Valsblaðið - 11.05.1973, Side 37
VALSBLAÐIÐ
35
„Jú, þetta eru hlaup og spörk!“ og
það voru orð að sönnu. Þegar svo að
því kom, að ég féllst á að taka að mér
þjálfun í Val, minnugur umsagnar
minnar um knattspyrnuna á íslandi,
gat ég ekki slegið af í neinu tilliti.
Ég setti þau skilyrði að fullkominn
agi yrði að ríkja, stundvísi og til-
tekinn fjöldi af boltum. Þó ég segi
sjálfur frá fór þetta þegar að bera
árangur. Á árinu 1933, og ekki aðeins
í Val, ýmis önnur félög höfðu tekið
miklum framförum, en þetta ár varð
Valur íslandsmeistari, og vann sem
hér segir: Fram 3:0, Víking 8:0,
Vestmannaeyjar 6:0 og loks KR 6:3.
í aukaleik vann Valur Húsavík 10:0.
Sem sagt, þetta byrjaði vel og þetta
hélt áfram næstu árin, og knatt-
spyrnunni fór stöðugt fram. Þó að
ég legði áherzlu á agann í liðinu, kom
þó atvik fyrir 1934, sem varð til þess
að við töpuðum íslandsmótinu. í
leiknum meiddist einn leikmaður svo
að setja varð annan inn, en sá sem
átti að vera til vara, hafði ekki farið
í búninginn og neitaði að fara inn á.
Varð ég þá að ná í annan mann sem
misheppnaðist og við töpuðum 3:2.
Þetta atvik var sönnun þess að agi og
hlýðni verður að vera í sérhverju
liði, og þar með að varamenn verða
að vera alltaf til reiðu, því að þeir
eru hluti af liðinu.
Mörg skemmtileg atvik komu fyrir
á þessum árum og til gamans ætla
ég að nefna fáein, og þá fyrst atviks
frá æfingu hjá drengjunum í Val.
Æfingin hafði staðið nokkra stund,
er ég veitti því athygli að einn dreng-
urinn var farinn að gráta. Ég spurði
hann þá hverju það sætti? Þú ert
allt of strangur, sagði drengurinn.
Já, en ég skal segja þér nokkuð, það er
ekki ætlun mín að vera vondur við
þig, en mig langar til þess að kenna
þér að leggja hart að þér. Án þess
að erfiða og gera þitt bezta getur þú
ekki rutt þér braut í lífinu síðar, á
þann hátt aðeins getur þú komið þér
áfram í heiminum. Svipað átti sér
stað með annan dreng síðar. Báða
þessa drengi hef ég hitt, og þá sem
fullorðna menn, og annar þeirra
minntist á þetta atvik og sagði:
„Reidar, ég hef minnzt þessara orða
þinna æ síðan, og fylgt þeim full-
komlega, og þess vegna er ég kominn
það sem ég er“.
Um skeið fékkst ég nokkuð við að
dæma knattspyrnuleiki, og er mér
alltaf minnisstætt atvik frá leik sem
ég dæmdi.
Þetta var leikur milli Fram og KR.
KR-ingar höfðu skorað eitt mark, en
þá dæmi ég vítaspyrnu á KR fyrir
hendi, svo að Framarar jöfnuðu. KR-
ingar undu þessu illa, og þegar leik
lauk var hitinn orðinn það mikill að
það þótti réttara að láta mig ganga
út af undir lögregluvernd. Öllu laus-
legu var kastað að mér, en ég slapp!
Þegar ég hætti að þjálfa Val báðu
Framarar mig að koma til sín og var
ég þar í eitt ár eða svo, og svo vildi
til að Fram og Valur voru í úrslitum
það ár. Eitt sumar þjálfaði ég á Ak-
ureyri, og var það fyrir milligöngu
Ben. G Waage forseta ÍSÍ. Gekk það
ágætlega. Ég minntist eins leiks þar
þetta sumar við norskt lið af eftir-
litsskipinu „Olaf Tryggvason“.
Gestirnir voru nokkuð öruggir með
að vinna leikinn, en það fór svo að
Akureyri vann 5:0. Eftir leikinn
spurði íþróttaleiðtogi skipsins hver
það væri sem þjálfaði þetta lið, sem
hefði sýnt svo góða knattspyrnu, og
fékk hann þá að vita að ég hefði
fengizt við það, og fannst mér það
dálítil viðurkenning.
Flutti at' landi burt 1938.
Árið 1938 flutti ég alfarinn frá
íslandi. Ástæðan var sú, að ég hafði
mjög veik lungu, og hið raka loft á
íslandi hafði mjög slæm áhrif á sjúk-
dóminn. Ég fór til Harstad og fór þá
á sjúkrahús þar og lá þar lengi.
Þegar ég kom svo á fætur aftur,
komu gömlu félagarnir mínir úr Har-
stad Idrettslag til mín og spurðu
mig hvort ég vildi þjálfa þá í knatt-
spyrnu.
