Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1909, Blaðsíða 96
74
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON :
ingrt. Hann var þá að eins 25 ára. Og svo fátækur var
hann, aö hann varö aö fá lánaöa peninga til aö geta keypt
sæmileg klæöi til þingfarar. — Rétt á eftir varð hann fyr-
ir þeirri sorg aö heitmey hans, er hann unni mjög, dó, og
tók hann þenna tfiissi svo nærri sér, aö það lá við aö hann
gengi af vitinu. Er sagt, aö hann hafi jafnan verið þung-
lyndari upp frá því.
Það er ekki hægt að segja tneð sanni, að Lincoln
reyndist neinn sérlegur ^arpur sem löggjafi á lllinois-
þinginu í byrjun, enda haföi hann hugann mest viö lög-
fræðis-nám sitt. Það viröist sem hann hafi ekki viljað
nota neina tilsögn hjá öðrum, heldur lært eingöngu af
bókum. Sjálfetraust, óvenjuleg ástundun, afbragös
skilningur og minni virðist hafa verið sterk einkenni hans.
Eftir að hafa þannig lesið lög í mörg ár, tók hann próf og'
fekk lögfræðings-leyfi fyrir Illinois-ríkið 1837, en 3. des.
1839 fekk hann leyfi til að fiytja mál fyrir réttum ríkja-
sambandsins — sania dag og Stephen A. Douglas, sem
Lincoln æh'ð átti í brösum við eftir það. Þetta sama ár
var Springfield —þá smábær með hérumbil i^ooíbúum —
gjörð að stjórnarset.ri fyrir Illinois, og flutti Lincoln sig þá
þangað, því þar gat hann þægilega rekið bæði lögmanns-
starf sitt og sinnt störfum sínum sem þingmaður. Hann
fekk brátt allmikla aðsókn sem lögmaður, og tók þá í fé-
lag við sig vin sinn frá Black Havvk Indiana-ófriðnum,
majór John T. Stuart. Eftir ósk Lincolns var þessi félagi
hans talinn fyrir, þ. e. félagið nefndist Stuart & Lincoln,
og sýnir þetta, eins og margt annað, hve göfuglyndur
Lincoln var. Þessi félagsskapur varaði samt ekki nema
þangað til í apríl 1841. Þá gekk Lincoln í félag við fyrr-
um dómara Stephen T. Logan, en sá félagsskapur varaði
heldur ekki lengi. Þar á eftir gekk Lincoln í félag við
bezta vin sinn, William H. Herndon, og varaði sá félags-