Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1901, Síða 104
en ekki hopaði Páll, eða hikaði við. Hann klifr_
aði upp eftir urðinni án'þess að líta til hægri
eða vinstri, og endur og sinnum hleypti hann af
marghleypu sinni, er hann þóttist sjá færi.
Brattinn var svo mikill, að hann varð stundum
að styðja sig við bjarghyrnu með höndunum, og
annan sprettinn nam hann staðar augnablik í
senn, í skjóli við stein, til að kasta mæðinni.
Með köflum miðuðu margar byssur á hann, og
hljóðaði hún þá upp af hræðslu og örvinglun,
því hún bjóst við að sjá hann hníga niður dauð-
an á hverju augnabliki. Samt slapp hann, þó
stundum sæi hún kúlurnar dynja eins og regn-
dropa á urðarsteinunum rétt við fætur hans.
Rétt í þessu sá hún koma annan enskan liðs-
foringja og klifra upp urðina samhliða Páli.
Hún þekti hann vel. Hann var sonur hans
Joyce læknis og hafði æfinlega verið heldur
vandræðamaður fyrir fólk sitt heima. Og rétt
áður en herdeild þeirra Páls hafði hafiðhergöng-
una norður um Indland hafði Páll gefiðí skyn í
hréfi, að það hefði verið hepni fyrir læknis-soninn
að stríðið byrjaði svona fljótt, því það hefði verið
farið að fækka um griðastaði í herbúðunum.
Hvað hann hafði aðhafst var nokkuð, sem Páll
hafði ekki nefnt á nafn, en af andanum í orðum
hans réð hún, að það hefði verið eitthvað ljótt.
Nú sá hún þá ganga samhliða og á tilburðum
þeirra sá hún, að þeir voru að tala saman. Og
henni virtist svo sem læknissonurinn væn
að hvetja Pál til enn gapalegri framsóknar. Víst
var það, að þeir greiddu svo sporið, að þeir
urðu innan skamms talsvert á undan fylking-
unni.
A einu vetfangi hurfu þeir háðir fyrir klapp