Valsblaðið - 11.05.1973, Side 30

Valsblaðið - 11.05.1973, Side 30
28 VALSBLAÐIÐ sínu, sern mundu öfunda okkur af aðstöðunni hér, og hafa raunar látið þau orð falla. Vil ég í því sambandi nefna Val og KR þar sem ég þekki bezt til, að þau ættu að geta sýnt betri árangur en raun ber vitni. Efniviður í góða knattspyrnumenn er hér fyrir hendi, það er enginn vafi, en það er þjálfarinn sem verður að ráða ferðinni í flokkaíþróttunum. 1 því efni verður hver leikmaður að gangast undir vissar skyldur. Þú komst ákaflega mikið við sögu framkvæmdanna á Hlíðarenda. Hvað er þér minnisstæðast frá þeirri upp- byggingu ? Mér er að sjálfsögðu minnisstæð- ast þegar við ákváðum að ráðast í að byggja félagsheimilið, það var fyrsti áfanginn. Við höfðum lengi haft áhuga fyrir því að eignast samastað til frambúðar. Við höfðum verið á ýmsum stöðum, en hvergi á varan- legum stað. Þegar félagsheimilið var svo komið upp barst okkur liðsauki sem um munaði, sem var vinur okk- ar, Úlfar Þórðarson, sem hreif aðra með sér, þannig að maður hafði ánægju af að starfa við þetta, að svo miklu leyti sem maður gat. Sigurður Ólafsson var virkur í þessu allt frá byrjun, og margir fleiri sem unnu þarna mikið og lögðu hönd á plóginn. Slíkt verk hefði aldrei verið mögulegt nema með stuðningi hvers annars. En einhvern veginn fannst manni þetta aldrei erfitt. Það var raunar eitt sem fór dálítið í taugarnar á okkur, og það vorum við Úlfar sammála um, það var að gera aldrei kostnaðar- áætlun um það sem fyrir lá. Ég man að bæði þú og Ólafur Sigurðsson vor- uð oft að biðja um kostnaðaráætlan- ir, en við vorum sannfærðir um það, að ef að menn sæju tölurnar mundu allir guggna, og við ef til vill líka. Hvert þessara mannvirkja fannst þér þýðingarmest fyrir félagið? Og hvað um framkvæmdirnar nú? Þetta var nú allt nátengt hvert öðru, það væri erfitt að vera þarna ef húsið væri ekki; vellirnir voru nauðsynlegir, og það er nú verið að fara út í byggingu á einum velli enn, og vel getur verið að það sé þörf á því, en ég hefði nú heldur kosið að byggja stórt hús. Þetta sumar okkar er svo stutt, að mér finnst mikið at- riði, þó ekki væri um að ræða í byrj- un nema skjól fyrir regni og vindi, að eiga stórt hús og lengja æfinga- tímann í þeim bæði fyrir knattspyrnu og handknattleik. Við, sem höfum staðið í þessu undanfarin ár, erum teknir að eldast, en þetta væri kjörið verkefni fyrir ungu mennina að tak- ast á við. Það þarf ekki að vera svo mikið í það borið, síðar má svo vinna að því að fullkomna það eftir því sem efni leyfa og þörf krefur. 1 svona húsi, sem væri allmikið stærra en núverandi hús, er mun hægara að koma fyrir æfingum með knött, sem alltaf verður undirstaðan undir góða knattspyrnu. Enda er svo komið, að hús Vals er ákaflega þétt setið, og það svo, að félagið verður að sækja mikið í önnur hús í borginni. Á sínum tíma varst þú í kappliðs- nefnd KSÍ. Er þér eitthvað minnis- stætt frá þeim tíma? Nei, ég hef þar einskis að minnast, mér leiddist það starf svona frekar. Ert þú ánægður með knattspyrn- una í Val eins og hún hefur komið þér fyrir sjónir á undanförnum árum? Nei, það get ég nú ekki sagt, mér hefur ekki fundizt árangur sem erfiði satt að segja, miðað við aðstæður og það sem félagið hefur haft upp á að bjóða. Ég held líka að Valur þurfi ekki að kvarta yfir því, að hafa ekki fengið fram góð efni, en þar hefur ekki komið fram það sem þeir gáfu fyrirheit um, og þó vil