Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1909, Blaðsíða 69
ALMANAK 1909.
47
elztu Vestur-íslendingar, sem nú eru nafnkunnir menn :
Brynjúlfur Brynjúlfsson frá Skeg'yjastöðum í Húnavatns-
sýslu, Jakob Hákonarson Espólín, Hannes Jónsson irá
Þernumýri í Húnavatnssýslu.
Sigtryggur Jónasson kom til móts við hópinn í Quebec
og sömuleiðis Jóhannes Arngrímsson, sem þá var erind-
reki Arava Scotót-stjórnar. Þegar Björn kom til Quebec,
átti hann eina spesíu í vasa; ekki var nú auðurinn meiri.
Hópurinn fylgdist allur með Sigtryggi til Kinmount-bæjar
í Ontario-fylki. Þar útvegaði hann öllum, sem unnið
gátu, járnbrautarvinnu, sem entist þeirn í fjóra mánuði,
eða þangað til í marz vorið eftir. Um veturinn dóu öll
börn innflytjenda þessarra, þau er voru á i. og 2. ári.
Síðasta ungbarnið, sem lézt, var barn þeirra Björns og
Kristínar. Slæmu húsnæði og þrengslum var kent um
þenna barnadauða. Heilsufar mátti þó heita bærilegt á
fullorðnu m.
Frá Kinmount fóru margir, þegar járnbrautarvinnan
var úti, til bæjarins Millbrook, einar 70 mílur austur.
En einnig þar var atvinna lítil. Þau Björn og kona hans
réðust til bónda eins skozks, þar úti á landsbygðinni og
reyndist hann þeim vel. En nú tók hópurinn að tvístrast
allmjög. Nokkurir fylgdust með Jóhannesi Arngrímssyni
til Nova Scotia-fylkis og námu þar land í skóglendi miklu
milli héraðanna Musquodoboit og Mooselands,sem skáld-
iðjóhann Magnús Bjarnason hefir lý$t svo greinilega í
sögum sínum. Stjórnin gaf þeim atvinnu við að ryðja
braut gegn um skógana milli héraða þessarra um sumarið.
Hverjum landnema bauð hún 100 ekrur af skóglendi
þessu; reisti þar bjálkakofa, 16 fóta breiðan og 18 fóta
langan og lét ryðja sltógi af einni ekru,til þess bóndi helði
ofurlítið sáðland þegar á næsta vori. Þótti flestum þetta
góð boð og aðgengileg, eins og líka hefði verið, eí land-
kostir hefði reynst góðir.
*