Valsblaðið - 11.05.1973, Qupperneq 68

Valsblaðið - 11.05.1973, Qupperneq 68
66 VALS B LAÐIÐ Steinur J. Ijúðvíhsson: Heim með gull og silfur Dýfingar er íþróttagrein sem ekki er stunduð hér á landi, enda þarf til hennar sérstaka aðstöðu sem ekki er fyrir hendi. Að flestra dómi er hér um að ræða glæsilega íþrótta- grein sem krefst í senn áræðis og leikni íþróttamannsins, líkt og fim- leikar. Dýfingarnar hafa í áraraðir verið keppnisgrein á Olympíuleikum og lengst af hafa Bandaríkjamenn verið þar framúrskarandi jFyrir Olympíuleikana í Miinchen benti flest til þess að svo yrði einnig þar, en þegar á hólminn var komið reyndist málum á annan veg farið og í þeim fjórum dýfingagreinum sem keppt var í hlutu Bandaríkjamenn aðeins ein gullverðlaun, ein silfurverðlaun og ein bronzverðlaun. Gullverðlaunin hreppti Miki King, eftir mjög harða keppni við sænsku stúlkuna Ulrika Knape. I dýfingum af háum palli hlaut Knape hinp vegar gullverðlaun- in, og kom því heim frá Múnchen bæði með silfur og gull. í safn hennar bættust síðar gullverðlaun þau sem Svenska dagbladet veitir árlega, og þykja hvað eftirsóknarverðust verð- laun sem sænskir íþróttamenn geta hiotið. Ulrika Knape er aðeins 17 ára að aldri. Hún er frá Gautaborg og stund- ar þar nám í menntaskóla við góðan orðstý. Segja má að allur hennar frí- tími hafi farið í sund- og dýfinga- æfingar allt frá því að hún var smá- barn og aðeins 10 ára vann hún sinn fyrsta dýfingasigur á stórmóti, er hún varð Norðurlandameistari ung- linga, og hún var aðeins 11 ára þegar hún varð í fyrsta sinn sænskur meist- ari í dýfingum. Þá var hún kölluð undrabarn í íþrótt sinni og vissulega var henni fleira til lista lagt, þar sem hún varð sænskur meistari í 200 metra flugsundi þegar hún var 13 ára. Aðalástæðan fyrir skjótum frama Ulrika Knape er þó fyrst og fremst talin sú, að hún komst ung í kynni við einn bezta sundþjálfara Svía, Gunnel Weinaas, sem hefur haft með hana að gera allt frá því að hún hóf æfingar. Weinaas minntist þess er Knape var að hefja æfingar sínar, þar sem hún var þá óvenju stór eftir aldri og öðrum eins áhuga hafði þjálf- arinn aldrei komizt í kynni við fyrr. Hún æfði jafnan tvær klukkustundir á dag alla þá daga sem opið var á æfingastaðnum. og lagði sig einnig fram við að læra af myndum og teikningum af bezta dýfingafólki heims. Aðalmarkmið hennar var ekki að vinna sigur á stórmótum, heldur fyrst og fremst að skemmta sjálfri sér. Þegar æfingaprógrammi hennar var breytt fyrir leikana í Múnchen var hún ekki of ánægð með það, þar sem henni fundust æfingarnar leið- inlegri eftir en áður. Þótt vitað væri, að Ulrika Knape byggi yfir mikilli hæfni gerðu Svíar sér ekki miklar vonir um að hún yrði framarlega í Múnchen. Það var t. d. athyglisvert þegar blöðin voru að geta sér til um frammistöðu Svía á leikunum fyrirfram, var varla á hana minnzt. í einu þeirra gat þó að líta klausu, þar sem sagt var að Knape væri óþekkta stærðin í sænska Olym- píuliðinu. Hún ætti að geta orðið framarlega, ef hún hefði taugar til þess að þola álagið sem fylgdi keppni Olympíuleika. Og ef til vill vann Ulrika Knape Olympíusigra vegna þess að enginn reiknaði með henni. Hún gerði sér sjálf ekki miklar hugmyndir um getu sína, en ætlaði sér að gera sitt bezta. Fyrri dýfingagreinin var stökk af lægri palli, og þegar í fyrstu stökk- unum tók Knape góða forystu með geysilega stílhreinum og vel útfærð- um stökkum. Það var ekki fyrr en undir lokin að henni tók að mistak- ast örlítið, og nægði það til þess að Bandaríkjastúlkan náði gullverðlaun- unum. En mjótt var á mununum. Miki King hlaut 450,03 stig en Knape 434,19 stig og í þriðja sæti varð svo Marina Janicke frá A-Þýzkalandi með 430,92 stig. í dýfinguro af háum palli sýndi Knape ótrúlegt öryggi. Hún tók þegar forystu og jók hana eftir því sem á keppnina leið. Sigur hennar var öruggur 390,00 stig. Önnur varð tékkneska stúlkan Duchkova með 370,92 stig og í þriðja sæti varð Janicke frá A-Þýzkalandi með 360,54 stig. Sigurvegarinn í dýfingum af lægri palli, Miki King varð að láta sér nægja fimmta sæti. Sigurganga Knape vakti í senn undrun og gífurlegan fögnuð í Sví- Ulrika Knape. þjóð. Þessi 17 ára skólastúlka varð á hvers manns vörum og til marks um áhugann sem kviknaði á dýfing- um má nefna að á einum degi létu 150 manns innrita sig til æfinga í dýfingafélagi í Stokkhólmi, en í fé- lagi þessi höfðu verið fyrir 150 manns. Nú eru allir þeir æfingatím- ar sem félögin í stórborgum Sví- þjóðar hafa yfir að ráða fullnýttir, og þjálfararnir segjast þegar merkja að fram á sjónarsviðið sé að koma mjög efnilegt dýfingafólk. Velgengnin á Olympíuleikunum kom nokkru róti á huga Knape, svo sem við mátti búast. Heillaskeytin sem bárust henni frá heimalandinu fylltu margar ferðatöskur og þegar hún kom til heimaborgar sinnar var haldin þar mikil sigur- og fagnaðar- hátíð- Ekki leið þó á löngu unz Knape var tekin til við æfingar sínar að nýju, en ólíkt því sem áður var hefur hún nú sett sér ákveðið takmark til að keppa að. Hún ætlar sér að keppa á Olympíuleikunum í Montreal að fjórum árum liðnum og hreppa þar tvenn gullverðlaun. Mikið vatn á eft- ir að renna til sjávar áður en sú stund rennur upp, en flestir munu á einu máli um það. að ef Ulrika Knape sýni eftirleiðis jafnmikinn dugnað og ástundun við æfingar sínar, þá ætti það markmið að nást.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.