ég segja að einstaklingarnir séu sízt verri í Val, en í hinum félögunum, miklu fremur að þeir séu ívið betri. Þeir ná ein- hvern veginn ekki saman og þar vant- ar aðeins herzlumun að manni virðist. Ég hef þá skoðun, að þarna sé það þjálfunin sem mestu máli skiptir. Hugsanlegt er að erfiðir einstakling- ar spilli þjálfuninni í heild eða áhrif- unum af henni, en það er ósköp einfalt að losa sig við þá ef þeir vilja ekki Hermann Hertnunnsson: Fálkarnir Valsblaðið fór þess á leit við mig að ég gæfi upp einhvern fréttapistil um „fimmtu herdeild" félagsins og vil ég gjarnan verða við því. Ég vona að allir kannist nú orðið við „Fálkana“ í Val. Þeir eru eldri herrar, sem þykir ósköp gaman að snara sér í knattspyrnuskó og bregða á leik á sólríkum sumardegi, oft við erlend skip. Jú, og innlend, t. d. í Grindavík og fóru margir slíkir leikir fram í sumar. „Regina—Maris“ með sjálfan skip- stjórann í marki og smáveizla um borð á eftir — einn leikur við brasil- ískt skólaskip og voru margir þeirra þeldökkir, en skipið hét því undarlega nafni Hua—Hua — auðvitað tóku allir ofan fyrir því. í þessum leikjum, er raunverulega komu í stað ,,trimm“-öldunnar, koma töp sára sjaldan fyrir, því að við er- um hræddir við taktikina 4—2—4 eða eitthvað slíkt. Höfum við leyni- vopn 11—0. Það er að segja, við för- um bara allir í vörn — í fyrri hálf- hlýða. En þeir mega vera góðir ef það borgar sig ekki að láta þá fara, ef þeir hafá slæm áhrif á hina til hins verra. Finnst þér að það hafi orðið breyt- ing á sjálfu félagslífinu frá því að þú tókst þátt í því? Ég skal nú ekkert segja um það, þetta er nú orðið miklu viðameira félag en þegar ég var við þetta, það er erfiðara fyrir aðalstjórnina að ná sambandi við alla „forstjórana" í hin- um ýmsu deildum, en áður var „for- stjórinn“ aðeins einn. Ég held að það sé sæmilegt félagslíf í Val, en hitt er svo annað mál, að það sé undir þjálfurunum og þeim sem leiða hverja deild hver árangurinn, bæði félags- lega og íþróttalega verður. Ég vil endurtaka það, að ég held að félagslífið í heild sé nokkuð gott. Ég held líka að í Val sé undrastór hópur eldri manna sem er tilbúinn að styðja við starfsemina ef á þarf að halda. Hvaða hollráð vildir þú gefa ung- um og öldnum, sem miða að því að þeir verði betri knattspyrnumenn ? Þetta er nú víðtæk spurning, en ég ætla að svara henni með aðeins ör- fáum orðum: Kynnið ykkur rækilega og einlæglega hvernig Albert Guð- mundsson varð knattspyrnumaður. Ef þið gerið það og framkvæmið, þurfa Valsmenn og Valur engu að kvíða í framtíðinni. leik — en þeim seinni er ég gerður að dómara og Tobbi og Albert stjórna framlínunni. Þetta hefur gefizt það vel, að ekki hefur tapazt leikur á sumrinu, en annars hófust innanhúss- æfingar í vetur fyrir liðið svona rétt til öryggis og er æft kl. 3.30 á laug- ardögum og geta allir fengið að fá sér sprett í 3:3 keppni sem þar er iðkuð. Ferðalög og útivist. í bígerð eru ýmis plön um skíða- skálaferðir. í fyrra var farið í Land- mannalaugar. Draumaferð í athugun, að fara á Wembley í vor og sjá Cup Finalinn og margt fleira. Ennfremur hefur verið talað við forráðamenn annarra félaga, t. d. Fram, KR og fl. um samstarf að keppni, en þetta mótast allt með sól og sumri. Regina—Maris sendi skeyti frá Kanaríeyjum nýlega sem nýárs- kveðju og hlakkar þá til að reyna sig við „Fálkana" þrautseigu næsta sumar.

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.