Valsblaðið - 11.05.1973, Side 27

Valsblaðið - 11.05.1973, Side 27
VALS BLAÐIÐ 25 Fríniann Hvlijuson: Reglusemi Það vakti nokkra athygli, þegar birtar voru í blöðum reglur um sitt- hvað varðandi leikmenn KSÍ sem fara áttu til keppni í Luxemburg. Áttu þessir ungu menn að leika unglinga- landsleik þar úti og fór hann fram í okt. s.l. Reglugerðin var í 11 grein- um; þrjár þeirra skera sig nokkuð úr um efni, en hinar voru almenns efnis um ferðalagið. Þessar þrjár greinar voru svohljóð- andi: 7. gr. Allir í förinni með Unglinga- landsliðinu til Luxemburg verða að vera klæddir jakka- fötum, í skyrtu og með bindi og á vel burstuðum skóm, þeg- ar ferðast er, þ. e. a. s. á leið- inni til Luxemburg og sömu- leiðis á leiðinni heim. Nánari ákvarðanir um klæðn- að verða gefnar, eftir komuna til Luxemburg. 8. gr. Látið klippa hár ykkar og ver- ið snyrtilegir um höfuðið, sem og í öllum klæðaburði. 9. gr. Unglingalandsliðsmenn niega ekki kaupa né neyta áfengra drykkja meðan á förinni stend- ur. Það er greinilegt að stjórn sam- bandsins þykir nokkuð við liggja, að þessir ungu menn, sem hafa verið til þess valdir að koma fram fyrir íslands hönd, líti snoturlega út með- an för þeirra stendur yfir. Það er heldur ekkert skrýtið þó ábyrgðar- menn fararinnar vilji koma í veg fyrir að þeir komist í það ástand að geta ekki veitt sér forsjá, ekki skynj- að menn og umhverfi, eða tjáð sig eðlilega. Það æskilegasta hefði verið að ekki hefði þurft að setja þessar reglur, að engin ástæða hefði verið til þess, að þessi sjálfsögðu skilyrði hefðu ver- ið fastmótuð í uppeldi þeirra í félög- um þeim sem þeir voru aldir upp í. Hér er Knattspyrnusambandið stutt í þessari viðleitni sinni, að vinna að því að fulltrúar þess komi fram á hverjum stað og hverjum tíma með menningarbrag. Ekki verður séð að neinn munur eigi að vera í umgengn- isvenjum eldri leikmanna, sem verða þess heiðurs njótandi að koma fram fyrir Islands hönd og Knattspyrnu- sambandsins, og þeirra yngri. Gæti það verið nokkurt upprifjunar- og umhugsunarefni í framtíðinni. Það sem hér kom fram í reglugerð KSÍ, getur í rauninni kallazt: Fyrir- mæli um reglusemi. En er ekki margt annað, sem talizt getur til reglusemi í þróttafélögunum og falli undir þann ,,skóla“, sem við viljum við hátíðleg tækifæri nefna íþróttafélögin. Við skulum nú athuga þetta nánar. Eitt af þeim atriðum sem færa má undir reglusemi er stundvísi, þar mæðir mjög á að regla sé í heiðri höfð og kemur margt til. Þeir, sem koma of seint til æfinga, skemma æfinguna fyrir öðrum meira og minna. Þeir notfæra sér ekki dýr- an þjálfara eða missa af honum svo og svo lengi. Sé þetta inniæfing er búið að borga fyrir húsnæðið, það notast ekki vegna þess að ekki var komið stundvíslega til æíinganna. Að koma of seint á fundi hefur það í för með sér að annað hvort missir hann af hluta þess sem fram átti að fara eða fundurinn dregst á langinn og allir sem mættu stundvíslega hafa tapað tíma til annarra athafna. Umgengni um mannvirkin og áhöldin sem þar eru notuð, getur verið þannig að það bendi til mik- illar óreglu. Þar verður reglan að vera sú, að