? Það mætti margt upp telja, sem á- unnizt hefir þessi 40 ár. Þeir gætu mest borið vitni um það verkamenn- irnir — brautryðjendurnir, sem fyrst- ir hófu baráttuna gegn því vonleysi, réttindaleysi og fátækt, sem þá þjáði verkalýðinn. Nú hafa verkamenn tryggt sér með hinu skipulögðu sam- tökum sínum viðunandi kaup og betri vinnuskilyrði. Með afskiptum sínum af stjórnmálabaráttunni hafa alþýðu- samtökin unnið stórsigra- Togaravöku- lögin, framfærslulögin, lögin um al- þýðutryggingar, lögin um verka-

x

1. maí - Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 1. maí - Reykjavík
https://timarit.is/publication/396

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.