Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1901, Blaðsíða 55
31
menn, og sumir allslausir. Þeir Skafti Arason
og Sigurður Christopherson munu hafa verið
efnaðastir. Skafti átti 12 nautgripi, og voru þar
af 3 vinnu-uxar. Sigurður átti eitthvað lítið
færri gripi, og var það aleiga þeirra. Þó má
geta þess, að Skafti átti $3.00, og keypti hann 50
pund af hveitimjöli fyrir $2.50 af þeirri upphæð
um sumarið eftir að hann flutti á land sitt. Um
Sigurð skal þess getið, að þegar hann sótti konu
sína og börn, gekk hann alla leið til Winnipeg,
því að þótt þá væri komin járnbraut á milli
Portage la Prairie og Winr.ipeg, þá hafði hann
enga peninga til að borga far sitt með. En
þrátt fyrir fátækt landnema varð enginn veru-
legur bjargarskortur. Hey og hagnr voru í
bezta lagi og afurðir gripanna því miklar, og
fljött eignuðust menn svín og hænsn, sér tii
mikils hagnaðar. Allir bygðu bjálkahús og
hjálpuðu hver öðrum við það starf; voru þau
gólflaus í fyrstu, og með torfþaki, því að borð-
viður var ekki fáanlegur. Allir byrjuðu strax á
fyrsta ári að plægja lönd sín og fengu góða upp-
sktru úr þeim blettum á öðru ári. Fyrstu árin
var alt hveiti slegið með ,,reapers“, sem ein-
stöku menn áttu, og bundið með höndum á eftir,
en hey-sláttuvélar fengu sumir þegar í byrjun
og sLógu svo fyrir nágranna sína lika. Uxar
voru hafðir til allrar vinnu; enginn átti hesta
fyrstu árin, og varla nokkur bóndi vagn heldur.
Einstöku maður kom með tvíhjólaða kerru (Red
River Cart), en aðrir smíðuðu sér trévagna og
notuðu þá fyrstu árin; voru þeir með eintrján-
ings-hiólum og all-óliðlegir.
Hinn mesti örðugleiki nýbyggjanna var
fjarlægð nýlendunnar frá járnbraut og allri