ganga ætíð vel um. Þetta eru leikföng sem nefna mætti djásn þeirra sem þau handfjalla eða um- gangast. Þar kemur til húsið með sínum leiktækjum, boltum eða hver sem þau nú eru. Svipað er um vell- ina að segja og boltana, sem þar eru notaðir. Hversu oft er það ekki, að fullkominn skortur sé á eðlilegri um- gengnisvenju við leiktækin. Þetta eru dýr og dásamleg tæki, yndi og eftir- læti þeirra sem af áhuga leika sér að þeim. En hversu margir misbjóða þeim ekki með því að spyrna þeim langar leiðir út af sjálfu leiksvæðinu og þá er allt í einu eins og þeim komi þau ekkert við, láta þau eiga sig þar, glata þeim. Þetta er mikil óvirðing við dásamlegan hlut, fyrir nú utan það að hann kostar mikla peninga. Snyrtimennskan í daglegri fram- komu við íþróttir kemur þarna með. Hvernig umgangast menn búninginn sinn, eru skórnir í góðu lagi þegar á hólminn kemur. Ilér vantar oft mikið á að svo sé, og þá vantar þann svip sem hvern reglumann má prýða. Öll þessi atriði, ásamt persónulegri framkomu í leik og utan vallar, skera úr um það hvort einstaklingurinn get- ur kallazt reglusamur eða ekki. Hér er dregið í efa að forustumenn félag- anna fyrst og fremst beiti áhrifum sínum í þessa átt sem skyldi. Þess- ari reglusemi verður að koma inn hjá unga fólkinu um leið og það er stutt fyrstu skrefin í þjálfuninni eða kennslunni. Hér er því skorað á alla þá Vals- menn, sem sinna ungu fólki, að gera sér grein fyrir þessum atriðum og vinna markvisst að því að þroska reglusemi meðal nemenda sinna. Ef vel tekst til hafa þeir fengið gott vegarnesti út í lífið og Valur eignazt betri félaga. Hér hefur ekki verið vikið sérstak- lega að reglusemi í sambandi við vín, og væri þó ekki vanþörf að ræða það ,,feimnismál“. Aðeins verður spurt: Eru forustumenn íþróttanna og þá Valsmenn meðtaldir, ánægðir með umgengni íþróttamanna við áfengi? Þora þeir ekkert að segja? Þora þeir ekkert að gera? Meira til gamans verður látin fylgja hér með samþykkt sem gerð var í Val fyrir um 25 árum og er í gildi enn, a. m. k. hefur hún ekki verið felld niður að því er bezt er vitað. Hún var þannig: 1. Að leikmenn í fyrsta aldursflokki neyti ekki víns tveim vikum fyrir mót eða einstaka leiki, svo og með- an mót stendur yfir. 2. Að algert bindindi sé á íþrótta- ferðalögum Vals, þar til síðasti leikur hefur verið leikinn. 3. Að í öðrum aldursflokki verði algjört vínbindindi. 4. Að þeir piltar einir í 3. fl. sem ekki reykja komi til greina í kapp- lið. 5. Að á æfingum í fjórða flokki verði drengjunum ekki þolað að hafa í frammi ljótt orðbragð eða ósið- lega framkomu og að vítt verði þegar í stað þar sem brotið fór fram, með aukaspyrnu eða víta- spyrnu. 6. Að allir þeir, sem mæta fyrir fé- lagið á einhverjum vettvangi, séu ekki undir áhrifum áfengis. Tillögur þessar voru einróma sam- þykktar af fundarmönnum og komu þegar til framkvæmda. Þess má líka geta að á þessum al- menna fundi, þar sem þetta var sam- þykkt og haldinn var í Verzlunar- mannahúsinu, flutti Jón Sigurðsson núverandi borgarlæknir fróðlegt er- indi um áhrif áfengis.

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.