Valsblaðið - 11.05.1973, Qupperneq 55
VALS BLAÐIÐ
53
Jón (>n«)ii!nndsson :
Frá Noregsferð //. ilokks
knattspyrnumanna
Það væri ekki hægt að komast hjá
því i því andrúmslofti sem ég lifi
og hrærist í, svo maður verður það
óneitanlega, og óskar Val heldur sig-
urs en mótherjanum, og jafnvel þó
að það væri Ármann.
Nú hefur Þórður bóndi þinn verið
sérlega virkur Valsmaður um langan
tíma, bæði sem keppandi og ekki síð-
ur ötull við stjórnstörf, og nú síðast
formaður. Hvaða áhrif hefur þetta
á þig og hvert er viðhorf þitt til slíkr-
ar elju eiginmannsins?
Ég veit nú varla hverju ég á að
svara. Það er sjálfsagt og skemmti-
legt fyrir menn að hafa tómstunda-
störf, en það getur gengið of langt,
en stundum finnst mér það of mikið
og oftast verður það reyndin hjá þeim,
sem sökkva sér í þetta. Það hefur
líka sinar ánægjulegu stundir, sér-
staklega þegar vel gengur. Ég veit
ekki hvaða áhrif það hefur á mig
beinlínis.
Ég játa að það er gaman þegar
hann kemur ánægður heim og get-
ur sagt frá sigri einhvers flokks eða
að gott málefni hafi verið leyst. Þessi
miklu störf geta komið niður á vinn-
unni, sem þýðir að vinna verður leng-
ur á kvöldin, en nú fer þetta að lag-
ast.
Því er ekki að neita, að ég hef líka
haft margar gleðistundir í sambandi
við Val. T. d. verður mér ferðin til
Portúgal, þegar Valur fór til keppni
við Benfica, ógleymanleg að öllu leyti.
Þar var margt nýstárlegt að sjá og
Valspiltarnir góðir og skemmtilegir
ferðafélagar og margt annað mætti
nefna.
Hefur dóttir ykkar áhuga fyrir
íþróttum ?
Hún er félagi í Ármanni, svo þú
sérð að betri helmingurinn er í Ár-
manni! Hún fer mikið á skíði og þá
í Jósefsdal og tekur virkan þátt í
félagslífinu þar.
Áhugamál utan félagsins?
Þau eru nú fá, nema þetta sem all-
ar konur stunda meira og minna —
saumaklúbba.
Og svo að lokum svolítil samvizku-
spurning. Heldur þú að Þórður hefði
verið betri eiginmaður ef hann hefði
setið heima öll kvöld eftir endaðan
vinnudag?
Það er víst erfitt að vera betri, en
ég þekki hann ekki öðruvísi en í Val,
þannig að svo komnu máli get ég ekki
svarað þessu, en eftir næsta aðalfund
ætti ég að eiga hægara með það.
Það kom hér að dyrunum til mín
gamall og góður Valsmaður og spurði,
hvort Þórður væri við, en ég svaraði
og brosti við: Hann skrapp heim til
sín, en hann ætlar ekki að vera lengi.
Hann skildi hvað ég var að fara og
brosti og bætti við: Hann kemur
hingað stundum, er það ekki!
Þegar við stigum út úr flugvélinni
á Fornebu-flugvelli í Osló 19. júlí síð-
astliðinn, skartaði Noregur sínu feg-
ursta veðri, glaðasólskini og næstum
þrjátíu stiga hita. Við höfðum að
sjálfsögðu komið kappklæddir úr
rigningunni hérna heima, svo að við
vorum ekki beinlínis undir það búnir
að mæta þvílíkum breytingum. Við
vorum því neyddir til að fækka svo-
lítið fötum. Vonandi að við höfum
ekki sært sómatilfinningu viðstaddra.
Á flugvöllinn voru mættir stjórnar-
menn og leiðbeinendur frá íþrótta-
félaginu í Brummunddal, en þeir voru
ráðnir til þess að vera aðalaðstoðar-
menn okkar meðan á ferðinni stóð.
