Valsblaðið - 11.05.1973, Side 50
48
VALSBLAÐIÐ
Nokkru eftir að ég kom hingað fór
ég á knattspyrnuæfingar hjá Val. Ég
hef átt bolta í nokkur ár og sparkað
mér til gamans. Ég veit nú ekki hvort
ég halla mér að honum eða ekki, enda
er ég ekki búinn að ná tökum á hon-
um sem skyldi. Ég hef horft dálítið
á knattspyrnuleiki síðan ég kom í
sumar og hef haft gaman að.
Ég hlakka nú til að taka þátt í mót-
um í vetur í körfuknattleiknum, þó að
ég viti ekki með vissu út í hvað ég er
að fara, en ég vona að þetta lærist
smátt og smátt.
Mér fellur vel við piltana, sem með
mér eru á æfingum.
Ég get nú lítið sagt um framtíð-
ina, en bíð með nokkurri eftirvænt-
ingu, að sjá hvað hún ber í skauti
sínu.
Flosi
Sigurðsson
fyrirliði
í „Minni
bolta“
Þessi ungi maður kom fram í þess-
um þætti í fyrra og sagði hann þá
frá byrjunarárunum, en nú ræðir
hann um það sem skeð hefur síðan
og það sem framundan er.
Það er nú ef til vill undarlegt að
segja frá því, að á s.l. keppnistíma-
bili var ekkert mót fyrir M. B. (Minni
bolta) á eðlilegum tíma eða að vetr-
inum, en um sumarið var efnt til
móts, en þá voru svo margir af okkar
drengjum komnir í sveit að við gát-
um ekki verið með. Ég er því mjög
óánægður með þetta.
Það er nú víst ákveðið að halda
mót í M. B. í vetur eftir áramót og
á það víst að vera Reykjavíkurmót.
Ég veit ekki hvort það verða fleiri
mót; íslandsmót eða Vormót. Við
höfum náð saman góðum piltum, og
það hefur verið vel æft undanfarið,
ég er því bjartsýnn með árangurinn
í vetur.
Einmitt í dag ætlum við að koma
saman í „Körfuhátíð" á Valsheimil-
inu, þar sem sýndar verða fræðslu-
kvikmyndir af körfuknattleik, og auð-
vitað verða þar veitingar með. Á eftir
verður svo æfing í tvo tíma.
Vona ég að þetta lið, sem við er-
um með núna, haldi hópinn og gangi
svo saman upp í fjórða flokkinn
næsta ár.
Ég kem að því aftur að mér finnst
misráðið að hafa ekki nokkur föst mót
fyrir M.B. á hverjum vetri, helzt 3—
4, og svo auk þess smámót hjá félög-
unum, þar geta þjálfararnir leiðbeint
okkur meira en á æfingum. Ég held
að Valur ætti að koma á æfingaleikj-
um við og við í vetur á æfingatímum
sínum.
Mér fellur vel hjá Val, gott að
hafa öruggan samastað og aðgang að
félagsheimili fyrir fundi. Mér finnst
góðar reglur í félagsheimilinu og
sjálfsagðar. Þar eru líka góðir hús-
verðir og umgengnin þar góð að mér
finnst.
Helgi
Gústafsson
3. flokkur
Ég byrjaði fyrir alvöru rétt áður
en Körfuknattleiksfélag Reykjavíkur
sameinaðist Val. Svo fór ég að keppa
á síðasta keppnistímabili. Það gekk
nú ekki allt of vel, það var lítil festa
í þessu hjá okkur, þessir drengir voru
að koma og fara. Ég held nú að
þetta sé að lagast. Við þekkjumst
betur og eigum heima nálægt hver
öðrum. Ég held því að þeir dreng-
ir, sem nú eru í þessu, æfi vel í
vetur. Þjálfarinn okkar núna heitir
Ingvar og okkur fellur vel við hann.
