Valsblaðið - 24.12.1960, Blaðsíða 21

Valsblaðið - 24.12.1960, Blaðsíða 21
VALSBLAÐIÐ 17 Séra FriSrik Friðriksson: KEPPINAIJTAR Úr rcebu Mc Fairland „Háttvirtu áheyrendur, aldrei hef- ur mig dreymt um að eiga eftir að standa í þessurn sporum, og ber ég lielzt kvíðboga fyrir því, að mér tak- ist ekki að gjöra menn ánægða, því að vissu leyti er æfi mín ekki svo markverð, að liún geti verið verðugt efni í fyrirlestur fyrir ókunnugum mönnum, en samt lief ég látið til leiðast að ráðast í þetta, vegna þeirr- ar þakklætisskuldar, sem ég er í við þá ógleymanlegu vini, sem Guð hef- ur gefið mér í þessum bæ, ef svo mætti verða, að saga mín fengi ein- hverjum að gagni komið eða orðið til uppörvunar eða þá öllu lieklur til viðvörunar á hættubraut lífs og listar. Ég er fæddur í Edínaborg á Skot- landi. Foreldrar mínir veiltu mér gott uppeldi. Faðir minn var kirkju- þjónn við eina af aðalkirkjunum í bænum og var vandaður og trúræk- inn maður. Móðir mín var mjög guðhrædd kona og hélt mér að Guðs orði og góðurn siðum. Þau voru allvel efnunt búin, og var ég einbirni þeirra. Ég var látinn ganga á ágætan skóla, en hugur minn var oftast frem- ur á leikvellinum en í kennarastof- unni. Mitt mesta yndi var það að fá að liorfa á knattspyrnuleikina, sem liáðir voru á liverjum laugardegi síðdegis. Ég lagði fyrir hvern eyri, sem ég eignaðist, og leyfði mér aldrei að kaupa sælgæti eða þess háttar til þess að hafa nógan inngöngueyrir á leikvölliim. Ég fylgdi með óskertri athygli leiknum, brögðum og atlerli leikendanna, svo tók ég æfingar í brögðum þeirra, er ég hafði séð og dáðist mest að; ég átti mér lítinn knött og fór oft með hann út á flesjurnar utan borgar. Ég sá í þá tíð marga hina frægustu knatt- spyrnumanna og óskaði einskis frek- ar en ég mætti líkjast þeim, er ég vrði stór. Gibson, Walker og Bloomer voru þá stærstu stjörnurnar á knatt- spyrnusvæðum hins sameinaða kon- ungsríkis. Þeir voru áttavitar mínir og fyrirmyndir. Dróst að þessu allur liugur minn, og þótti ég snemma skara frant úr í knattspymufélagi skólans. Ég var fyrst lengi framherji og æfði mig í öllum brögðum og skyldum, er þeirri stöðu fylgia í leiknum. Kom mér það að góðu lialdi síðar, þegar aðalviðfangsefni mitt var orðið að vera framvörður. Því átti ég liægt með að sjá við brögðum framherjanna meðal keppinauta minna. Ég vil beina því til allra, sem ætla sér að verða góðir framverðir. að æfa sig fyrst í því að vera góðir framherjar. Þeir standa þá miklu betur að vígi en ella. Eftir langa og mikla æfingu sem framherji, og ég liafði þá ekki hugsað mér að verða annað, bar svo við eitt sinn, að valdir voru sveinar úr skóla vorurn til þess að lieyja kappleik við pilta úr öðr- um skóla í borginni. Ég var einn at þeim útvöldu, og varð ég ekki lítið hreykinn af þeirri upphefð. Þetta var opinbert mót, og voru viðsladdar margar þúsundir manna. Leikmenn voru á aldrinum 15—17 ára, og má nærri geta, livílíkur liefði verið á- hugi hjá oss ungum sveinum að sýna nú yfirburði skóla vors og gjöra lion- um sæmd. Leikurinn byrjaði, en mjög snennna í leiknum fatlaðist vinstri framvörður í voru liði. Yér tókum þá varamann. Hann var sett- ur á minn stað, en mér var skipað í stað hins fatlaða. Þetta hafði mikil áhrif á leikslokin og ekki síður á alla framtíð mína. Ég kunni þá betur til áhlaups en vamar og fylgdi fram- herjalínunni svo fast, að öll vörnin varð hinum megin. Þegar útherji óvinanna mín megin kom þeysandi með knöttinn, vissi ég fyrirfram eða gat mér til af eigin reynslu, hvað hann mundi ætla sér, og gat því hvað eftir annað tekið af honurn knött- inn. Margoft var mér klappað lof í lófa og oft lieyrði ég nafn mitt nefnt og kallað upp af skólabræðrum mínum meðal áhorfenda. Steig mér allt þetta til höfuðs, og varð ég eins og ölvaður og gjörði allt, sem ég hafði orku til; ég náði þrisvar sinn- um að koma knettinum í mark og átti þannig drjúgan þátt í þeim mikla sigri, er vor skóli vann á keppinaut- um vorum. Eftir leikinn þyrptust allir að mér og voru að samfagna mér, og rektor skólans klappaði mér á öxlina og sagði: „Þú hefur unnið skólanum stóran heiður í dag, ég þori að segja, að þii verður góður með tímamun“. Blöð, sem minntust á þennan kappleik, töluðu um hið ágæta framvarðarefni, og ég fékk svo mikið hrós, að ég er forviða á, að það skyldi ekki gjörspilla mér strax. Ég hef dvalið svona lengi við þennan atburð, af því að ltann bar í sér komandi frægð mína og óham- ingju um leið . . . .“ ---------ooOoo------------ Hœtlir í síSari háljleik! Dönsk blöð sögðu frá því í sumar að Knut Lundberg, hinn frægi knattspyrnu- maður, sem brátt er 40 ára gamall æfi af miklu kappi. Eitt sinn um daginn spurði áborfandi, sem dáðist að Lundberg, bvenær hann eiginlega hætti að leika knatt- spyrnu. — Undantekningarlaust í miðjum síð'ari bálfleik, þegar úthaldið er búið, svaraði Lundberg. SilfriS gaf áhorfendapalla. Við heimkomuna fengu hinir dönsku knattspyrnumenn konunglegar móttökur þegar þeir komu heim frá Olympíuleikunum í Róm. Frá Arósuin voru þrír leikmenn og var tekið á móti þeirn í ráðhúsi borgar- innar og þar var tilkynnt að borgarstjórnin hefði ákveðið þá um morguninn að verja 1 milljón danskra króna til þess að reisa yfirbyggð áhorfendasvæði á iþróttavelli Arósa-borgar.

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.