Valsblaðið - 24.12.1960, Blaðsíða 15

Valsblaðið - 24.12.1960, Blaðsíða 15
VALSBLAÐIÐ 11 Aladdin knattspyrnunnar Haraldur Nielsen, unglingurinn frá FriSrikshöfn er vinsœlasti knatt- spxrnumaSur Dana nú. Danir eru ein af öndvegisþjóðum heimsins á knattspymusviðinu. Telja má knattspyrnuna til þjóðaríþrótta þeirra. Og hún liefir verið stunduð af áhugamennsku, en ekki með á- batavon fyrir augum. 1 síðustu Olym- píuleikum undirstrikuðu Danir ræki- lega það álit er þeir liafa notið sem knattspyrnuþjóð, með því að verða nr. 2 í liinni olympísku knattspyrnu- keppni og vinna til silfurverðlaun- anna. Margir eru þeir, danskir knatt- spyrnumenn, sem á umliðnum tímum hafa getið sér góðan orðstír, sem afburða leikmenn og í dag eru marg- ir þeirra meðal snjöllustu leikmanna í víðri veröld. Einn er þó sá meðal danskra knattsþymumanna, um þessar mund- ir, sem nýtur Lvað mestrar hylli þjóð- ar sinnar, er liann þó meðal þeirra allra yngstu, sem þar liafa, fyrr og síðar, komist í fremstu röð. Sá heitir Harald Nielsen vélsmíðanemi frá Friðrikshöfn, og er aðeins 18 ára að aldri. Lýðliylli Haralds er talin fyllilega verðskulduð, og það sem betra er, að' hún stígur lionum ekki til höfuðs. Fyrir rúmu ári lék hann sinn fyrsta leik með danska landsliðinu. Var það gegn Norðmönnum í Osló. Þar kom í ljós hversu hættulegur sóknarleikmaður hann var, er liann skoraði m. a. eitt af þeim mörkum, sem Danir gerðu í leiknum. Síðan lief- ir hann bætt mörgum mörkum við fyr- ir lið sitt, m. a. þrern í landsleiknum við Finnland. En fyrst og fremst var það í Olympíuleikunum í Róm, sent þessi snjalli miðherji hlaut eldskírn sína og viðurkenningu sem knatt- spyrnukappi á heimsmælikvarða. Það kvað enguni vafa undirorpið, að bjartsýni bans og knattspyrnuhæfni átti meginþáttinn í að færa Dönum olvmpíusilfrið. Hann skoraði ekki aðeins 6 af þeim 11 mörkum, sem danska landsliðið gerði í hinum fimni undankeppnum leikanna, sem það tók þátt í, heldur er Iiann talinn liafa, með öruggri framkomu sinni, skynsamlegum viðræðum við félaga sína og góðum áhrifum á þá al- mennt, rnilli leikjanna, skapað meðal þeirra þá bjartsýni sigurvissu, sem entist þeim alla keppnina. Um tauga- veiklun var ekki að ræða, og bafi Haraldur verið eittlivað „taugaslapp- ur“ tókst honum að leyna því svo vel, að ekki varð vart. Það var Haraldi mikið liapp, að hann er fæddur til að vera „rniðdep- ill“ atburðanna, og lionum því næsta létt að haga sér í samræmi við það. Hann kann vel þeirri hylli er hann nýtur. Það fvrsta, sem liann að öllum jafnaði, spyr móður sína uni eftirvæntingarfullur þegar hann kemur heim að afloknum vinnudegi í vélsmiðjunni, er, Iiversu mörg bréf hann befði fengið þann daginn. Haraldi þykir fátt skemmtilegra en veita bréfum móttöku. Fjöldi bréf- anna er nokkur mælikvarði á vin- sældirnar, eins og þær eru nú. Það er í sjálfu sér enginn leyndardómur, að það er ek-ki eingöngu vegna frægð- ar bans, sent knattspyrnumanns að honuin er skrifað. Hér kemur fleira til. Laglegur, ungur og sviplireinn piltur, með mikið liðað hár og ó- stýrilátan lokk, sem hringar sig niður á ennið, brosmildur með tindrandi augu, ætti að bafa öll skilyrði til þess, að láta bverja stúlku sem er, falla á hné fyrir sér, þó ekki korni einnig margföld knattspyrnufrægð til skjalanna, enda er það svo. Þess vegna er líka meirihluti bréfritaranna ungar stúlkur, sein stinga uppá ýmsu við liann, m. a. hjónabandi. Haraldur les öll sín bréf gaumgæfilega, og fylgi burðargjald með, svarar liann HaralJ Nielsen þegar í stað. En oftast lætur hann samt móður sína um svörin. Þó getnr það komið fyrir, að hann fórni burð- argjaldi frá sjálfum sér, til þess að senda áhugasömum drengjum um knattspyrnu, eiginhandarnafn sitt, hafi þeir ekki lagt burðargjaldið með. Tími til vinnu — Tími til leikja. Því má segja það, að til þessa liafi vinsælasti leikmaður þjóðar- innar, orðið að kosta nokkru til, í beinbörðum peningum í sambandi við íþrótt sína, jafnvel þó það sé á bvers manns vörum að lvann sé sá, sem mest aðdráttarafl liefir fyrir á- horfendur, livort heldur er í Friðriks- liöfn, Alaborg eða Kaupmannahöfn, já um allt landið. Þess vegna er það í sjálfu sér ekki undarlegt, að orð- rómur hafi komið upp um það, að honum liafi borizt atvinnutilboð, og honum berizt slík tilboð við og við. í því sambandi er talað urn ítölsk félög og einnig Real Madrid á Spáni. En ennþá er þó þetta aðeins orð- rómur.

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.