Það hafa nú ekki verið umræðufundir
um körfuna með fullorðnum, en við
tölum oft saman um leikinn eftir æf-
ingar, og þá tölum við um það sem
vantar á.
Mér fellur félagslífið vel og hef
haft gaman af að vera með í þessum
körfuveizlum, þar voru sýndar góð-
ar kennslumyndir í körfuknattleik,
og svo eru veitingar þar líka. Ég mæli
með því að framhald verði á svona
samkomum og þá sérstaklega fyrir
iðkendur M.B.
Ég vona svo að þetta gangi betur
en í fyrra, vona að við náum saman
og það ætti að takast þar sem við
þekkjum nú betur hvern annan.
Jón I. Ragnarsson.
Þessi ungi efniiegi körfuknattleiks-
maður kom fram hér í þættinum í
fyrra og rakti hann þar feril sinn í
Val, svo að núna segir hann frá liðnu
ári, sem var viðburðaríkt.
Það verður ekki annað sagt en að
það hafi gengið vel hjá okkur á síð-
asta keppnistímabili. I þeim tveim
mótum sem við tókum þátt í töpuð-
um við aðeins einum leik og það var
úrslitaleikurinn í Reykjavíkurmót-
inu. Ég held að ástæðan hafi verið
sú, að við vanmátum okkur. 1 íslands-
Jón I.
Iíagnarsson
fyrirliði 2. fl. A
mótinu vildi svo til að við unnum
sama lið 3 sinnum, en það var KR.
Okkur er nú alltaf að fara fram
og með fleiri leikjum og endurtekn-
ingum sömu manna fer þetta í ákveð-
ið „kerfi“. Annars er erfitt fyrir mig
að greina sérstakar framfarir. Við
æfum saman, við keppum saman og
við ræðum saman um þetta þegar
tími er til, og við erum margir sam-
an í skóla (M. R.). Það er alltaf gam-
an að sigra, og ég tala nú ekki um
þegar sigurinn gefur íslandsmeistara-
titil, og það í fyrsta sinni, en það
gerðist á liðnu ári.
Keppnin af okkar hálfu var nokkuð
örugg, en við áttum þó í erfiðleik-
um t. d. gegn lR í fyrri umferð, þá
vorum við undir í stigum í hálfleik.
Þá var rætt eins og hægt var þennan
stutta tíma um hvað gera skyldi. Eft-
ir það gekk allt miklu betur og end-
aði leikurinn með öruggum sigri okk-
ar að lokum. Við vorum einnig oft
smeykir við KR og eins HSK.
Sjálfur úrslitaleikurinn bauð upp á
mikla taugaspennu, en við vorum
heppnir og vorum yfir allan tímann.
Það kom ekkert fyrir sem setti okk-
ur út af laginu, en alltaf vorum við
smeykir þar til leiknum var lokið.
Farið var í keppnisför vestur á
land, og svo fórum við oft suður á
Keflavíkurflugvöll og kepptum þar
og lærðum við mikið á því.
Svo stundaði ég nú knattspyrnu
nokkuð í sumar með Fylki, því að ég
hef alltaf gaman að sparka bolta, og
þó ég geri það fyrst og fremst mér
til skemmtunar, þá er það viss þjálf-
un, því að maður má eiginlega aldrei
hætta alveg. Það tekur þá svo lang-
an tíma að komast í þjálfun aftur.
Eins og ég áður sagði komum við
mikið saman fyrir leiki og á eftir til
að ræða það sem á bjátaði.
Mér lízt vel á komandi keppnistíma-
bil, því það verður sama lið og á liðnu
ári. Það verður því eitthvað sérstakt
að ske ef mikil breyting verður og ég
hef ekki trú á því.
Ég vil koma hér á framfæri áskor-
un til stjórnar KKÍ að sjá sóma sinn
í því að láta komandi keppnistíma-
bil verða ekki eins laust í reipunum
og verið hefur. Má þar og nefna dóm-
aramálin sem þurfa mjög að endur-
skoðast.