Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1909, Blaðsíða 51
ALMANAK 1909.
29
við kosningar löngu áður en eg hafði verið nefn.dur á nafn
til forsetaefnis. Til að koma á friði, ætti eg þá að selja
vini mína. Því neita eg eitt skifti f)'rir öll. Eg svara
því og engu öðru. Það væri að kaupa forseta-tign verði
ofháu“. •
Illa var talað um Taft á eftir fyrir einþyknina, sagt,
að hann væri eintjrjáningur og ætti ekkert af hyggindum
stjórnmálamannsins. Og þó haf'a þarna komið fram
mannkostir, sem þjóð hans hefir kunnað að meta og vin-
festan orðið vænni til sigurs en undirhyggja og kænska.
Síðustu ár hefir Taft verið álitinn úrræðamaðurinn, er
vandræði hefir að höndum boriö, sem öðrum hafa verið
ofvaxin. Sjálfsagt hefir þótt að fela Taft á hendur að
færa þau á rétta leið. Eigi að eins skóp hann skipulag
úr óskapnaði í Filippseyjum, heldur bægði hann borgara-
styrjöld frá dyrum í Cuba og stjórnleysi, kom sáttum á
við páfahirðina út af eignum kaþólskrar kirkju í Filipps-
eyjum, hratt af stað Panamaskurðar-fyrirtækinu mikla
með nýju fjöri. Roosevelt sagði um hann, að hann væri
stærsti starfskrafturinn í landinu. Hann tekur enga hvíld.
Hann er að vinna frá kl. 8 að morgni til miðnættis,
,,Hann vinnur eins og víkingur, er harðsóttur að leikum,
hávær, þegar hann hlær, sefur eins og selur, etur hraust-
lega, og kemur óþyrmilega við kaun, ef hann er illa
hvektur“. Svo er honum lýst af einum samtíðarmanni.
Hann hefir haft hamingju með sér í öllum málum, sem
hann hefir haft með höndum og hamingju með sér nú við
kosningarnar. Vonandi nytur hann sömu hamingju við
forsetastörfin. Hann þarf þar á öllum sínum dugnaði að
halda. Forsetaembættið er sjálfsagt stærsta, umfangs-
mesta og vandasamasta embætti, sem nokkurum manni á
jarðríki er í hendur fengið. Sagt hefir verið um Taft, að
hann standi miðja vegu milli McKinley og Roosevelt;