1. maí - Reykjavík - 01.05.1937, Blaðsíða 15

1. maí - Reykjavík - 01.05.1937, Blaðsíða 15
11 1. MAl næsta augnabliki, lágu þr jú börn dauð á götunni og stór hópur meira og minna limlestur. Þessir litlu vesaling- ar voru allir á að gizka f jögra til fimm ára gamlir. Brennandi hús hrundu og brotunum rigndi niður yfir íolkið, sem lá á göt- unni, og þá, sem voru að reyna að hjálpa því. Eg fullyrði, að loftárásin var, vísvit- andi morð á varnarlausu fólki; og eg tek það fram, að eg álít ákaflega þýð- ingarmikið, að fólk úti um heim fái að vita þetta, því að það gerir sér enn ekki nándar nærri ljóst, hve hroðaleg nú- iímastyrjöld er. Það er enginn munur lengur á her- manninum með vopn í hönd og á barn- inu á handlegg móðurinnar: Takmark- ið er, að drepa þau bæði!“ Dr. Bethune segir, að ástæðan tii þess að fólkið flýr þannig unnvörpum þær borgir, sem uppreisnarmenn nálg- ast, sé sú, að það sé almennt gert ráð fyrir því, að þeir taki af lífi alla karl- menn á aldrinum 16 til 60 ára, sem þeir aðeins ná að handsama. ,,Yið komum til Almeria þ. 9. febrú- ar“, segir hann. „Fyrstu flóttamenn- irnir frá Malaga voru þá einmitt að koma til borgarinnar og við fréttum fyrst hjá þeim, að Malaga væri fallin í hendur uppreisnarmanna. Þar sem við höfðum vagn til forráða og vorum á meðal þeirra fáu lækna, sem voru í borginni, ákváðum við að fara áleiðis til Malaga eins langt og við gætum til þess að hjálpa hinum særðu og sjúku á meðal flóttamann- anna. Því lengra sem við komumst, því þéttari varð flóttamannahópurinn. Við áætluðum, að hann myndi nema um 150,000 manns. Við mættum svo mörgu deyjandi fóiki á leiðinni, sérstaklega börnum, að við hættum við að halda áfram í áttina til Malaga og afréðum í stað þess að nota vagninn til að fjytja eitt- hvað af þeim særðu til Almeria. Undir eins og við snerum við, voru mörg hundruð manns búin að um- kringja vagninn og grátbáðu okkur að taka sig með. Við ákváðum að taka aðeins börn undir 10 ára aldri, og eg áætla, að í öllum flóttamannahópnum hafi tala þeirra verið að minnsta kosti 10000. Þau voru hryllilega á sig kom- in. — Vitandi það, að þau höfðu engin far- artælci önnur en íæturna, voru þau hálfsturluð af hræðslu við uppreisnar- mannaherinn, sem var á hælum þeirra. Það hafði verið skotið á þau frá sjón- um og sprengikúlum varpað á þau úr ioftinu í þrjá sólarhringa. Flest þeirra höfðu aðeins hálmskó á fótunum, en þeir voru fyrir löngu komnir i tætlur af ferðalaginu. Mörg voru búin að tapa mæðrum sínum og voru grátandi að leita þeirra; á öðrum stöðum kváðu við angistaróp mæðr- anna, sem voru að leita að börnunum. Það mátti jafnvel sjá mæður, sem höfðu fætt börn á flóttanum, liggjandi á jörðinni meðfram veginum, og tóku nú, eftir fárra klukkustunda hvíld, á síðustu kröftunum til þess að koma litlu öngunum undan. Allt f lóttaf ólkið var með stokk- bólgna fætur og blóðið lagaði úr því við hvert fótmál“.

x

1. maí - Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 1. maí - Reykjavík
https://timarit.is/publication/396

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.