Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1909, Blaðsíða 75
ALMANAK 1909.
53
Jarðir hafði Björn keypt fleiri. Eitt sinn keypti hann
160 ekrur,allaríakr, fyrir $2200og-þóttu sérlega góð kaup.
Að tveim árum liðnum keypti hann enn eina jörð og
var einn fjórðungur hennar plægt akurland; kostaði hún
$1800. Því næst keypti hann í félagi við annan aftur aðra
jörð til heyskapar og haglendis og kostaði hún $900.
ÞegarBjörn brá búi,var hann eigandi að 720 ekrurn lands
(4j4 jörð) og má það alt heita bezta akuryrkjuland. Hann
var svo heppinn að ná landspildum sínum þar sem sléttan
var frjóust. Enda hefir hann haft lán sérlega mikið með
akuryrkju sína frá fyrstu byrjan.
Eigi hefir hann samt farið varhluta af þeim misfellum,
sem fyrir flesta koma. Eitt sinn brann hveitikorn hans
alt, rétt komið í kornhlöðu,og ekkert eftir,nema taka pen-
ingana fyrir. Að eins átti hann eftir svo sem nam útsæði.
Fyrir fjórum árum var álitið af eftirlitsmanni stjórnarinn-
ar, að hestar hans allir hefði sýkst af ólæknandi fári, þó
Björn hefði sjálfur annað álit. Voru þrettán hestar dæmd-
ir til lífláts og skotnir niður fyrir lionum; hefði slíkt verið
hverjum meðalmanni tilfinnanlegur búhnekkir, þó Domin-
zbw-stjórnin bærti þriðjung skaðans. En árið 1907, er
Björn brá búi, var hann aftur búinn að eignast sama
hestafjöldann og áður. — Stærsta harmsefnið, sem fyrir
þau hjón hefir komið á lífsleiðinni, var lát einkasonar
þeirra, 18 ára gamals; hann lézt úr brjósttæringu á þeim
aldri, er vonir foreldranna eru að rætast og missirinn hvað
sárastur.
Fyrir tólf árum reisti Björn laglegt hús, vandað, en
eigi sérlega stórt, og var það eitt af fyrstu timburhúsum
bygðarinnar. Gott þótti að sækja þau hjón heirn, hvort
heldur var í bjálkahúsinu þeirra gamla eða timburhúsinu
nýja. Hver sem að dyrum kom átti ávalt víst að mæta
stökustu ástúð og naumast var sá greiði til, sem Björn
3