Valsblaðið - 24.12.1960, Blaðsíða 28

Valsblaðið - 24.12.1960, Blaðsíða 28
24 VALSBLAÐIÐ Það er ekki algengt að menn komi og biðjist inngöngu í knattspymu- félag, til þess eins að taka á sig störf, eða réttara sagt taka á sig svo og svo mikið af striti því sem þarf að framkvæma, til þess að félagið geti lifað og dafnað, án þess að bafa not- ið einhvers. Það er algengt að menn fá fyrst að reyna leikinn, skemmtun- ina sem hann veitir, og æfingarnar, fái að njóta einhvers sem almennt er kallað skemmtun, sem h'ka getur verið í utanferðum, og öðrum slíku lokkandi sem í er kringum leikinn og það sem Iians er. Við athugun kemur ‘líka í ljós að það eru raunar sárafáir, sem nenna að taka á sig strit þótt þeir hafi notið alls þess skemmti- lega sem leikurinn —- knattspyrnan — hefur upp á að bjóða. Þeir liverfa Argentína — Túnis 2:1 Danmörk — Túnis 3:1 Argentína — Pólland 2:0 Hópur 4 Frakkland — Perú 2:1 Ungverjaland — Indland 2:1 Frakkland — Indland 1:1 Ungverjaland — Perú 6:2 Ungverjaland — Frakkland 7:0 Perú — Indland 3:1 I undanúrslitum léku Júgóslavar og ítalir 1:1 eftir framlengingn. Varpað var hlutkesti og kom hlutur Júgó- slavíu upp, sem fóru í úrslit. Danmörk og Ungverjaland 2:0 tírslit: Júgóslavía ■— Danmörk 3:1. Júgóslavar léku með 10 manns í 55 mínútur. Leikmaður rekin úlaf vegna mótmæla við dómara. -— í náð — þegar þeir eru hættir að þiggja. Andres Bergmann er dæmi um það óvenjulega. Hann kemst aldrei á æskuárum sínum í kynni við knatt- spyrnuleikinn fyrir atbeina Vals. Á þeim árum veit hann rétt að Valur er til. A þeirn árum slítur hann skóm sínum á Eyrarbakka, og leik- völlur hans er sendin og skerjótt fjar- an þar sem úfið og ólgandi hafið ógnar af og til. Það var h'ka skemmti- legt. Knattspyrnan var þó ekki alveg óþekkt fyrirbæri þar austurfrá um það leiti, því þar tók Andrés þátt í þeim eina knattspyrnukappleik, sem hann liefur keppt í. Það var á sjálfan þjóðhátíðardaginn 17. júní 1922, og stóð baráttan rnilli Eyrarbakka og Stokkseyrar. Skoruðu hvorir á aðra og skyldi ekkert til spara. Æft var af kappi um skeið og er til keppninnar kom mátti ekki á milli sjá, og lauk leiknum með jafntefli 1:1. Fjöldi á- horfenda hafði komið til leiksins og var metnaður á báða bóga. En það mun fyrsti og síðasti kappleikur milli staðanna og sömuleiðis fyrir Berg- mann! Til Reykjavíkur fhittist Bergmann 1927 og tók hann þegar að stunda kappleiki, og varð „fastur“ gestur á öllum leikjum. Hann hefur ein- hverntíma sagt að það hafi fljótt komist í hug sinn að Valur væri aðgengilegastur til þess að blanda geði við. Það mun liafa verið 1933 sem hann gerist félagi í Val og liefur síðan komið ótrúlega mikið við sögu þar. Þegar á fyrstu árunum var hann kjörinn í stjórn félagsins, og átti liann sæti í henni lengi. Þegar lireif- ing kom á skíðamál Vals varð liann sjálfkjörinn einn af aðahnönnum þar og formaður skíðanefndarinnar í uni 10 ár. Hann var ef svo mætti segja ,,yfirsmiðtir“ skíðaskála Vals, og teiknaði liann, og var starfsemi skál- ans til mikillar fyrirmyndar undir stjórn hans. Hann hefur verið mjög virkur í sambandi við liinar rniklu framkvæmdir á Hlíðarenda og í þeirri nefnd í fjölda mörg ár, sem þar hefir liaft forystu. Og fáir munu þar oftar sjást í vinnufötum og að verki, en hann. Bergmann er raunsær og glöggur í liverju því máli, sem hann ræðir um og það er mála sannast að honum er ekkert óviðkomandi, er að fram- gangi Vals lýtur. Hann er glaður og reifur í lund og er gæddur miklum félagsþroska. Hann hefur óbilandi trú á því, að íþróttir og félagsstarf í sambandi við þær sé æskumönnum lioll tóm- stundaiðja. Þó allvel sé gengið á sjöunda tug- inn, liafa árin ekki megnað að drepa starfsorku lians og elju, enda hafa athafnir lians og störf einkennst af því alla tíð. Bergmann liefur um 9 ára skeið verið fulltrúi Vals í IBR og þetta tímabil hefur liann einnig setið í framkvæmdastjórn Bandalagsins, og sýnir það m. a. þá tiltrú, sem liann nýtur útá við. Andrés er kvæntur Guðmundu Guð- mundsdóltir, hinni ágætustu konu, og liafa þau átt 4 börn, sem öll eru gift. Þess má geta að Karl sonur Andrésar lék lengi í kappliði Fram. F. H. Ég skal koma í þinn staö. Það skcði í leik í dönsku keppninni (1. deild) að tveir leikmenn skullu saman, og meiddi annar sig á fæti, en hinn fékk sár á munninn. Eftir leikinu liitlust þeir og voru sam- mála um að þelta hefði verið óviljandi. Maðurinn með munnsárið sagði að lok- mn: Það er verst með mig, hvað heldtir þú að konan mín segi? Hinn svarar: Símaðu til mín góði, þá skul ég koma í þinn stað!

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.