Valsblaðið - 11.05.1973, Side 57
VALSBLAÐIÐ
55
einnig hefði Þórhallur og allir hinir
staðið sig með prýði.
Það vantaði mikið í þessa frásögn,
ef ekki væri minnzt á hinar föngu-
legu ungmeyjar sem flykktust að okk-
ur. Ég botnaði aldrei í því hvernig
þær nenntu að hanga utan í okkur,
því að í hvernig veðri sem var, kom
sárasjaldan fyrir að þeim væri boðið
inn. í sumum tilfellum gerðum við
þær að hálfgerðum trúðum, við baun-
uðum á þær alls konar vafasömum at-
hugasemdum á íslenzku, sem þær auð-
vitað skildu ekki, en við gerðum mik-
ið grín að viðbrögðum þeirra, þannig
að ekki var það nein súper-gestrisni
af okkar hálfu sem hélt þeim að okk-
ur. Af þessu má þó ráða, að við höf-
um verið hinir mestu ruddar í garð
stúlknanna, en þegar litið er á það
frá svona einstaka atburðum, þá hafi
framkoma okkar verið til fyrirmynd-
ar, og við höfum verið okkur og Val
til mikils sóma.
Næst síðasta kvöldið okkar í Brum-
munddal var haldinn dansleikur okk-
ur til heiðurs. Þegar við mættum á
staðnum var ástandið þar töluvert
öðruvísi en við áttum að venjast, því
að það þótti sjálfsagt, að tvær telp-
ur dönsuðu saman. Okkur fannst þetta
hið furðulegasta og reyndum því að
bæta úr þessu eftir beztu getu. Þá
skeði það eitt sinn að þegar tveir úr
hópnum (ég vil ekki nafngreina þessa
ólánspilta) stikuðu karlmannlega út
á dansgólfið og ætluðu að gera góð-
verk með því að bjóða upp tveimur
dömum, sem voru í hörku dansi sam-
an, og þar með bæta úr karlmanns-
leysi þeirra, að ekki var sú ferð far-
in til fjár, því að stúlkurnar sögðust
frekar vilja dansa hvor við aðra en
við vesalings drengina. Það var mikið
áfall.
Sunnudagurinn 30. júlí var svo síð-
asti dagur okkar í Brummunddal að
þessu sinni. Þá um kvöldið var hald-
ið kveðjuhóf, þar sem Ægir hélt þessa
fínu ræðu og náði sér vel á strik í
norskunni. Síðan vorum við leystir út
með gjöfum til minningar um dvöl
okkar þar.
Strax morguninn eftir var haldið
til Osló, en þar áttum við að taka
þátt í mjög stóru knattspyrnumóti,
sem heitir Norway Cup. Ferðin til
höfuðborgarinnar gekk vel eftir frek-
ar brösótta byrjun. Rútan, sem við
fórum í, var nefnilega eins og strætó
hér í Reykjavík, þannig að lítið pláss
var fyrir farangur, það var aðeins
fyrir vasklega framgöngu Silla að allt
fór vel að lokum. Fyrsta daginn í
Osló notuðum við til að verzla, því að
við ætluðum að vinna mótið og þá
mundi enginn tími vinnast til þannig
hluta. En því miður hefðum við get-
að sleppt slíkum bollaleggingum, því
að við vorum slegnir út í 16 liða úr-
slitunum, að vísu þokkalegur árang-
ur, því að 70 lið tóku þátt í mótinu
í okkar aldursflokki. Leikir okkar í
þessu móti voru leiknir langt undir
getu, og því olli taugaspenna og jafn-
vel þreyta frá því í heimsókninni í
Brummunddal, þannig að ef við hefð-
um sýnt svipaða leiki og í Brum-
munddal hefðum við náð langt; einn-
ig vantaði alla piltana á efsta ári í
flokknum, en þeir voru ekki gjald-
gengir í mótið. En þrátt fyrir ýmis
skakkaföll á knattspyrnusviðinu
skemmtum við okkur hið bezta í Osló.
Heimleiðis var svo haldið þann 7.
ágúst, og ég held að við flestir höf-
um verið ánægðir með að vera nú á
heimleið á ný.
Að lokum vil ég fyrir hönd okkar
allra þakka þjálfara og hinum frá-
bæru fararstjórum fyrir skemmtilega
ferð og undirbúning; einnig róma ég
allar móttökur í Brummunddal, sem
voru í einu orði sagt frábærar.
Að sjálfsögðu hef ég aðeins stikl-
að á stóru í þessari frásögn og sleppt
fjölda skemmtilegra atburða, sem of
langt mál yrði að telja upp hér. Ég
vona þó, að þessi grein geti orðið
einhverjum til skemmtunar.
Kveðja frá Brummunddalen
Fyrir nokkru barst Val bréf frá Brummunddalen, og þykir
okkur rétt að birta það orðrétt, en það var á þessa leið:
Ég vil enn einu sinni þakka heimsókn Vals s.l. sumar og ég vil
að þessar þakkir nái til foreldra drengjanna.
Þcir geta verið stoltir af sonum sínum, sem sýndu framkomu
sem var til fyrirmyndar. Það er ekki liægt að segja sama um
alla unga menn nútímans.
Þess vegna gleður það mig, þegar ég enn einu sinni lief tæki-
færi til að segja eitthvað fallegt og gott um norræna íþróttaæsku.
Ég vona einnig að drengirnir ykkar hafi liaft gagn og gaman
að dvölinni lijá okkur.
Ég bið fyrir kveðju til fararstjóranna, drengjanna og annarra
í Val, sem við höfum komizt í kynni við, og vonum að við getum
haldið samstarfinu áfrarn með gagnkvæmum heimsóknum.
Með beztu kveðjum.
Brummunddal I.L.
Knattspyrnudeildin
Ove Solberg.