Valsblaðið - 11.05.1973, Qupperneq 39

Valsblaðið - 11.05.1973, Qupperneq 39
VALS BLAÐIÐ 37 Öslittr Jóhannsson: N orðurlandaför handknattleiksmanna Vals Þriðjudaginn 25. júlí 1972 hélt um 50 manna hópur frá Val í keppnis- ferðalag til Norðurlanda. Þetta voru II. og III. flokkur karla í handbolta og II. flokkur kvenna, einnig í hand- bolta. Lagt var af stað frá Félagsheim- ilinu eldsnemma morguns eftir heil- ræði og kveðjur foreldra og kunn- ingja. Fyrst var haldið til Keflavík- urflugvallar og verzlað í Fríhöfninni, eins og Islendinga er siður, þegar þeir fara til útlanda. Meðal annars keypti Super sér myndavél og film- ur. (Líka sælgæti). Tóti Eyþórs ,,beauty“-sólgleraugu, svo að fá dæmi séu nefnd. Tilkynnt var um 9-leytið brottferð Leifs Eiríkssonar til Kaupmannahafn- ar. Ekkert markvert gerðist í flugvél- inni á leiðinni nema það, að flogið var í 33 þús. feta hæð og snæddur var morgunverður. Reyndar var Davíð túristi í III. flokki farinn að hressa upp á móralinn með söng og gítarundirleik. Lent var á Kastrup-flugvelli um kl. 11.50 árd. á staðartíma. Hitinn var um 20 stig. Einn af forráðamönn- um Copenhagen Cup (en svo hét keppnin sem við tókum þátt í) tók á móti okkur. Því næst var ekið í rútu með hópinn til gististaðarins, sem hét Lykkeboskole, ekki langt frá Valby-Idrætspark, staðnum þar sem keppnin átti að fara fram. I keppni þessari tóku þátt 522 lið frá mörg- um löndum Evrópu, eða um 6 þúsund einstaklingar. í skólanum bjuggu nokkur karla- og kvennalið frá hinum Norðurlönd- unum. Eftir að við höfðum komið okkur fyrir í skólanum, fóru menn ýmist á æfingu, í verzlunarferðir, eða að borða. Etið var í íþróttahúsinu Val- by I.D.R. Um kvöldið fóru flestir í Tivoli, sem var mjög skemmtilegt. Um kl. 12 á miðnætti voru allir komnir í svefnpokana sína og hvíldu lúin bein, enda heyrði undirritaður margan manninn tala upp úr svefninum þá nótt. 5fc Copenhagen Cup 26.-27.-28.-29. juli 1972 Miðvikudagur 26. júlí. Klukkan 8 morguns vöknuðum við. Tókum við þá að snæða morgunverð í Valby. Reynt var að afla upplýsinga um síðustu einvígisskákina heima á Fróni. Utanfarar Handknattleiksdeildar Vals Sumarið 1972. Tóku þátt í tveimur stórum alþjóðamótum í Kaupmannahöfn og Gautaborg og stóðu sig sérstaklega vel. Á eftir var farið í verzlunarferð um Kaupmannahöfn (Strikið o. fl.), og reynt að fá sér sandala (mandala). Um hádegið fóru flestir af Hlíðar- endafólkinu til að horfa á 3. fl. karla keppa gegn Irsta frá Svíþjóð. Leikn- um lauk með jafntefli 6—6. Á eftir borðuðum við hádegismat á staðnum. (Ef mat skyldi kalla). Þess má geta, að allir leikir voru leiknir á steyptum völlum; en úr- slitaleikir inni. 3. fl. karla lék svo annan leik seinna um daginn við T.S.C. Oberursel frá Þýzkalandi og unnu 9:5. 4. fl. Þróttar lék gegn Luisar tvisv- ar þennan dag og unnu í bæði skiptin. 2. fl. karla byrjaði á sínum riðli 7,15 og lék þá við KFUM Boras frá Svíþjóð. Frekar gott lið. Við unnum 4:3 eftir baráttuleik. Um kvöldið var svo haldin kvöld- vaka á grasinu fyrir utan skólann, sem hinum gestunum líkaði vel og tóku þátt í með okkur. Birgir Titanic nældi sér í fallega dömu (norska frá Oppsal) og þá hófst ballið fyrir al- vöru. Fimmtudagur 27. júlí. Sigursæll dagur, sem hófst með því, að fólkið vaknaði (ekki satt) um kl. 8. Um 9-leytið var svo stutt æfing á grasinu. Síðan snæddur morgun- verður og slappað vel af til hádegis. Því næst var farið á íþróttasvæðið og horft á Valsstúlkurnar leika sinn fyrsta leik í riðlinum við Norbygda frá Noregi. Valur vann leikinn 3:2. 4. fl. Þróttar var líka að keppa á þessum tíma, og unnu góðan sigur yfir Lugi frá Svíþjóð 8:6. 3. fl. karla keppti síðan um dag- inn við Avedöre frá Danmörku. Val- ur vann 6:4. Valsstúlkurnar kepptu svo aftur þennan sama dag við Tuve i.f. Svíþjóð og endaði leikurinn með jafntefli 2:2. Um 5-leytið keppti svo 2. fl. karla við Viborg Danmörku. Leikurinn hófst með hringhrópi, sem hafði ver- ið samþykkt að taka upp í byrjun leikja — einróma. Við unnum leik- inn 6:4. 2. fl. karla lék svo sinn þriðja leik kl. 6 gegn E.F.K. Nyköping frá Svíþjóð. Við unnum þann leik einnig með 6:4. Ólafur Blomsterberg varði hreint stórkostlega í leikn- um eins og í fyrri leikjum. Um kvöld- ið dreifðist hópurinn. Ýmist var far- ið í Tivoli eða í bíó. Föstudagur 28. júlí. Vaknað var eldsnemma um morg- uninn. Hiti var um 25°C. Farið var í stutta æfingu undir stjórn Tóta Ey- þórs. Kl. 9,15 lék 2. fl. karla við IK 25 Svíþjóð, sem vannst 8:6. Merkur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.