Valsblaðið - 11.05.1973, Blaðsíða 54
52
VALSBLAÐIÐ
Frímann Ilclgason:
Konan á bak við
Þegar við tökum saman efni blaðs-
ins, er þátturinn „Konan bak við Vals-
manninn" orðinn jafn sjálfsagður og
aðrar frásagnir af mönnum og mál-
efnum félagsins. Eins og við höfum
áður sagt er valið alltaf erfitt, því að
svo margar eru verðugar þess að
koma þar fram og margar, sem Vai-
ur stendur í þakkarskuld við. Þær eru
svo margar, sem beint og óbeint
leggja hönd á plóginn og vinna þann-
ig að velgengni Vals. Til álita í þetta
val koma allar eiginkonur þeirra
Valsmanna, sem vinna störfin utan
vallar, og oft geta verið tímafrek, og
ef til vill hálf-leiðinleg. Þar koma líka
til konurnar, sem verða að vera án
eiginmanna sinna flestar helgar sum-
arsins. Ef til vill má líta svo á, að
því meira sem hvílir á herðum bónd-
ans, verði það honum kærkomnara að
njóta skilnings og góðra orða og ráða
um það sem eiginmaðurinn er að
bjástra við.
Að þessu sinni er það formaður
félagsins, sem þessi kona stendur á
bak við, en eins og allir vita er það
Þórður Þorkelsson. Það var engin til-
vdiun á sínum tíma að hann var Kjör-
inn formaður. Um áratuga skeið hafði
hann verið virkur í starfi á mörgum
sviðum fyrir Val og var því allra
manna kunnugastur því sem var að
gerast í félaginu á hverjum tíma.
Hann var einnig virkur keppandi í
íþróttum bæði í knattspyrnu og þó
sérstaklega í handknattleik. Ýmis
nefndastörf tók hann einnig að sér,
verið í stjórn félagsins og deilda og
formaður þar.
Það var sama hvaða verk hann tók
að sér, hann leysti þau með þeirri
samvizkusemi, að á betra verður ekki
kosið. Hann skilaði störfum sínum
alltaf betur en gert var ráð fyrir og
var honum þó í engu vantreyst.
Þetta hlýtur að sjálfsögðu að hafa
þýtt það, að eiginkonan og heimilið
hefur ekki getað haft hann stöðugt
sér við hlið, þar hefur Valur komizt
svolítið „upp á milli“. En við, sem lít-
um á Val sem aðila er miklu sé fórn-
andi fyrir, vonum alltaf að hún og hin
helgu vé þeirra bíði á engan hátt tjón,
eða a. m. k., að sem sárabætur komi
margháttaðar minningar sem megi
Valsmanninn
varðveita og ylja sér við, þegar
„kyrrðin færist nær“.
Konan bak við Þórð Þorkelsson
heitir Svanhildur Guðnadóttir, Reyk-
víkingur í húð og hár, og eiga þau
eina dóttur, sem þó hefur ekki ílenzt
í Val, er mikil útivistarmanneskja,
fer mikið á skíði og starfar að þeim
málum í Ármanni.
Við skulum nú heyra hvað hún
hefur að segja um viðhorf sitt til
íþrótta og félagsmála og þess að sitja
og bíða bónda síns, sem oft er held-
ur lengi á fundum og leikjum, að
leggja á ráð til eflingar Val og sjá
leiki með misjöfnum eftirköstum.
Hefur þú iðkað íþróttir og þá
hvaða ?
Svolítið hef ég fengizt við það.
Byrjunin var sú, að ég iðkaði sund
með Glímufélaginu Ármanni, einnig
æfði ég dálítið handknattleik þegar
Grímar Jónsson þjálfaði Ármanns-
stúlkurnar, en ég var lítil keppnis-
manneskja. Aðallega voru það þó
skíðaferðir, ég var mikið með Ár-
menningum í Jósefsdal. Byrjaði þar
fyrir alvöru, eftir að skíðaskálinn þar
brann. Ég vann við að byggja hann
upp aftur og leggja veginn þangað
uppeftir. Sumartíminn fór í að byggja
skálann og svo voru skíðaferðir á
veturna. Þetta voru mér ógleyman-
legar stundir og enn förum við á skíði
við og við. Þetta var mjög samstillt-
ur hópur og margt skemmtilegt gerð-
ist. Annars hef ég alltaf verið mikið
fyrir útilíf og hef skoðað mikið af
landinu okkar með Farfuglum.
Það gæti nú litið svona og svona
út að vera mikill Ármenningur, en
Þórður er nú víst ekki sá fyrsti, sem
leitar sér kvonfangs í Ármanni.
Ég horfi dálítið á iþróttakeppnir,
mér finnst það mjög spennandi, sér-
staklega ef maður heldur meira með
öðru liðinu, og þá er mér sama hvaða
keppni er. Annars dái ég mest fim-
leikasýningar og listhlaup á skaut-
um, vegna þeirrar fegurðar, sem þar
kemur fram.
Hafa ættmenn þínir iðkað íþróttir?
Ekki neita ég því, elzti bróðir minn,
Ragnar, var góður sundmaður á sín-
um tíma og efnilegur, en hætti of
snemma og fór til sjós. Páll bróðir
Svanhildur Guðnadóttir.
minn var virkur leikmaður í Val, tók
mikinn þátt i stjórnarstörfum og var
í allmörg ár formaður Vals, svo þetta
virðist vera eitthvað í blóðinu.
Manst þú eftir leik, sem þú hefur
horft á, sem hefur næstum því feng-
ið þig til að arga?
Mér er nú eiginlega minnisstæð-
astur leikur Vals við Benfica hérna
um árið, maður gargaði ekki, heldur
stóð á cndinni, að ekkert mark skyldi
koma. Maður stóð hljóður og undr-
andi í þessari spennu. Svona leikir
eru spennandi og skemmtilegir.
Telur þú að íþróttir séu holl tóm-
stundaiðja fyrir unglinga?
Ég held að hver sá, sem ekki kemst
í snertingu við þær, fari mikils á mis.
Þetta er einstakur andi sem menn
lifa og hrærast í við íþróttir og fé-
lagslíf. Mér finnst það sjálfsagður
hlutur, og má segja nauðsynlegt fyr-
ir unglinga að hafa íþróttir sem
áhugamál. Eitthvað verða þeir að
hafa, og hvað finna þeir betra, og
ég ráðlegg ungu fólki tvímælalaust
að æfa íþróttir.
Ræðið þið hjón mál Vals, eins og
þau liggja fyrir hverju sinni?
Maður kemst nú ekki hjá því, þetta
er svo sterkt og ofarlega í samræð-
um yfirleitt, þetta kemur alltaf upp.
Málin eru rædd fram og aftur. Stund-
um hef ég gaman af því, ef það verð-
ur ekki of mikið, en það er að vísu
ánægjulegt að fylgjast með því sem
er að gerast, og þá sérstaklega þegar
vel gengur og það getur verið gam-
an að ræða, hvernig hægt sé að leysa
vandamálin og sjá hvernig þeim reið-
ir af. Það kemur sem sagt oft fyrir
að við ræðum málin. Spyrji hann mig
álits, segi ég það sem mér býr í
brjósti, hvort sem það fellur að hans
skoðunum eða ekki.
Ert þú áköf Valsmanneskja?