Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1909, Blaðsíða 90
68
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
myrtur eftir að hann haföi frelsað ríkja-sambandið og leyst
fleiri miljónir svertingja úr þrældómi.
Piltinum, Abraham Lincoln, þótti gaman að veiðum,
en varð snema alvörugefinn og þyrsti eftir mentun, svo
að í stað þess að eyða tíma sínum í veiðiskap, gekk hann
daglegfa með systur sinni á skóla-nefnu, sem var tjórar
mílur burtu frá heimili þeirra. En sú skólaganga varaði
eklci leng-i. Árið 1816 — þá var pilturinn 7 ára — varð
faðir hans missáttur við nágranna sinn, og út úr því var
það,að Thomas Lincoln flutti um haustið með tjölskyldu
sína vestur í Indíana-ríki og tók sér bólfestu í óbygðun-
um í Perry-county, við læk, er nefndist Pigeon Creek.
Þar átti fjölskyldan erfitt uppdráttar framan af, því lífs-
vonin bygðist á dýrum þeim, er bóndinn skaut til matar, '
og maískorni, er yrkt varð á bletti, sem skógurinn var
ruddur af. Hér við bættist,að pláss þetta var óheilnæmt,
og dó móðir Abrahams úr sýki, er gekk í bygðinni, tveim
árum eftir að þau settust þar að. Er sagt, að pilturinn,
sem var frá upphafi viðkvæmur í lund, hafi syrgt móður
sína mjög, þótt hann væri þá að eins 9 ára.
Liðugu ári seinna giftist Thomas Lincoln aftur.
Konan, er hann þá giftist, hét Sarah Busli og var ekkja
frá hinu gamla heimkynni hans, Elizabethtown í Ken-
tucky. Hún átti nokkur efni er hún flutti með sér, var
búsýslukona mikil, myndarleg í öllu, og góð kristin hús-
móðir. Þótt hún sjálf ætti þrjú börn, son og tvær dætur,
reyndist hún Lincolns-börnunum sem bezta móðir. Hún
klæddi þau betur en þau höfðu átt að venjast og fór með
þau sem sín eigin börn. Einkum tók hún þó mest ást-
fóstri við Abraham litla, og einmana móðurleysinginn
elskaði hana og var henni eftirlátur. Það er enginn vafi
á því að kona þessi, stjúpmóðir Abrahams Lincolns, átti
rhikinn þátt í því að úr honum varð sá maður sem hann
;