Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1909, Blaðsíða 94
72
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON :
sína í Illinois-ríkiö, sem hann hóf sig upp í frá einni virð-
ing- til annarar, unns hann var kjörinn í æðsta embættiö,
er lýðveldið á til. — Lincoln-fjölskyldan tók sér bólfestu á
skógi vaxinni hæð við Sagamon-átia, um 5 mílur frá
Decatur-bæ í Macon-county. Abraham hjálpaði föður
sínum til að byggja sér bjálkahús á nýbýlinu, og hann og'
frændi hans,John Hanks, sem kom nteð þeim frá Indiana,
plægðu 15 ekrur af grassléttunni á hinni nýju bújörð, og'
klufu nóg skíði til að girða með blettinn. Sýnishorn af
þessum skíðum voru borin inn í fundarsalinn þar sem
Abraham Lincoln var tilnefndur sem forseta-efni 30 árum
síðar.
Að þessu loknu fór Abraham Lincoln burt frá föður
sínum og fór að eiga með sig sjálfur. Hann hafði ekkert
með sér úr föðurgarði utan föt sín — það var enginn dýr-
indis-klæðnaður — og skógaröxi sína. Hann hafði ofan
af fyrir sér sent bezt hann gat um veturinn, er var hinn
harðasti í manna minnum þar í ríkinu, en um vorið vist-
aðist hann hjá manni.er hét Offut,til að fara með honum á
einu fari því er flatbátar nefnast — hlöðnu bændavöru -
ofan eftir Missisippi-fljótþalla leið til New Orleans-borgar
við mynni þess. Lincoln hafði farið samskyns ferð einu
sinni áður frá Indiana og þótt duga vel. Kaupið var $8
á mánuði. Þessar ferðir voru hin fyrstu tækifæri, er hann
hafði fengið til að sjá dálítið af veröldinni fyrir utan heim-
kynni sitt. í siðari ferðinni sá hann þræla selda váð op-
inbert uppboð í New Orleans. Honiim ofbauð sú sjón
svo, að hann sagði við kumpána sína : ,,í 'guðs bamum
látum oss fara burt frá þessu, piltar. Ef eg nokkurn
tíma fæ tækifæri til að berja á þessu skrímsli (þræla-
verzluninni), þá skal eg greiða því þung högg“. Við-
burðir ,,þrælastríðsins“ sýna hvernig hann uppfylti þetta
heit sitt.