Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1901, Qupperneq 66
42
ur til þeirra félaga að Pembina-heiðum. Höfðu
tveir af þeim tekið sér lönd fast hjá Olson, en
tveir, Jóhann Hallson og sonur hans, og sá
þrif'ji, er bætst hafði í hópinn, tengdasonur .Tó-
hanns, Gísli Egilsson, höfðu numið land nokkr-
um spöl vestar en þar sem vér áðum um vorið.
Sagði eg þeim greinilega frá landaskoðun minni
suður frá, það með, að mér þætti ekkert efamál
að kjósa hér bygð fremur en þar. sérstaklega af
þeim tveimur ástæðum, að bæði lægi þetta land
nær fyrir Ný-íslendinga að komast á það, og
auk þess væru hér svo hentugir og miklir skógar,
en syðra, í Minnesota, ekki að fá nema gras-
vaxnar sléttur, skóglausar með öllu.
Jóhann Hallson hugsaði sig ekki lengi um,
eftir að við skildum um vorið, að hverfa aftur
til Nýja Islands og sækja fjölskyldu sínaogbús-
lóð. Vakti þetta ekki alllítið athygli manna i
Nýja Islandi.
Nú líður og biður fram eftir vetrinum.
Menn fara að hugsa þetta mál og ræða það,
fyrst sín á milli, og mælist misjafnlega fyrir
eins og gengur. Sumir fóru að yrkja um Nýja
Island föðurlandssöngva. Eramfari breiddi þá
út, en almenningur virtist ekki reiðubúinn að
taka undir þá. Menn sannfærðust æ betur og
betur um. að framtíð Nýja Islands væri ófríð;
en aftur á hinn bóginn var það ískyegilegt, að
ganga frá húsum og verkum sínum þar um lang-
an tima, stjórnarláni, hálfbygðum kirkjum, gröf-
um ástvina sinna, og verða svo að yrkja upp á
nýjan stofn í annari eyðimörk. Kom þar um
síðir hrej’fingum þessum, að boðað var til opin-
bers fundar af þáverandi þingráðsstjóra, Ólafi
Ólafssyni frá Espilióli. Sá fundur var þó ekki