Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1901, Page 92
68
fögrum tárurn, og grönin og furan drúptu, dapr-
ar í bragði og dauðhryggar.
Konungssonurínn kom í gegnum skóginn,
búinn konunglegum skrúða, með gullkórónu á
höfði, og englar voru í föruneyti bans, sem þjón-
uðu honum, og gjörvallur skógurinn enduróm-
aði af heilögum lofsöngsröddum, og aldrei á
jörðu höfðu heyrst þvílíkir söngvar sem þeir, er
skógurilm söng þennan jóladagsmorgun kon-
ungssyninum til dýrðar. Konungssonurinn kom
þangað sem hið sofandi barn hvíldi; hann brosti
blíðlega til hennar og ávarpaði hana með nafni.
,,Barbara, elsku barnið mitt!“ sagði liann,
,,vaknaðu og komdu með mér.“
Þá opnaði Barbara augun, og sjá ! hún sá
konungssoninn augliti til auglitis. Og það var
sem nýtt líf streymdi um hana alla; það færðist
ylur um líkamann hennar litla og roði í kinnarn-
ar, og guðdómlegir geislar stóðu af augum henn-
ar. Nú var hún ekki lengur klædd í tötra, held-
ur í drifhvítan dragkyrtil, og á silkimjúku gulu
lokkunum bar hún kórónu sem ástríkum börn-
um og englum er gefín.
Og þegar Barbara stóð upp á móti konungs-
syninum, féll snædrífuhnoðrinn litli af vanga
hennar ofan á barminn á henni, og þegar í stað ö
varð hann að perlu, sem bar langt af öllum
demöntum og dýrgripum jarðarinnar.
Konungssonurinn tók Barböru í faðm sér og
blessaði hana, og eftir að hafa gengið um kring
fór hann með hana heim í höllina sína. En
skógurinn, hafið og himininn sameinuðu raddir
sínar í einum allsherjar lofsöng.
Borgin beið og 'vænti komu konungssonar-
ins, en hann kom ekki.