Valsblaðið - 24.12.1960, Blaðsíða 29

Valsblaðið - 24.12.1960, Blaðsíða 29
VALSBLAÐIÐ 25 Kriud Lundberg: Eftirmíiinilegur signr Knud Lundberg hefur nú um 20 ára skeiS leikiS meS dajiska liSinu A.B. / leik sínum hefur hann veriS umdeildur maSur, vegna skoSanna sinna, sem hann hefur ótrauSur liald- iS fmm í rœSu og riti. Lundberg er lœknir aS menntun, en blaSamaSur aS atvinnu. — ÞaS sem hér birtist eftir hann eru glefsur tir greinarflokki, sem hann skrifaSi í vikublaSiS Familie Journal, seinni hluta ársins 1958. Þjóðverjar segja, að þeir séu upp- hafsmenn handknattleiksíþróttarinn- ar. Margar aðrar þjóðir halda fram því sama, þar á meðal Danir. I hand- knattleik utanhúss em Þjóðverjar forystuþjóð og fyrir heimstyrjöldina síðari voru yfirburðir þeirra í leikn- um innanhúss jafnmiklir. Eftir styrj- öldina töpuðu Þjóðverjar forystuað- stöðu sinni í handknattleik innan- liúss, en þeir eru þó enn meðal beztu handknattleiksþjóða og hafa verið framarlega í þeim heimsmeistara- keppnum, sem liáðar liafa verið að lokinni heimsstyrjöldinni síðari. Það kemur sjaldan fyrir, að þeir tapi landsleik með miklum mun, svo til aldrei með svo miklum mun sem í K.B.-höllinni gegn Dömnn árið 1956, er úrslit tirðu 33:20 fyrir Dani. Ég vil þegar í upphafi taka það fram að þeir báru sig vel eftir ósigur- inn. Það vom þeir sjálfir, sem vöktu athygli á því eftir leikinn, að þetta væri mesti ósigur Þýzkalands í þess- ari íþróttagrein til þessa. Og þeir léku ekki á neinn hátt ódrengilega, jafn- vel ekki þegar þeir sáu livert stefndi og þeir reyndu ekki að afsaka sig eftir leikinn. Þvert á móti. Margir þýzku blaðamannanna sögðu, að við hefðum getað skorað mun fleiri mörk en þessi 33, ef við hefðum ekki skipt um nokkra leikmenn síðustu 10 mínútur leiksins. En skiptistjórinn okkar Aksel Pedersen var nógu skvn- samur til að veita öllum nokkum lilut í ánægjunni, er hinn mikli sigur var tryggður. Það furðulega við jictta er, að þýzka liðið var golt. Þeir höfðu 2 dögum áður leikið gegn Svíum á heimavelli og staðið sig ágætlega tap- að með aðeins 23 gegn 21 og liöfum við Danir aldrei gert betur. En Þjóðverjarnir mættu jöfnu dönsku landsliði, sem fyrst og fremst lagði áherzlu á liröð og óvænt upp- hlaup. Þessu danska landsliði tókst að útfæra þessa sérstöku dönsku leik- aðferð svo vel að vart verður á betra kosið. Þessi leikaðferð á sér djúpar rætur í dönskum liandknattleik. Ajax lagði áherslu á liröð upphlaup í mörg ár, en þó nokkuð liægari en þekkist nú og mun liægari en við gerðum gegn Þjóð'verjum í þessum leik. Það voru tvö lið, sem um það hil samtímis tóku upp þessa leikaðferð, er sigurgöngu Ajaz lauk. Þessi lið voru AGF og HG. Ég veit ekki hvor var á undan, en ég veit líka, að Ár- hus KFUM var á sömu línu, ef til vill fyrr en hin tvö fyrrnefndu lið, því á ef til vill að kalla þetta Árósa- stílinn. Þessum liröðu upphlaupum lýkur þá venjulega með skoti frá markboganum, þar sem aftur á móti Ajax í gamla daga rak oftast enda- hnútinn á sín hröðu upplilaup með langskoti. I HG tókum við þessa leik- aðferð upp með nokkuð sérstæðum hætti. HG var fallið niður í 2. deild og nú þurfti að byggja upp nýtt lið. Við vorum þarna nokkrir eldri leik- menn, sem hváðumst vera reiðubún- ir til að veita þeim yngri nokkra keppni á æfingunum. Handknattleik- urinn er vanrækt íþrótt, sérstaklega þó í höfuðborginni Það er ótrúlegt að komið liafa fram handknattleiks- menn á heimsmælikvarða í Kaup- mannahöfn. Við liöfum nefnilega aldrei liaft nema einn æfingatíma á viku liverri í stórum sal. það hafði HG heldur ekki, þegar við féllum niður í 2. deild. Til að fá eins mikið og hægt var út úr þessum eina tíma þá mættum við „öldungarnir“ á hverjum föstudegi frá kl. 9—10 e.h. og veittum hinum ungu keppni. Það er augljóst, að 60 mín. æfing viku- lega fvrir um það bil 20 leikmemi úr 1. og 2. liði, getur ekki skapað grund- völl fyrir raunverulegri þjálfun í íþróttalegum skilningi. Það verða um 40 mín. fyrir livern leikmann og eðlilega enginn tími til neinnar sér- þjálfunar .Til þess að nýta tímann sem bezt, þá „stilltum við upp“ tveimur sterkustu liðunum, sem við höfðum og keyrðum síðan áfram í 30 eða 40 mín. eins liratt og mögu- legt var. Við liinir gömlu gátum veitt talsverða mótstöðu. Ove Nielsen, Erik Vilbek og ég vorum talsvert á fertugs aldri. Egon Rasmussen var næstum því eins gamall, en tillieyrði þó liinum ungu, sem með Halskov, Marott og Mogens Nielsen í sókninni og Knud Sörensen í marki voru alls ekki slak- ir. Þó að enginn þeirra liefði ennþá verið í landsliði, þá voru hæfileik- arnir fyrir hendi. Við þurftum bara að þroska þá og það gerðum við á æfingunum. Við gerðum allt sem við gátum til að þræla þeim út á þessum 40 mínútum. Og okkur Jiótti gaman að berjast. Árangurinn varð sá, að HG tók upp algjörlega nýja leik- aðferð. Endirinn varð einnig sá, að Vilbek og ég lékum í 1. liðinu í kappleikjunum á sunnudögum. Þann- ig vorum við Vilbek með alla leiðina,

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.