Valsblaðið - 11.05.1973, Qupperneq 53
VALSBLAÐIÐ
51
inu og ég hef getað, svona sem áhorf-
andi. Hingað hef ég komið á Vals-
daginn þegar ég hef getað og ég sé
eins marga leiki og ég get þegar Val-
ur er að keppa. Gróska er mikil í
Val, að mínum dómi, og hér er allt
á uppleið eins og sjá má.
Hvattir þú Sigurð til að ganga í
Val á sínum tíma?
Nei, ég þurfti þess ekki, áhuginn
hjá honum var mikill fyrir íþrótt-
„Að við séum menn nieð
mönnum“
Hvað er það sem bindur menn sam-
an í íþróttafélagi ? Er það aðeins
hugsunin um að iðka íþróttir og
keppa í kappliði eða er það eittlivað
annað og meira? Sjálfsagt yrðu svör
við þessari spurningu tvíþætt eða
jafnvel meira. Flest munum við liafa
gengið í Val moð þá hugsun fyrst og
fremst að æfa íþróttir og keppa síðan
untlir nafni félagsins í okkar rauðu
og hvítu búningum, yrðurn við nógu
góð hver í sinni grein til þess að fé-
lagið gæti liaft not af okkur í því
kappliði, sem við tilheyrum, íþrótta-
greinalega og aldurslega séð. En þeg-
ar við höfum kynnzt íþróttafélagi
eins og Val, þá sjáum við að það þarf
meira til ef félag á að dafna, en bara
íþróttafólkið sjálft. Við þurfum for-
ustumenn fyrir félagið í heild og fyrir
liverja deihl fyrir sig og þótt ótrúlegt
sé, hygg ég flesta sammála um að
árangurinn hjá félaginu hverju sinni
fari eins mikið eftir því hve góða for-
ustumenn við eigum eins og hinu live
marga virka íþróttamenn við eigum.
En það er ekki nóg að fá góða menn
til forustu í félaginu hafi þeir ekki
þann félagslega stuðning frá einstakl-
ingum innan félagsins sem nauðsyn-
legt er hverri stjórn félagsins eða
deildarstjórn. Þessi stuðningur kem-
ur fyrst og fremst fram í því að hver
einstakur félagi í Val láti sig félagið
og málefni þess einhverju varða.
Vissulega getur svo háttað til lijá
fólki að því gefist ekki kostur til fé-
lagslegra afskipta sem það óskaði
sjálft, eða sem æskilegt er að hver
og einn meðlimur félagsins láti af
liendi. En margt smátt gerir eitt stórt.
Dagur Hannesson, mikill áhugamaður
um knattspyrnu.
Ásmundur Ásmundsson og Magnús Þór.
Á myndina vantar Ásmund yngri.
um og hann valdi sjálfur félagið sem
hann vildi ganga í. Reynsla mín af
íþróttafélagi á borð við Val er sú,
að hollari uppeldisstofnanir séu ekki
til fyrir börn og unglinga. Við sjáum
að þau börn og unglingar, sem ekki
eru svo lánsöm að kynnast félagslífi
í íþróttafélögunum, eiga oftast göt-
una að leikvelli og síðar kannski eitt-
hvað annað verra.
S.dór.
Við stöndum nú frammi fyrir því
Valsmenn að nauðsynlegt er að
byggja nýjan knattspyrnuvöll, og að
nauðsynlegt er að byggja nýtt íþrótta-
liús. Þessi tvö verkefni eru orðin mjög
aðkallandi, þótt bygging vallarins sé
númer eitt sem stendur. Það er vitað
mál að við getum ekki komið vellin-
um upp nema með samstilltu átaki
allra félaga í Val, hvaða deild innan
félagsins sem þeir tilheyra. Á alveg
sama veg getum við lieldur ekki kom-
ið upp nýju íþróttaliúsi þegar þar að
kemur, sem vonandi verður næsta
átakið að vellinuin fullgerðum, nema
að sameiginlegt átak komi til. Þetta
sameiginlega átak er ekki bara að
gefa eitt eða tvö þúsund krónur til
sjóðs er sjá skal um framkvæmdir.
Þetta sameiginlega átak byggist á því
að hver og einn Valsmaður sé tilbú-
inn að koma að Hlíðarenda og gefa
svo og svo margar vinnustundir við
völlinn og húsbygginguna þegar þar
að kemur.
Við Valsmenn höfum alltaf talið
okkur aðeins framar en KK-inga og
viljum lialda okkur þar. KR-ingar
sýndu gott fordæmi um félagslega
þroskað fólk, þegar þeir byggðu nýja
íþróttaliúsið sitt fyrir nokkrum ár-
um. Það var ekki nóg með að leitað
væri til manna um fjárhagslegan
stuðning við byggingu liússins, held-
ur var stór, já, mjög stór liópur
manna í 2 ár, tilbúinn að koma í frí-
stundum sínum og gefa vinnu við
húsið. Þetta, og einmitt þetta, er það
sem við Valsmenn þurfum að gera
og það strax í vor, þegar hafizt verð-
ur lianda fyrir alvöru við gerð knatt-
spyrnuvallarins. Við þurfum „að sýna
það og sanna að við séum menn með
mönnum, sem markinu viljum ná“ og
að við séum enn aðeins framar KK-
ingum félagslega séð og að við, með
sameiginlegu risaátaki, ljúkum gerð
vallarins í sumar og íþróttahússins
á eins stuttum tíma og liægt er þegar
þar að kemur, sem vonandi verður
sem fyrst.
S.dór.