Ég var tilleiðanlegur og byrjuðu
æfingarnar í maí. Þetta gekk ágæt-
lega og 4. sept. fór úrslitaleikurinn
um meistaratitilinn fram í Norður-
Noregi, og Harstad sigraði Nor frá
Narvik með 2:1. Leikurinn fór fram
í hávaðaroki og ausandi regni. Og
ég fullyrði, að hér kom góð teknik
að góðu haldi. Ég hafði kennt piltun-
um að halda knettinum niðri, og rugl-
aði Nor með snöggum skiptingum.
Við sigruðum og Harstad varð Norð-
ur-Noregs meistari, og hélt titlinum
í mörg ár.
Um nokkurt skeið varð ég að taka
mér sérstaka hvíld, og fór þá til
systur minnar sem bjó í Tynset, sem
er byggð ofarlega í Austurdal. Þar
var knattspyrnulið sem hét Tynset
Idrettslag, og ekki hafði ég verið þar
lengi þegar ég féllst á að þjálfa það
lið, og ekki gekk það verr en það, að
félagið vann sigur í því íþróttahér-
aði með 6:0 í úrslitaleiknum.
Kom þetta á óvart, því að flestir
höfðu talið mótherjana bezta lið
héraðsins.
En lasleiki minn hélt áfram og
eftir stríðið varð ég að fara á sjúkra-
húsið á Hamar, og lá þar næstum
heilt ár. Þegar ég hafði svo náð mér
nokkuð komu forráðamenn Brumund-
dalen Idrettslag til mín og báðu mig
að þjálfa hjá sér. Og eins og fyrri
daginn gat ég ekki sagt nei. Þar gekk
þetta einnig vel. Fyrsta árið vann
liðið 17 leiki, og gerði eitt jafntefli,
og markamunur var 56 gegn 9, og
þar af voru 5 sjálfsmörk, öll skoruð
af sama manninum- Liðið komst þá
upp í fjórðu deild, og á næsta ári
komst það upp í þriðju deildinn.
Þá lenti ég í deilu við stjórn félags-
ins, og hætti ég þá að þjálfa meistara-
flokkinn. Hins vegar tók ég að mér
annan og þriðja flokk og gekk þeim
vel. Þriðji flokkur varð héraðsmeist-
ari það ár og annar flokkur næsta ár.
Þriðji flokkurinn skoraði 83 mörk
gegn 5 og annar flokkur 60 gegn 4
eða 5. Það var dálítið athyglisvert að
mótherjarnir sögðu beinlínis við mig
að þeim fyndist það eiginlega allt í
lagi, þó að þeir töpuðu með 5 til 7
marka mun, fyrir Brumunddalen.
Þetta er nú það sem ég hef að segja
um „afrek“ mín, sem verður að telja
léttvæg fundin.
Viðhorf mitt til þjálfunar.
Varðandi þjálfun almennt, hef ég
alltaf haldið því fram, að það er ekki
nóg að hlaupa og þjóta um allan völl
og sparka óhugsað í knött. Þjálfun
er allt annað. Fyrst og fremst grunn-
þjálfun sjálfs líkamans. Leikmaður
verður að hafa styrk, mýkt og jafn-
vægi. íþróttaþjálfunin sjálf er tækni-
legt nám hvers einstaks, sem verður
að tileinka sér alla þætti knattspyrn-
unnar, stóra og smáa. Auk þess verður
að koma til mikil þekking á líkama
mannsins. Við verðum að muna að
í knattspyrnu er leikmaðurinn hin
lifandi vél, en knötturinn dauður
hlutur. Það er maðurinn sem verður
að hafa vald yfir knettinum, en ekki
það mótsetta. Þjálfarinn verður að
þekkja þetta allt og leiðrétta galla
og kenna nemandanum það rétta, og
það er ekki þýðingarminnst, að segja
leikmanninum hvers vegna það verði
að gerast svona og svona. Hér liggur
vafalaust aðalveilan hjá mörgum
þjálfurum, að þeir vita ekki hvers
vegna þetta á einmitt að gerast á
þennan tiltekna hátt.
Að þjálfarinn verði að krefjast
góðrar framkomu, af hálfu leik-
manna, er sjálfsgt.
Ég hef áður minnzt á aga. Þjálf-
arinn verður sjálfur að vera ákveð-
inn og hafa fágaða framkomu. Hann
á ekki að blanda sér of mikið í hóp
piltanna, en halda virðingu þeirra í
vissri fjarlægð. Sérstakleg má þjálf-
arinn ekki taka einn fram yfir annan.
Hann verður að vera réttlátur á öllum
sviðum. Hann verður að segja skoðun
sína, finna að því sem aðfinnsluvert
er í ákveðnum tón, og svo er það
búið-
Það yrði of langt mál að koma inn