Þessir ágætismenn buðu okkur að
stíga í rútubíl, sem beið fyrir utan
flugstöðvarbygginguna tilbúinn að
flytja okkur til Brummunddal. Ferð-
in þangað átti að taka um 3 tíma,
eða jafn lengi og flugferðin yfir At-
lantshafið til Noregs tók. Allir, sem
ferðast hafa í rútubílum, eru líklega
mjög sammála um að það sé ekki
sérlega skemmtilegt, allra sízt í mikl-
um hita. Við fengum illyrmislega
að kenna á þessu, enda þreyttir og
hálfsyfjaðir. Þó hresstumst við að-
eins þegar okkur var skammtað Sóló
og Maríukex, en það virtist vera svip-
aður ,,kokteill“ og Kók og Prins Póló
er hér heima. Þetta snarl var að sjálf-
sögðu vel þegið, því að við höfðum
ekki smakkað ætan mat frá því heima
á íslandi um morguninn.
Svo var það loksins um klukkan
fjögur að við komum til Brummund-
dal. Eftir að við höfðum komið okkur
fyrir og fengið okkur eitthvað sval-
andi að drekka, vorum við allir orðn-
ir nýir menn í góðu skapi, sem hélzt
auðvitað út alla ferðina. Strax eftir
komuna var okkur boðið til veizlu á
aðalhótelinu í bænum, „Hotel Hede-
marken“, en þar fengum við í fyrsta
skipti, en ekki það síðasta, að bragða
á kræsingum sem nefnast karbúnaði
og ís með jarðarberjum. Annars er
mataræðið í ferðinni efni í sérstaka
grein eða jafnvel bók.
Brummunddal er mjög fallegur bær
um 200 km fyrir norðan Osló, íbú-
arnir eru eitthvað um 15 þúsund, og
lifa þeir mest á iðnaði og landbún-
aði. í bænum eru tvær stórar verk-
smiðjur, önnur framleiðir ýmiskon-
ar trjáafurðir, en hin framleiðir gos-
drykki, ávaxtasultu o. fl. Síðar í ferða-
laginu var okkur boðið í kynnisferð
í báðar þessar verksmiðjur. Umhverfi
Brummunddals er hrífandi og vin-
gjarnlegt, enda allt öðru vísi en við
eigum að venjast. Staðurinn, sem við
dvöldum á, heitir Sveum og þar er
aðalknattspyrnuvöllur bæjarins. Sve-
um var dálítið fyrir utan aðalbæinn,
svona um stundarfjórðungs gangur
þangað.
Þennan fyrsta dag máttum við vera
úti til klukkan tólf og var sá tími
óspart notaður til þess að kanna bæ-
inn, íbúana og síðast en ekki sízt
stúlkurnar, sem eins og við mátti
búast, léku við hvern sinn fingur með-
an á dvöl okkar stóð.
Þegar klukkan nálgaðist miðnætti
voru menn að tínast upp til Sveum,
og allir voru komnir þangað á rétt-
um tíma nema einn. Við hinir viss-
um að þetta var hinn mesti sóma-
piltur, svo að við vorum ekki með
neinar áhyggjur hans vegna. Þegar
við vorum að því komnir að sofna
kemur kauði heldur en ekki kampa-
kátur eftir vel heppnaða skógarferð.
Líklega hefur hann tafizt við að borða
hið ágæta súkkulaði Freia-Firklöver,
því að hann kunni sér ekki magamál
í súkkulaðiáti.
Um klukkan 11 morguninn eftir
var fyrsta æfing okkar á erlendri
grund, einnig sú erfiðasta sem ég hef
tekið þátt í. Eftir æfinguna voru
menn vægast sagt illa á sig komnir,
því að hitinn var okkur lifandi að
drepa. Sem betur fór vöndumst við
hitanum nokkuð fljótt, þannig að eft-
ir nokkra daga hafði hann lítil áhrif á
okkur.
Það verður að segjast, að annað
kvöld okkar í Noregi var nokkuð sér-
stætt, því að þá átti sér stað í fyrsta
skipti skemmtiatriði sem átti eftir að
fá nafnið ,,show“. Þessi show voru
framkvæmd af hinum sílétta Sigurði
Harðarsyni, betur þekktur undir nafn-
inu Silli. Þau samanstóðu af alls kon-
ar bröndurum, frumsömdum drauga-
sögum og kroppasýningum og allt fór
þetta fram á dönsku. Showin hlutu