1. maí - Reykjavík - 01.05.1937, Blaðsíða 18

1. maí - Reykjavík - 01.05.1937, Blaðsíða 18
1. MAI 14 Alþýðusambandið og aukning þess. Saj?a Alþýðusambandsins hefir enn ekki verið skrifuð og er það mikið mein, m. a. vegna þess, að með hverju ári, sem líður án þess það sé gert, verð- ur erfiðara að leysa það verk vel af hendi, þegar loks verður byrjað á því. Ótal atburðir frá fyrstu árunum hverfa í gleymskunnar sjá og hetjurn- ar úr fyrstu orustunum fara að týna tölunni. En með lítilli hreytingu má Segja um hina óskráðu sögu Alþýðu.sam- bandsins eins og ræðu prestsins á Mosfelli: ,,Ræðan hans var ekki rituð á blað, en rist inn í fáein hjörtu“. Saga þess er enn ekki rituð á blað, en hún er rist inn í hjörtu og hugi ótal manna og kvenna víðsvegar um land- ið. Og hún er meira. Saga sambands- ins hefir með hverju árinu greipst dýpra og dýpra inn í sögu allrar þjóð- arinnar. Mönnum og málefnum, sem sambandið nær til og hefir að ein- hverju leyti áhrif á, fjölgar að segja má daglega, sigrar þes.s verða sigrar okkar allra — allra vinnandi manna — ósigrar þess okkar eigin smán. Saga sambandsins er áhrifamikil og lærdómsrík. Hún er sagan um hina fáu og smáu, sem ekkert áttu, nema skilninginn á nauðsyn samtakanna og viljann og þorið til að leggja út í bar- dagann við ofureflið. Og leikurinn var ærið ójafn þá. Annars vegar at- vinnurekendastéttin með fjármagn landsins og blaðakost í höndunum, þröngsýn og íhaldssöm embættis- og menntamannastétt, sem halda vildi dauðahaldi í forréttindi Hín og ,.sinna“ manna, og hins vegar fámennur hóp- ur verkamanna, sjómanna, verka- kvenna og iðnaðarmanna, lægsta og lítilsvirtasta stétt þjóðfélagsins, sem allt í einu tók upp á þessu ólukkans brölti og það meira að segja í fullri óþökk flestra stéttarsystkina sinna. En hópurinn stækkar, það kemur víðsvegar að þetta nafnlausa, hvers- dagslega fólk, skipar sér í fylkinguna og tekur þátt í baráttunni, vonirnar vakna um mikil afrek og stóra sigra, sem hægt sé að vinna, það er líf, gró- andi og bjartsýni yfir hreyfingunni, þrátt fyrir alla mótstöðuna og and- stæðingana, hvert sem litið er. Og baráttan er hörð. Hópurinn, sem stendur innan Alþýðusambandsins, verður að berjast bæði út á við og inn á við. Hann barðist við atvinnurek- endavaldið og ósvífna blaðasnápa þess, beið stundum ósigur, en vann þó oftar sigur, — vann sér fótfestu fet fyrir fet, öðlaðist með góðu eða illu viðurkenningu þess, að samtökin væru til og fram hjá þeim yrði ekki gengið. Hann barðist inn á við við skilnings- leysi, tortryggni og það, sem verst var af öllu, við sundurlyndið í eigin her- búðum. Það er sá óvinur, sem hingað

x

1. maí - Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 1. maí - Reykjavík
https://timarit.is/publication/396

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.