Valsblaðið - 11.05.1973, Side 22

Valsblaðið - 11.05.1973, Side 22
20 VALiS B LAÐIÐ Þórður Sigurðsson form. handknattleiksdeildar. 1) Þú hefur áður átt sæti í stjórn hkd. Vals, er ekki svo, Þórður? Sv: Ég hef átt sæti í stjórninni síðan 1969, fyrst sem ritari og síðan sem varaformaður. 2) Telurðu að leikmenn (og -kon- ur) keppnisliðanna t. d. meist- araflokkanna eigi að taka bein- an þátt í störfum deildarstjórn- arinnar? Sv: Nei, því að það er vitað mál, að keppendur í mfl. hafa nóg á sinni könnu með æfingum og leikjum. Ég tel æskilegast, að stjórn hand- knattleiksdeildarinnar sé skipuð fólki sem hætt er keppni og æf- ingum. Oft reynist þó erfitt að fá slíkt fólk til að starfa hjá fé- lagi sínu á ný. Reyndar eru verk- efni stjórnarinnar ærin og dag- lega bíða ný vandamál úrlausnar. Vil ég því meina, að starf í stjórn deildarinnar krefjist engu minni tíma en t. d. æfingar og leikir hjá meistaraflokkunum. 3) Hver verða meginviðfangsefni stjórnar þinnar í vetur og á nýja árinu ? Sv: Ýmis verkefni stór og smá bíða úrlausnar, t. d. þjálfaramál. Mjög er brýnt að leggja áherzlu á þjálfun yngri flokkanna. Hefur stjórnin mikinn áhuga á að gera þjálfun þeirra betri skil, t. d. með því að gefa þjálfurum þeirra kost á betri menntun á sínu sviði. Frammistöðu okkar Valsmanna hvað varðar framlag í dómara- stéttina er einnig ábótavant. Ég tel það hneisu, að félag með eins mikla reisn og Valur, skuli ein- ungis eiga starfandi einn lands- dómara og einn héraðsdómara í handknattleik. Úr þessu þarf að bæta. Stjórn sú, sem nú situr, er einn- ig ákveðin í að koma fjármálum deildarinnar í sem bezt horf. Hef- ur þegar verið hafizt handa á því sviði og má þar t. d. benda á, að við höfum látið ýmsa fé- lagsmenn fá blokkir til þess að safna undirskriftum þeirra, er treysta sér til að heita því, að greiða 100 kr. fyrir hvern unn- inn leik í mfl. karla í yfirstand- andi íslandsmóti. Væntum við góðra undirtekta í þeirri söfnun. Þá er og líklegt að mfl. karla fari til Færeyja næsta sumar og til greina kemur að mfl. kvenna fari einnig utan. 4) Margir óskapast yfir því hversu mikið fé íþróttamenn biðja um til starfsemi sinnar. Geturðu gef- ið lesendum einhverja vitneskju um hver rekstrarkostnaður hkd. Vals muni verða í ár? Sv: Samkvæmt áætlun gjaldkera deildarinnar, Stefáns Bergsson- ar, mun þurfa nær 600.000 kr. á ári til rekstrarins. Það er von okkar að velunnarar Vals standi með okkur og geri nú stórt átak í að afla fjár, t. d. með aukinni sölu getraunaseðla og greiðslu árgjalda. Ég vil geta þess, ef okkur tekst að ráða góðan er- lendan þjálfara, má gera ráð fyr- ir, að rekstrarkostnaður deildar- innar verði ekki undir einni millj- ón króna. Ég vil og taka fram, að stjórnin ákvað að hækka bæði árgjöld og æfingagjöld. Greiða menn nú 25 kr. fyrir 100 mín. æfingu en 15 kr. fyrir 50 mín. Þá er og gengið ríkt eftir því, að fólk greiði árgjöld sín og ætti ekki að þekkjast, að menn reyni að komast hjá því, en því miður hafa sumir leikið þann leik oftar en einu sinni. 5) Þú minntist á erlendan þjálfara, Þórður. Nú var reynt í fyrra að fá slíkan mann en tókst ekki. Verður eitthvert framhald á þeim tilraunum ? Sv: Já. Við erum ákveðnir í að gef- ast ekki upp þótt móti hafi blás- ið á þeim miðum. Stjórnin hef- ur til athugunar möguleikana á því að ráða erlendan þjálfara. Fullur vilji virðist um það ríkj- andi að fá vel menntaðan og reyndan mann til að þjálfa meist- araflokkana og byggja upp og kenna þjálfurum félagsins. 6) Að lokum, Þórður, hvert er hlut- verk þitt sem formanns deildar- stjórnarinnar ? Sv: Ég tel hlutverk mitt ekki meira né stærra en annarra stjórnar- meðlima. Formaðurinn er þó auð- vitað í forsvari fyrir stjórnina og hlutverk hans er m. a. að boða stjórnina reglulega saman til funda. Tel ég einnig æskilegt, að formaður deildarinnar sé sem oftast viðstaddur leiki og æfing- ar allra flokka, til að fylgjast með hvernig þar er á málunum haldið, og kynnast um leið and- rúmsloftinu meðal félagsmann- anna. Annars treysti ég mjög á sam- stöðu allra stjórnarmanna og ég veit með vissu, að allt það fólk er situr í stjórn hkd. Vals nú, er mjög duglegt og áhugasamt. Hefur verið reglulega gaman að starfa með því. Ég vona aðeins að ég bregðist ekki trausti þeirra og annarra Valsmanna. Fullvissir þess, að Þórður muni reynast traustsins verður þökkum við honum greið svör og óskum hon- um og stjórn hans forsældar í starfi. JHK. Jón Knrlsson: Nýr þjálfari í handknattleik úrvalsmvnn inrr til fnUtini)is”, srijir I»árurinn Mii)þórsson. I Iiaust tók „nýr þjárfari“ við mfí. karla í handkriattleik. Þaið skýtur þó líklega skökku við, að kalla liann >iUýjan“, því að maðurinn er hinn „gamalkunni og reyndi þjálfari allra fIokka“, Þórarinn Eyþórsson. Þrátt fyrir „skamman sólarhring“, þ. e. mik- inn tímaskort, gaf Þórarinn sér tóm til samtals, þegar á hann leitaði spyr- ill Valsblaðsins. Varstu ánæc/ður með árangur liðs- ins (m.fl.) í Reylcjavíkurmótinu? Ég var að mörgu leyti ánægður með árangur m.fl., en aftur á móti mjög óánægður með varaliðið (1. flokk). Við settum okkur þegar í upp- hafi æfingatímabilsins, að reyna að vera sem bezt undir íslandsmeistara- mótið búnir. Þar af leiðandi að nota Reykjavíkurmótið sem æfingamót undir 1. deildarkeppnina. Útkoman úr Reykjavíkurmótinu var í sam- ræmi við það, þó vantaði aðeins herzlumuninn á að við sigruðum það mót. Svo sem mönnum er kunnugt, átti Víkingur dularfulla kæru í poka- horninu, sem tryggði þeim sigur í Reykjavíkurmótinu, og sluppu þeir þar með að leika úrslitaleik við okkur. i

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.