1. maí - Reykjavík - 01.05.1937, Blaðsíða 10

1. maí - Reykjavík - 01.05.1937, Blaðsíða 10
1. MAÍ mannabústaði, hin nýja kjördæma- skipun og auk hinna ýmsu fram- kvæmda á atvinnusviðinu, síldarverk- smiðjur ríkisins og tilraunir fiskimála- nefndar með herðing fiskjar og karfa- vinnslu, sem Alþýðuflokkurinn hefir barizt fyrir, — þessar umbætur varða leiðina til fyrirheitna landsins, því að umbæturnar eru vörður á leiðinni til sósíalismans og valdatöku alþýðunnar. Það eru til menn, sem telja sig til verklýðshreyfingarinnar, sem vilja gera lítið úr því, sem alþýðusamtökin hafa áunnið. — Burt séð frá þeim erf- iðu tímum og sérstöku viðfangsefnum, sem nú eru óleist, eru allir alþýðu- menn og konur sammála um það, að samtök alþýðunnar hafi mikla bless- un og hamingju fært alþýðuheimilun- um á undanförnum árum, þó að oft hafi reynt á karlmennsku og manndáð alþýðunnar í þeirri harðvítugu bar- áttu, sem verklýðsfélögin hafa orðið að heyja fyrir þessum umbótum; ,,því munið að ekki var urðin sú greið til áfangans, þar sem við stöndum". Og án þeirrar baráttu, sem á undan er gengin, sem hver einasti alþýðu- sinni hlýtur að dásama og viðurkenna, værum við ekki færir um að leggja út í þá baráttu, sem fram undan er. Alþýðan á nú öflug allsherjarsamtök og markvissan stjórnmálaflokk. Verkalýðurinn stendur nú betur að vígi en nokkru sinni fyrr að leiða bar- áttu sína fyrir bættum kjörum til sig- ursælla lykta. Hann á öflug allsherj- arsamtök — Alþýðusamband Islands. ■í þeirri báráttu, sem nú er hafin af hálfu Alþýðuflokksins fyrir umbótuni 6 eða jafnvel mætti kalla byltingu 1 stórútgerðinni, sem er helzta leiðin til útrýmingar á atvinnuleysinu við sjáv- arsíðuna og alhliða viðreisnar atvinnu- veganna, stendur alþýðan sem einn maður á bak við. Og íhaldinu má ald- rei takast að ná völdunum aftur. Til þess er 40 ára barátta og fórnir ís- lenzkra verkamanna til að skapa sér samtök og viðunandi lífskjör of dýr- mætar. — Fasisminn, þ. e. valdataka íhaldsins, mun brotna á þeim crausta vai’narmúr, sem Alþýðusamband ís- lands er alþýðunni. 40 ára barátta alþýðuhreyfingar- innar í landinu sýnir, að hún stefnir til valda, og með engum löglegum ráðum er hægt að hindra hana á þeirri braut. Hún mun vinna sigur á þeim nýja áfanga, sem fram undan er, ef þú, ís- lenzki verkamaður og verkakona ger- ið skyldur ykkar og treystið samtök ykkar. Með því haldið þið merki brautryðj- endanna hátt á lofti. S. H. M.

x

1. maí - Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 1. maí - Reykjavík
https://timarit.is/publication/396

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.