Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1909, Blaðsíða 59
ALMANAK 1909.
37
því til ráðs tekiS, að lcaupa nokkrar kýr í Gretna og þar í
grennd og flvtja þær vestur. Voru þá keyptar 12 kýr
og 1 árungur; verðið á þeim var 20—25 dali hver kýr.
Flestar voru kýr þessar magrar og ljótar útlits, og óbætt-
ar að þynferði. Svo var leigður járnbrautarvagn fyrir 85
dali, til að flytja þessa nautgripi og farangur manna vest-
ur til Calgar)r; einn maður hafði frítt far í vagninum til
að hirða gripina á ferðinni. — Svo var ferðinni haldið á-
fram til Winnipeg.
í Winnipeg urðu menn að dvelja nærfelt tvo sólar-
hringa, af þeirri ástæðu, að S. ). Björnsson áleit ráð-
legast, að lcaupa þar ýms búsgögn, svo sem matreiðslu-
stór og ýms smærri áhöld; lcvaðst hann vita, að allt þess-
konar væri dýrara vestur í Calgary, sem þó elclci var í
raun og veru þegar flutningskostnaður var lagður við
söluverðið, svo það varð að eins til fyrirhafnar, en engra
hagsbóta; og það ætlum vjer óhætt að segja, að slíkt var
vanhyggju Sigurðar að kenna. Svo voru menn að heim-
sælcja vini og vandamenn, sem bjuggu í borginni, og
kveðja þá. — Þá voru farbrjef lceypt til Calgary, og fengu
vesturfarar þau fyrit hálft verð, 17 dali og 50 cent fyrir
fullorðna.
í hópnum, sem flutti frá Dakota, vtoru þessir fjöl-
skyldufeður: Sigurður ]. Björnsson, Ólafur Ólafsson,
írá Espihóli, Benidikt Ólafsson, Einar Jónasson, lælcnir,
Sigurður Árnason, Bjarni Jónsson, Jónas J. Hunford,
Benidikt Jónsson, Bardal, Gísli Jónsson, Dalmann. í
ferðinni voru einnig þrír fjölskyldulausir menn : Guð-
mundur t>orláksson, Jón Guðmundarson og Jósef Jóns-
son. í Winnipeg keyptu sjer einnig far vestur : Jóhann
Björnsson, Eyjólfur llel gason og einn einhleypur maður,
Jón Einarsson. Frá Winnipeg var lagt á stað 29. maí-
mánaðar og lcomið til Calgary aðfaranótt 1. júníntánaðar.