Valsblaðið - 24.12.1960, Blaðsíða 8

Valsblaðið - 24.12.1960, Blaðsíða 8
4 VALSBLAÐIÐ legrar móttöku lijá þeim í Eyjum á þjóðhátíSinni. Skemmtifundir voru haldnir, við yfirleitt góða aðskón. Meðal skemmti- atriða þar skal sérstaklega getið kvik- mynda sent Sólmundur Jónsson hinn landskunni liandknattleiksmarkvörð- ur Vals liafði tekið og sýndi, frá starfsemi félagsins og m. a. langa kafla úr Færeyjarförinni. Var þetta hvort tveggja í senn stórfróðleg mynd og bráðskemmtileg, auk þess ntikla heimildargildis, sent slíkar mvndi hafa fyrir félagið. — Þá átti aðalstjórnin f. h. deildarinnar í bréfaviðskiptum við útlönd á árinu, nteð tilliti til heimsóknar erlendis frá á næsta starfsári, afmælisárinu. Þar hefir verið rædd handknattleiks- för til KFUM í Kaupmannahöfn, heimsókn færeyskra handknattleiks- manna og kvenna og síðast en ekki síst, heimsókn til deildarinnar, frá Svíþjóð, IK Heim í Gautaborg. 1 Norðurlandamótinu í handknatt- leik átti Valur tvo ágæta fulltrúa, Val Benediktsson sem dæmdi þar leiki og Sigríði Sigurðardóttir, sem lék í landsliði Islands. En Sigríður er nú í liópi færustu handknattleiks- kvenna landsins. Stjórn deildarinnar er þannig skip- uð nú: Þórður Þorkellsson formaður, Jón Kristjánsson varaformaður, Gylfi Hjálmarsson gjaldkeri, Aslaug Bene- diktsdóttir ritari, Sveinn Kristjánsson fjármálaritari. Varastjórn: Sigríður Sigurðardóttir Malla Magnúsdóttir, Sólmundur Jónsson. Jón Kristjánsson, sem kjörinn var fyrsti formaður deildarinnar, og lagði með mjög góðri forystustarfi örugg- an grundvöll að framtíðarstarfi deild- arinnar, baðst eindregið undan endur- kosningu í formannssætið. Frá Skíðadeildinni er fátt að segja, en hennar aðalfundur var 10. okt. s.l. Stjórn deildarinnar, en formaður hennar er Guðmundur Ingimundar- son, vann að ýmsum endurbótum og Jagfæringum á skálanum, en aðsókn að honum var fremur dræm, þar sem aðalskilyrði til skíðaferða voru lítt fyrir hendi, nefnilega snjórinn. Stjórn deildarinnar skipa þeir: Guðmundur Ingimundarson forniað- ur, Guðmundur Guðjónsson, Stefán Hallgrímsson, Jón Guðmundsson og Karl Jónsson. Störf deildanna, þetta fyrsta starfs- ár þeirra, liefir verið gott og gefur fyrirheit, um að með þeirri skipu- lagsbreytingu, sem gerð var innan félagsins á s. 1. ári hafi verið stigið rétt spor í málefnum þess, með þeirri dreifingu starfsins í heild, á fleiri hendur en áður var með skipun þess í deildir með stjórn (fimm manna hver deild) með óskorað vahl um málefni deildanna, innan þess ramma, sem lög félagsins Iiveða á um. Meðal nefnda þeirra, sem skýrðu frá störfum sínum, voru: íþrótta- húsnefnd, formaður Úlfar Þórðarson læknir. Verkefni nefndarinnar, liefir verið ærið undanfarin ár, þar sem um byggingu hins mikla íþróttahúss liefir verið að ræða og síðan að ann- ast urn rekstur þess og viðhald, enn- fremur að þoka áfram þeirri við- byggingu, sem hafin er fyrir nokkru, fyrir gevmslu áhalda og væntanlegt gufubað. Á s. 1. sumri var íþrótta- húsið allt múrhúðað utan og síðan málað. I þessari viðbyggingu, sem nú er í smíðum er hugsaður samastaður fyrir skrifstofu félagsins, fyrst um sinn. En liana vantar tilfinnanlega og hefir vantað um árabil. Valla- og ræktunarnefnd, en for- mensku í lienni skipar nú Bjarni Bjarnason, er kom í stað Braga Kristjánssonar, sem vegna anna lét af því starfi á miðju sumri. Nefndin hefir séð um vellina og hefir unnið að því að fá gengið endanlega frá skipulagi svæðisins. I sumar vann þar unglingaflokkur frá bænum að ýmsurn framkvæmdum undir stjórn Haraldar Steinþórssonar, kennara. Þegar skýrslan var gefin var frarn- ræksla svæðisins liafin. Húsnefnd undir forystu Grímars Jónssonar, sá um félagsheimilið, svo sem verið hefir undanfarin ár. — Félagsheimilið var mikið notað af flokkum félagsins til fundar- og skemmtanahalds. Nefndin lagði í mikinn kostnað við ýmiskonar lag- færingar á heimilinu. Fyrirhugaðar Þálttakendur í lirað- keppnismóti í hand- knattleik í tilefni heimsóknar Týs frá Vestmannaeyjum. Myndin er tekin inni í íþróttaliúsi Vals. I

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.