Valsblaðið - 11.05.1973, Side 39
VALS BLAÐIÐ
37
Öslittr Jóhannsson:
N orðurlandaför
handknattleiksmanna Vals
Þriðjudaginn 25. júlí 1972 hélt um
50 manna hópur frá Val í keppnis-
ferðalag til Norðurlanda. Þetta voru
II. og III. flokkur karla í handbolta
og II. flokkur kvenna, einnig í hand-
bolta.
Lagt var af stað frá Félagsheim-
ilinu eldsnemma morguns eftir heil-
ræði og kveðjur foreldra og kunn-
ingja. Fyrst var haldið til Keflavík-
urflugvallar og verzlað í Fríhöfninni,
eins og Islendinga er siður, þegar
þeir fara til útlanda. Meðal annars
keypti Super sér myndavél og film-
ur. (Líka sælgæti). Tóti Eyþórs
,,beauty“-sólgleraugu, svo að fá dæmi
séu nefnd.
Tilkynnt var um 9-leytið brottferð
Leifs Eiríkssonar til Kaupmannahafn-
ar. Ekkert markvert gerðist í flugvél-
inni á leiðinni nema það, að flogið
var í 33 þús. feta hæð og snæddur
var morgunverður. Reyndar var
Davíð túristi í III. flokki farinn að
hressa upp á móralinn með söng og
gítarundirleik.
Lent var á Kastrup-flugvelli um
kl. 11.50 árd. á staðartíma. Hitinn
var um 20 stig. Einn af forráðamönn-
um Copenhagen Cup (en svo hét
keppnin sem við tókum þátt í) tók
á móti okkur. Því næst var ekið í
rútu með hópinn til gististaðarins,
sem hét Lykkeboskole, ekki langt frá
Valby-Idrætspark, staðnum þar sem
keppnin átti að fara fram. I keppni
þessari tóku þátt 522 lið frá mörg-
um löndum Evrópu, eða um 6 þúsund
einstaklingar.
í skólanum bjuggu nokkur karla-
og kvennalið frá hinum Norðurlönd-
unum.
Eftir að við höfðum komið okkur
fyrir í skólanum, fóru menn ýmist
á æfingu, í verzlunarferðir, eða að
borða. Etið var í íþróttahúsinu Val-
by I.D.R.
Um kvöldið fóru flestir í Tivoli,
sem var mjög skemmtilegt. Um kl.
12 á miðnætti voru allir komnir í
svefnpokana sína og hvíldu lúin bein,
enda heyrði undirritaður margan
manninn tala upp úr svefninum þá
nótt.
5fc
Copenhagen Cup
26.-27.-28.-29. juli 1972
Miðvikudagur 26. júlí.
Klukkan 8 morguns vöknuðum við.
Tókum við þá að snæða morgunverð
í Valby.
Reynt var að afla upplýsinga um
síðustu einvígisskákina heima á
Fróni.
Utanfarar Handknattleiksdeildar Vals Sumarið 1972. Tóku þátt í tveimur stórum
alþjóðamótum í Kaupmannahöfn og Gautaborg og stóðu sig sérstaklega vel.
Á eftir var farið í verzlunarferð
um Kaupmannahöfn (Strikið o. fl.),
og reynt að fá sér sandala (mandala).
Um hádegið fóru flestir af Hlíðar-
endafólkinu til að horfa á 3. fl. karla
keppa gegn Irsta frá Svíþjóð. Leikn-
um lauk með jafntefli 6—6.
Á eftir borðuðum við hádegismat
á staðnum. (Ef mat skyldi kalla).
Þess má geta, að allir leikir voru
leiknir á steyptum völlum; en úr-
slitaleikir inni.
3. fl. karla lék svo annan leik seinna
um daginn við T.S.C. Oberursel frá
Þýzkalandi og unnu 9:5.
4. fl. Þróttar lék gegn Luisar tvisv-
ar þennan dag og unnu í bæði skiptin.
2. fl. karla byrjaði á sínum riðli
7,15 og lék þá við KFUM Boras frá
Svíþjóð. Frekar gott lið. Við unnum
4:3 eftir baráttuleik.
Um kvöldið var svo haldin kvöld-
vaka á grasinu fyrir utan skólann,
sem hinum gestunum líkaði vel og
tóku þátt í með okkur. Birgir Titanic
nældi sér í fallega dömu (norska frá
Oppsal) og þá hófst ballið fyrir al-
vöru.
Fimmtudagur 27. júlí.
Sigursæll dagur, sem hófst með
því, að fólkið vaknaði (ekki satt) um
kl. 8. Um 9-leytið var svo stutt æfing
á grasinu. Síðan snæddur morgun-
verður og slappað vel af til hádegis.
Því næst var farið á íþróttasvæðið
og horft á Valsstúlkurnar leika sinn
fyrsta leik í riðlinum við Norbygda
frá Noregi. Valur vann leikinn 3:2.
4. fl. Þróttar var líka að keppa á
þessum tíma, og unnu góðan sigur
yfir Lugi frá Svíþjóð 8:6.
3. fl. karla keppti síðan um dag-
inn við Avedöre frá Danmörku. Val-
ur vann 6:4. Valsstúlkurnar kepptu
svo aftur þennan sama dag við Tuve
i.f. Svíþjóð og endaði leikurinn með
jafntefli 2:2.
Um 5-leytið keppti svo 2. fl. karla
við Viborg Danmörku. Leikurinn
hófst með hringhrópi, sem hafði ver-
ið samþykkt að taka upp í byrjun
leikja — einróma. Við unnum leik-
inn 6:4. 2. fl. karla lék svo sinn þriðja
leik kl. 6 gegn E.F.K. Nyköping frá
Svíþjóð. Við unnum þann leik einnig
með 6:4. Ólafur Blomsterberg
varði hreint stórkostlega í leikn-
um eins og í fyrri leikjum. Um kvöld-
ið dreifðist hópurinn. Ýmist var far-
ið í Tivoli eða í bíó.
Föstudagur 28. júlí.
Vaknað var eldsnemma um morg-
uninn. Hiti var um 25°C. Farið var
í stutta æfingu undir stjórn Tóta Ey-
þórs. Kl. 9,15 lék 2. fl. karla við IK
25 Svíþjóð, sem vannst 8:6. Merkur